Sunneva og Baltasar þurftu samþykki fyrir nafni dótturinnar

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur Baltasarsson.
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur Baltasarsson.

Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri eignaðist dóttur með kærustu sinni Sunnevu Ásu Weisshappel. Dóttir parsins kom í heiminn 5. ágúst. Um er að ræða frumburð Sunnevu Ásu en fimmta barn Baltasars Kormáks. 

Nú hefur dóttir parsins verið skírð Kilja Kormákur Baltasarsdóttir.

Mál Kilju Kormáks kom inn á borð mannanafnanefndar 14. ágúst og var úrskurðað í málinu 3. september 2024. 

Í úrskurðinum kemur fram að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn ef öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn sé uppfyllt. Skilyrðin eru:

  1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

„Eiginnafnið Kilja (kvk.) tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Kilju, er ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og brýtur ekki bág við íslenskt málkerfi. Til álita kemur hvort eiginnafnið geti verið nafnbera til ama. Merking orðsins kilja er vasabrotsbók (e. pocket book eða paperback book), stytting á orðinu pappírskilja, og er seinni hluti þess orðs dreginn af orðinu kjölur. Orðið kylja sem hljómar eins í framburði og kilja þýðir kuldagjóstur. Mannanafnanefnd telur orðið þó ekki hafa slíka neikvæða merkingu í huga almennings að eiginnafnið Kilja geti orðið nafnbera til ama og það samþykkt,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar. 

Nafnið Kormákur er skilgreint sem íslenskt karlmannsnafn í Þjóðskrá. Nafnið þýðir kerrusveinn eða sonur vagnsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda