Leikstjórinn Baltasar Kormákur Baltasarsson og myndlistarmaðurinn Sunneva Ása Weisshappel eignuðust dóttur 5. ágúst. Sagt var frá því á Smartlandi í gær að parið hefði þurft samþykki fyrir nafni dótturinnar sem heitir Kilja Kormákur og er Baltasarsdóttir.
Faðir stúlkunnar, Baltasar Kormákur, sagði í samtali við Smartland að þau Sunneva hafi verið skyldug til að bæta Baltasarsdóttir við nafn stúlkunnar af Þjóðskrá. Ekki hafi gefist tími til að kæra þann úrskurð þar sem fjölskyldan var á leið til útlanda og þurftu vegabréf fyrir dótturina.
Mál Kilju Kormáks kom inn á borð mannanafnanefndar 14. ágúst og var úrskurðað í málinu 3. september 2024.
Í úrskurðinum kemur fram að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn ef öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn sé uppfyllt. Skilyrðin eru:
„Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skíra stúlku karlmannsnafni ef það eru nafn númer tvö eins og fjölmörg vitni eru um. Það þurfti því ekki samþykki,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Smartland.
Kilja Kormákur er ekki eina barn Baltasars Kormáks sem ber nafnið Kormákur.
„Tveir af sonum mínum heita Kormákur,“ segir Baltasar og nefnir Pálma Kormák sem fór með hlutverk í Snertingu og Storm Jón Kormák sem komst inn í leiklistardeild Listaháskóla Íslands á dögunum og stundar þar nám.
Það er þó ekki útséð um að Kormákur geti orðið ættarnafn ef marka má fyrri úrskurði mannanafnanefndar sem samþykkti Gnarr sem ættarnafn þegar Jón Gnarr og fjölskylda hans börðust fyrir því hér um árið.