Fann ekki fyrir móðurlegu eðlishvötinni

Annie Mist elskar að vera móðir.
Annie Mist elskar að vera móðir. Ljósmynd/Aðsend

Annie Mist Þóris­dótt­ur þarf vart að kynna fyr­ir lands­mönn­um, enda ein skær­asta íþrótta­stjarna okk­ar Íslend­inga. Hún kom fram á sjón­ar­sviðið eins og þruma úr heiðskíru lofti fyr­ir rúm­um ára­tug og hef­ur verið áber­andi inn­an Cross­Fit-heims­ins síðustu ár og ýtt und­ir vin­sæld­ir æf­inga­kerf­is­ins, hér­lend­is og er­lend­is.

Ásamt því að vera af­reksíþrótta­kona og medalíu­hafi er Annie Mist stolt móðir tveggja ungra barna og nýt­ur þess að fá að fylgj­ast með börn­um sín­um vaxa og þrosk­ast, en í lang­an tíma var hún hálf­hrædd við til­hugs­un­ina um að eign­ast barn og verða móðir. Hún fann ekki fyr­ir þess­ari svo­kölluðu móður­legu eðlis­hvöt sem svo marg­ir tala um, en það breytt­ist óvænt í fjöl­skyldu­ferðalagi fyr­ir ör­fá­um árum.

„Ég hafði aldrei skipt á bleyju áður en ég varð móðir og var alls ekki mikið að biðja um að fá að halda á börn­um fjöl­skyldumeðlima og vin­kvenna minna, eins og flest­ir vilja gera. Ég var ekki barnapía á tán­ings­ár­un­um og þegar ég varð ófrísk að dótt­ur okk­ar fór ég að velta ýmsu fyr­ir mér og til dæm­is því hvort ég myndi höndla grát­ur, mér finnst grát­ur frek­ar pirr­andi, en höndla hann þó bet­ur í dag,“ seg­ir Annie Mist og hlær.

Annie Mist hefur unnið þó nokkra stórsigra á keppnismótum erlendis.
Annie Mist hef­ur unnið þó nokkra stór­sigra á keppn­is­mót­um er­lend­is. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég verð að eign­ast barn núna“

Annie Mist kynnt­ist sam­býl­is­manni sín­um, hinum danska Frederik Emil Ægidius, árið 2010 og var það sam­eig­in­leg­ur áhugi þeirra á Cross­Fit sem dró þau hvort að öðru, en parið kynnt­ist á Cross­Fit-móti og byrjaði sam­an ör­fá­um mánuðum seinna. Í dag eru þau bú­sett í Kópa­vogi ásamt börn­um sín­um, Freyju Mist, fjög­urra ára, og Atlasi Tý, sem varð sex mánaða þann 30. októ­ber síðastliðinn.

Þið eign­ist barn eft­ir tíu ára sam­band, höfðu þitt rætt barneign­ir?

„Já, við vor­um al­veg búin að ræða þetta fram og til baka og það kom tími þar sem ég hélt að ég væri ófrísk, það gerði mig hrædda, ég var alls ekki til­bú­in, enda vildi ég ein­blína á fer­il­inn minn á þess­um tíma­punkti. Frederik var þó sultuslak­ur og meira en til­bú­inn að tækla hlut­verkið, þetta var árið 2012,“ seg­ir Annie Mist sem komst þó fljótt að því að hún var ekki ófrísk. „Þetta varð þó til þess að við byrjuðum að ræða barneign­ir og skipu­leggja hvenær það myndi henta okk­ur að verða for­eldr­ar.“

Frederik ásamt Freyju Mist.
Frederik ásamt Freyju Mist. Ljós­mynd/​Aðsend

Sterk löng­un til að eign­ast barn hellt­ist yfir Annie Mist í fjöl­skyldu­fríi í Or­lando í Banda­ríkj­un­um.

„Þetta er sko frek­ar fyndið. Fjöl­skyld­an mín, for­eldr­ar, bræður, mak­ar þeirra og börn, ferðaðist sam­an til Or­lando árið 2019 í sól­ríkt páskafrí. Ein af litlu frænk­um mín­um tók vart aug­un af mér alla ferðina, elti mig hvert sem ég fór, spurði mig ótal spurn­inga og í eitt skipti faðmaði hún mig þétt­ings­fast og það var á því augna­bliki sem ég áttaði mig á að ég vildi verða móðir núna. Ég hugsaði strax: „Ég verð að eign­ast barn núna.“ En þangað til hafði ég alltaf hugsað: „Eitt ár í viðbót að keppa, eitt ár í viðbót.“ Og á þess­um tíma­punkti var ég þegar búin að ákveða að bíða í eitt ár en það breytt­ist á ör­skots­stundu eft­ir þessi sam­skipti við bróður­dótt­ur mína.

Ég sagði Frederik frá þessu og hann minnti mig á að ég væri skráð á keppn­is­mót eft­ir þrjá mánuði,“ seg­ir Annie Mist hlæj­andi. „Ég keppti því á heims­leik­un­um og bjó svo til barn. Ég varð ófrísk í þriðju til­raun.“

Annie Mist var dugleg að æfa yfir meðgöngutímabilið.
Annie Mist var dug­leg að æfa yfir meðgöngu­tíma­bilið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig gekk fyrri meðgang­an?

„Al­veg svaka­lega vel, en þetta var mjög sér­stök ólétta þar sem kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn var í há­marki á þess­um tíma. Ég var samt mjög hepp­in og náði að æfa tvisvar á dag í gegn­um allt meðgöngu­tímb­ilið en þurfti að sjálf­sögðu að breyta ýmsu í æf­ing­un­um mín­um. Ég upp­lifði ein­staka sinn­um, sér­stak­lega þegar ég leit í speg­il, að þetta væri ekki lík­am­inn minn, en til­hugs­un­in um að ég væri að búa til líf gladdi mig mikið og fékk mig til að fagna stækk­andi óléttu­kúlu. Þetta var ekki auðvelt verk­efni en ég var mjög lán­söm.“

Annie Mist seg­ir seinni ólétt­una hafa komið þeim á óvart.

„Þetta kom skemmti­lega á óvart. Ég var al­veg til­bú­in, við ætluðum alltaf að eign­ast fleiri börn. Ég keppi sem sagt aldrei á getnaðar­vörn og varð ófrísk aðeins ör­fá­um dög­um eft­ir heims­leik­ana í fyrra.“

Fannstu mun á ólétt­un­um?

„Það gerðist allt aðeins fyrr á seinni meðgöng­unni, það sást snemma á mér og ég fann fyr­ir brjóstsviða og sam­drátt­um í dágóðan tíma. Ég var með sam­drætti í tvo mánuði á seinna hluta meðgöng­unn­ar og hélt oft að ég væri að fara fyrr af stað. Þetta var mjög óþægi­legt en ég gat sem bet­ur fer sofið, en ég var þreytt­ari á seinni meðgöng­unni, enda með lítið barn heima og svo vor­um við á fullu að hefja fyr­ir­tækja­rekst­ur, á ekki einu held­ur tveim­ur fyr­ir­tækj­um, og að flytja.“

„Útví­kk­un­in tók mjög lang­an tíma“

Fyrri fæðing Annie Mist­ar var erfið og tók lang­an tíma.

„Úff, fyrri fæðing­in tók mikið á, hún stóð yfir í þrjá sól­ar­hringa. Eins og ég sagði þá var þetta á tím­um kór­ónu­veirunn­ar og var spít­al­inn í viðbragðsstöðu og með fjölda­tak­mark­an­ir. Ég var því mikið ein á spít­al­an­um en þegar ég missti vatnið og var flutt á fæðing­ar­svít­una fékk maður­inn minn að koma til mín og vera hjá mér.

Mæðgnastund.
Mæðgna­stund. Ljós­mynd/​Aðsend

Útví­kk­un­in tók mjög lang­an tíma og þegar ég var kom­in með fulla út­víkk­un þá fest­ist dótt­ir okk­ar á leiðinni, hún pompaði aldrei nægi­legt langt niður, var með höfuðið upp og öll skökk. Lækn­ar og ljós­mæður reyndu allt sem þau gátu til að snúa henni en það gekk illa,“ seg­ir Annie Mist sem var flutt á skurðstofu eft­ir tvo tíma við að reyna að þrýsta barn­inu út úr lík­ama sín­um.

„Rétt áður en ég átti að gang­ast und­ir bráðakeis­ara­sk­urð náðu lækn­ar henni út með því að klippa mig og nota sog­klukku. Ég rifnaði illa í hina átt­ina og missti tvo lítra af blóði,“ út­skýr­ir hún og lýs­ir fæðing­unni sem átaka­mik­illi.

Hvernig leið þér?

„Þetta var erfitt. Dótt­ir okk­ar var tek­in í rann­sókn­ir og ég bað Frederik um að fylgja henni og láta mig vita. Það tók heila tvo tíma að sauma mig sam­an og eft­ir það fékk ég að hitta hana. Það var magnaðasta til­finn­ing í heim­in­um að fá hana loks­ins í fangið. Það er hægt að segja manni hversu dá­sam­legt það er að eign­ast börn en það átt­ar sig eng­inn full­kom­lega á til­finn­ing­unni fyrr en það ger­ist.

Við vor­um á spít­al­an­um í tvær næt­ur. Ég var handónýt, gat ekki haldið á henni og var ná­lægt yf­irliði vegna blóðmissis og neitaði að fá blóðgjöf og fékk því bara járn.“

Af hverju neitaðir þú blóðgjöf?

„Ég hélt ein­fald­lega að ég þyrfti ekki á því að halda og vildi bara að það yrði geymt og notað til að hjálpa ein­hverj­um öðrum.“

Annie Mist ásamt fjölskyldu sinni.
Annie Mist ásamt fjöl­skyldu sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Datt í smá fæðing­arþung­lyndi“

Annie Mist seg­ist hafa átt erfitt með að slaka á þessa fyrstu daga eft­ir fæðing­una.

„Á spít­al­an­um var ég mjög stressuð og alltaf að vakna til þess að kanna hvort hún væri ekki ör­ugg­lega að anda. Kannski dæmi­gert hjá óreyndri móður. Ég fékk því Frederik til að hafa hana í fang­inu á meðan ég svæfi svo ég næði al­menni­legri hvíld, það gekk ágæt­lega, en þegar heim var komið datt ég í smá fæðing­arþung­lyndi, án efa vegna erfiðrar fæðing­ar og svefn­leys­is­ins. Mér leið aldrei vel nema þegar ég var með hana í fang­inu eða að horfa á hana.“

Kom þetta til vegna hræðslu?

„Já, en ým­is­legt spilaði inn í. Það var svaka­leg hræðsla í mér í kjöl­far alls þess sem ég hafði gengið í gegn­um. Þetta var bara yfirþyrm­andi. Ég gat ekki sofið, vildi ekki borða og alls kon­ar skrýtn­ar hugs­an­ir komu fram, ólík­ar þeim sem ég hugsaði reglu­lega.

Það endaði á því að ég brotnaði niður og opnaði mig loks­ins um van­líðan­ina við Frederik og ljós­móður sem sinnti heima­vitj­un. Hún sá á mér að ég var vansvefta og út­skýrði fyr­ir mér að ég yrði að sofa, sem ég þá gerði. Ég svaf í þrjár klukku­stund­ir og þegar ég vaknaði leið mér eins og ég væri að sjá lit í fyrsta sinn og fann loks fyr­ir gleði.“

Annie Mist svífur um á bleiku skýi þessa dagana.
Annie Mist svíf­ur um á bleiku skýi þessa dag­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Annie Mist fór í skipu­lagðan keis­ara­sk­urð þegar hún eignaðist seinna barn sitt, son­inn Atlas Tý, fyrr á ár­inu.

„Ég var mjög hrædd fyr­ir seinni fæðing­unni, enda átti ég ekki góðar minn­ing­ar frá fyrri upp­lif­un minni. Ég fór í skipu­lagðan keis­ara­sk­urð og er mjög þakk­lát fyr­ir það. Ég var sko ekki hrædd við að fæða barn aft­ur, ég veit vel að ég hefði getað það, og langaði að reyna að upp­lifa betri fæðingu, en ég tók þessa ákvörðun út frá syni mín­um og dótt­ur.

Ég vildi ekki stofna hon­um í hættu og gat sömu­leiðis ekki hugsað mér að koma heim til dótt­ur minn­ar eins ónýt og ég var eft­ir fyrri fæðing­una. Ég ákvað því að gang­ast und­ir keis­ara­sk­urð og get ekki verið ánægðari með ákvörðun mína, þetta var allt önn­ur upp­lif­un. Það var allt í lagi með mig, þó svo ég gæti ekki haldið á dótt­ur minni fyrstu vik­una, en ég var and­legu jafn­vægi og fékk að njóta þess að vera með lítið barn, ég naut þess með Freyju en ekki á sama máta og með Atlas Týr, ég var mun slak­ari.“

Annie Mist og Atlas Týr.
Annie Mist og Atlas Týr. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda