Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur komið víða við í íslensku atvinnulífi. Áður en hún hóf núverandi starf var hún forstjóri Lyfju og þar á undan forstjóri Já.is. Nú hefur hún hinsvegar tekið við nýju hlutverki – sjálfu ömmuhlutverkinu þrátt fyrir að vera ekki nema 48 ára gömul.
„Lífið maður minn! Ég er óendanlega stolt af samstarfsfólki mínu sem hefur kjarnað áherslur atvinnulífsins 💙 í aðdraganda kosninga. Best af öllu í miðri kosningabaráttu er samt fyrsta ömmu- og afastelpan,“ segir Sigríður Margrét á Facebook-síðu sinni.
Sonur Sigríðar Margrétar, Einar Oddur Páll Rúnarsson, er faðir stúlkunnar sem kom í heiminn á dögunum og er móðir hans, Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir.
Smartland óskar Sigríði Margréti og öllu hennar fólki til hamingju með ömmustúlkuna!