Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og sambýliskona hans, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, gáfu dóttur sinni nafn nú á dögunum.
Stúlkan, sem kom í heiminn þann 31. júlí síðastliðinn, fékk nafnið Rósa Kristín.
Foreldrarnir greindu frá nafni stúlkunnar með sameiginlegri færslu á Instagram um helgina.
„Hæ. Ég heiti Rósa Kristín Magnúsdóttir.
Við skírðum Rósu Kristínu með nánustu fjölskyldu um helgina. Nafnið er í höfuðið á mæðrum okkar, Rósu Jennadóttur mömmu Aðalbjargar, og Kristínu Steinarsdóttur heitinni, mömmu minni,” skrifaði Magnús við færsluna.
Áslaug Arna birti einnig myndir úr skírninni á Instagram-síðu sinni.
„Sé ekki sólina fyrir guðdóttur minni Rósu Kristínu sem er skírð í höfuðið á elsku mömmu og Rósu ömmu sinni,” skrifaði ráðherrann stoltur.“