Hilmar og Sandra Björg eignuðust son

Litla fjölskyldan.
Litla fjölskyldan. Skjáskot/Instagram

Þjálfarahjónin Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson tóku á móti sínu fyrsta barni á dögunum. Þau greindu frá komu barnsins, sem er drengur, á Instagram um helgina.

„Halló heimur! Ólýsanleg hamingja og þakklæti að fá loksins að hitta fullkomna draumaprinsinn okkar,” skrifuðu hjónin við sameiginlega færslu á samfélagsmiðlasíðunni.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir fjölskylduna á Instagram, en meðal þeirra sem hafa óskað hjónunum til hamingju eru Helgi Ómarsson, Annie Mist Þórisdóttir, Pattra Sriyanonge og Dóra Júlía Agnarsdóttir.

Sandra Björg og Hilmar greindu frá óléttunni í apríl og tilkynntu um kyn barnsins um miðjan maí.

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda