Sigríður Margrét orðin amma

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er búin að eignast …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er búin að eignast sitt fyrsta barnabarn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, hef­ur komið víða við í ís­lensku at­vinnu­lífi. Áður en hún hóf nú­ver­andi starf var hún for­stjóri Lyfju og þar á und­an for­stjóri Já.is. Nú hef­ur hún hins­veg­ar tekið við nýju hlut­verki – sjálfu ömmu­hlut­verk­inu þrátt fyr­ir að vera ekki nema 48 ára göm­ul. 

„Lífið maður minn! Ég er óend­an­lega stolt af sam­starfs­fólki mínu sem hef­ur kjarnað áhersl­ur at­vinnu­lífs­ins 💙 í aðdrag­anda kosn­inga. Best af öllu í miðri kosn­inga­bar­áttu er samt fyrsta ömmu- og afa­st­elp­an,“ seg­ir Sig­ríður Mar­grét á Face­book-síðu sinni.

Son­ur Sig­ríðar Mar­grét­ar, Ein­ar Odd­ur Páll Rún­ars­son, er faðir stúlk­unn­ar sem kom í heim­inn á dög­un­um og er móðir hans, Drífa Guðrún Þor­valds­dótt­ir. 

Smart­land ósk­ar Sig­ríði Mar­gréti og öllu henn­ar fólki til ham­ingju með ömm­u­stúlk­una! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda