Amma leitar ráða vegna ofþyngdar barnabarns

Amma hefur áhyggjur af 14 ára barnabarni sínu sem hreyfir …
Amma hefur áhyggjur af 14 ára barnabarni sínu sem hreyfir sig lítið og fer mikið í sjoppuna. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún póst frá ömmu sem hef­ur áhyggj­ur af holdafari barna­barns síns. 

Sæl Tinna. 

Ég er amma 14 ára stúlku sem er há­vax­in en er orðið afar feit. Hún kom­in í konu stærð 18 til 20 og er rúm 80 kíló. Mamma henn­ar reyn­ir að passa að hún fái heilsu­sam­legt fæði en stúlk­an á af­mæl­is pen­inga og get­ur keypt sér það sem hún vill. Við vilj­um ekki að hún skammist sín fyr­ir lík­ama sinn. Það er búið að senda hana í ýms­ar íþrótt­ir og sund, en hún neit­ar að fara. Stúlk­an er alltaf með af­sak­an­ir að henni sé illt ein­hversstaðar og geti ekki hreyft sig. Hún er löt að eðlis­fari og vill bara hanga í tölvu, sjón­varpi eða síma. Hvað er til raða?

Kveðja, 

amma 

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda.

Sæl amma

Það sem þið getið gert er að stuðla að heil­brigðum lífs­stíl á já­kvæðan hátt, vera góðar fyr­ir­mynd­ir fyr­ir hana og hvetja hana til að finna sér hreyf­ingu sem veit­ir henni ánægju. Það þýðir ekk­ert að senda hana í ein­hverj­ar íþrótt­ir ef hún hef­ur ekki áhuga á því. Það er til ein­skins. Reynið að fá frá henni hvað henni finnst skemmti­legt að gera annað en að vera í skjá­tækj­um.

Hreyf­ing get­ur verið svo fjöl­breytt en mik­il­væg­ast er að finna eitt­hvað við sitt hæfi, hvort sem það er að fara út í göngu­túr, út að hjóla eða æfa fót­bolta af kappi.

Þá er nauðsyn­legt að henni séu sett mörk varðandi skjánotk­un og það að fara út í sjoppu með af­mæl­is­pen­ing­inn sinn og kaupa sér það sem hana lang­ar til. Allt í góðu að leyfa það af og til, en mik­il­vægt er að grípa inn í ef sjoppu­ferðirn­ar eru farn­ar að vera dag­legt brauð og hluti af henn­ar lífs­stíl.

Ef þið hafið veru­lega áhyggj­ur af holdafari henn­ar og þyngd, þá mæli ég með því að þið leitið til heim­il­is­lækn­is og ræðið við hann. Ýmis úrræði eru fyr­ir börn í ofþyngd, eins og t.d. Heilsu­skóli Barna­spítal­ans. En í Heilsu­skól­an­um er fjöl­skyld­um kennd­ar aðferðir til að tak­ast á við þyngd­ar­stjórn­un og viðhalda breyt­ing­um ásamt því að bæta lífs­gæði til lengri tíma. Heilsu­skól­inn er fyr­ir börn, ung­linga og fjöl­skyld­ur þeirra. Til­vís­un í Heilsu­skól­ann þarf að ber­ast frá heim­il­is­lækni. Inn á vef­slóð Heilsu­skól­ans má einnig finna ýms­an fróðleik. 

Þá gæti einnig verið gagn­legt fyr­ir stúlk­una að fara til sál­fræðings í sam­talsmeðferð. Þar sem sál­fræðing­ur­inn myndi kort­leggja bet­ur henn­ar líðan og hún fengi tæki­færi til þess að tjá sig við óháðan aðila. 

Bestu kveðjur,

Tinna 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda