Jón fangaði foreldrahlutverkið í sinni tærustu mynd

Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir gengu í það heilaga …
Jón Jónson og Hafdís Björk Jónsdóttir gengu í það heilaga 2018. mbl.is/Stella Andrea

Tón­list­armaður­inn Jón Jóns­son er mik­ill húm­oristi og á auðvelt með að sjá spaugi­legu hliðar hins dag­lega lífs, enda sjald­an dauð stund á stóru og barn­mörgu heim­ili, en Jón og eig­in­kona hans, Haf­dís Björk Jóns­dótt­ir tann­lækn­ir, eiga fjög­ur börn á ald­urs­bil­inu 2 til 11 ára.

Jón birti stór­skemmti­lega færslu á In­sta­gram Story á mánu­dag sem fang­ar for­eldra­hlut­verkið í sinni tær­ustu mynd. 

Tón­list­armaður­inn birti mynd af bol með áletr­un­inni „Par­ents Day Off”, en á mynd­inni er Jón upp­tek­inn við að skola ælu úr boln­um. Það er því ekki mikið um frí­daga, eins og orðin á boln­um gefa til kynna, þegar kem­ur að því að vera for­eldri.

„Eitt­hvað svo ynd­is­lega kald­hæðið við að þrífa ælu úr bol með þess­ari áletr­un,” skrifaði Jón við færsl­una.

Það skiptir öllu máli að hafa gaman.
Það skipt­ir öllu máli að hafa gam­an. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda