Þráði að eignast barn með Hafþóri

Aníta Briem gengur með sitt annað barn.
Aníta Briem gengur með sitt annað barn. mbl.is/Anton Brink

Aníta Briem er kom­in 36 vik­ur á leið en fyr­ir á hún dótt­ur­ina Míu sem er 10 ára. Hún sagði frá því í forsíðuviðtali á Smart­lands­blaðinu að hún og Hafþór Waldorff, kær­asti henn­ar, hafi þráð að eign­ast barn sam­an. 

„Við höf­um verið ótrú­lega lán­söm. Þrá okk­ar Hafþórs eft­ir að eign­ast barn sam­an kviknaði mjög snemma og eft­ir að hafa reynt í nokkra mánuði og af því að ég er kom­in yfir fer­tugt hóf­um við gla­sa­frjóvg­un­ar­ferli, sem tókst svona vel. Við vit­um hversu hepp­in við erum og ein­kenn­ist meðgang­an af ein­skæru þakk­læti.

Ég hef þris­var und­an­farið sett mig í hlut­verk kvenna sem hafa glímt við ófrjó­semi, í til­felli Stein­unn­ar í fyrstu seríu, en þau Bene­dikt höfðu verið að reyna lengi, Hild­ar í Villi­bráð og svo í til­felli Unn­ar í Svari við Bréfi Helgu. Ég hef rann­sakað þetta mikið sem og heyrt sög­ur kvenna og para í þessu ferli. En að hafa upp­lifað þetta per­sónu­lega hef­ur dýpkað allt. Skerpt staðfestu á hvað skipt­ir máli í líf­inu. Við Hafþór höf­um núna verið að gera upp íbúð í Vest­ur­bæn­um sem fer að verða til­bú­in og við hlökk­um til að taka á móti litl­um unga í nóv­em­ber,“ seg­ir hún.

Mæðgurnar Mía Aníta Briem Paraskevopoulou og Aníta Briem.
Mæðgurn­ar Mía Aníta Briem Para­skevopou­lou og Aníta Briem.

Var ráðlagt að halda ólétt­unni leyndri 

Hvernig er öðru­vísi að ganga með barn í dag en þegar þú eignaðist frumb­urðinn?

„Lík­am­lega líður mér eig­in­lega bet­ur en á fyrstu meðgöngu. Þegar ég gekk með Míu, núna 10 ára dótt­ur mína, bjó ég í Los Ang­eles og fékk að heyra það frek­ar skýr­um orðum að þegar ung­ar leik­kon­ur yrðu barn­haf­andi fynd­ist brans­an­um eða karl­mönn­un­um sem keyrðu brans­ann að þær misstu ein­hvern veg­inn kynþokk­ann og æskuljómann. Mér var ráðlagt að hafa hljótt um meðgöng­una og vera ekk­ert að tala mikið um það að vera orðin móðir. Bara að segja þetta upp­hátt sting­ur mig í hjartað því þetta er svo mikið bull og vit­leysa. Mér finnst þetta eitt það fal­leg­asta, kynþokka­fyllsta og stór­brotn­asta sem ég hef gert í líf­inu. Þess vegna er ynd­is­legt að vera núna á Íslandi þar sem ég hef virki­lega getað notið meðgöng­unn­ar,“ seg­ir Aníta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda