Sunneva og Baltasar þurftu samþykki fyrir nafni dótturinnar

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur Baltasarsson.
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur Baltasarsson.

Baltas­ar Kor­mák­ur Baltas­ars­son leik­stjóri eignaðist dótt­ur með kær­ustu sinni Sunn­evu Ásu Weiss­happ­el. Dótt­ir pars­ins kom í heim­inn 5. ág­úst. Um er að ræða frumb­urð Sunn­evu Ásu en fimmta barn Baltas­ars Kor­máks. 

Nú hef­ur dótt­ir pars­ins verið skírð Kilja Kor­mák­ur Baltas­ars­dótt­ir.

Mál Kilju Kor­máks kom inn á borð manna­nafna­nefnd­ar 14. ág­úst og var úr­sk­urðað í mál­inu 3. sept­em­ber 2024. 

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að heim­ilt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn ef öll skil­yrði 5. gr. laga, nr. 45/​1996, um manna­nöfn sé upp­fyllt. Skil­yrðin eru:

  1. Eig­in­nafn skal geta tekið ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu eða hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli.
  2. Nafnið má ekki brjóta í bág við ís­lenskt mál­kerfi.
  3. Það skal ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls nema hefð sé fyr­ir öðrum rit­hætti þess.
  4. Eig­in­nafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafn­bera til ama.

„Eig­in­nafnið Kilja (kvk.) tek­ur ís­lenskri beyg­ingu í eign­ar­falli, Kilju, er ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls og brýt­ur ekki bág við ís­lenskt mál­kerfi. Til álita kem­ur hvort eig­in­nafnið geti verið nafn­bera til ama. Merk­ing orðsins kilja er vasa­brots­bók (e. pocket book eða paper­back book), stytt­ing á orðinu papp­ír­skilja, og er seinni hluti þess orðs dreg­inn af orðinu kjöl­ur. Orðið kylja sem hljóm­ar eins í framb­urði og kilja þýðir kulda­gjóst­ur. Manna­nafna­nefnd tel­ur orðið þó ekki hafa slíka nei­kvæða merk­ingu í huga al­menn­ings að eig­in­nafnið Kilja geti orðið nafn­bera til ama og það samþykkt,“ seg­ir í úr­sk­urði manna­nafna­nefnd­ar. 

Nafnið Kor­mák­ur er skil­greint sem ís­lenskt karl­manns­nafn í Þjóðskrá. Nafnið þýðir kerru­sveinn eða son­ur vagns­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda