„Nú þarf bara að taka einn dag í einu“

Þrátt fyrir allt lítur Salka á jákvæðu hliðar verkfallsins, m.a. …
Þrátt fyrir allt lítur Salka á jákvæðu hliðar verkfallsins, m.a. að geta varið meiri tíma með börnunum sínum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég ákvað að taka þátt í bar­átt­unni með kenn­ur­um en finn það að ég er búin að gera það sem ég get og þarf núna bara aðeins að fá að hlúa að sjálfri mér og börn­un­um,“ seg­ir söng- og leik­kon­an Salka Sól Ey­feld í sam­tali við Smart­land. Hún er stödd í Hörpu að æfa fyr­ir þrenna tón­leika með Helga Björns sem verða nú um helg­ina.

Salka og maður­inn henn­ar, Arn­ar Freyr Frosta­son, eru meðal for­eldra þeirra barna á leik­skól­um og í skól­um sem nú eru í verk­falli, sem hef­ur varað í um fjór­ar vik­ur. Börn Sölku og Arn­ars eru tveggja og fjög­urra ára og eru á leik­skól­an­um Drafnar­steini í Reykja­vík.

Jóla­vertíðin framund­an og nóg að gera

Nú er að fara í gang svo­kölluð jóla­vertíð tón­list­ar­manna og seg­ir Salka að hún muni syngja á um þrjá­tíu tón­leik­um á næstu 25 dög­um. Auk tón­leik­anna með Helga Björns tek­ur Salka þátt í sýn­ing­unni Vitr­ing­arn­ir þrír ásamt Friðriki Ómari, Eyþóri Inga, Jógv­an, Regínu Ósk og Selmu Björns. Þá syng­ur hún einnig á tvenn­um fjöl­skyldu­tón­leik­um með Stór­sveit Reykja­vík­ur þann 1. des­em­ber.

Álagið er því mikið og æf­ing­ar eru dag­lega. „Þar sem ég er sjálf­stætt starf­andi listamaður get ég stýrt mörgu en samt ekki öllu. Á jóla­vertíðinni eru tón­listaræf­ing­ar alla daga og ég verð bara að mæta, það er ekk­ert annað hægt,“ seg­ir hún og bæt­ir við að staðan geti á köfl­um verið ansi snú­in.

Arn­ar starfar í dag­vinnu hjá STEF og hafa þau reynt að skipta með sér að vera heima með börn­in en þá þarf hann að taka sér launa­laust frí eða klippa af sum­ar­frí­inu sínu.

„Ég er í alls kon­ar verk­efn­um og með egg í mörg­um körf­um. Sumu þarf ég ein­fald­lega að sleppa og annað er í al­gerri patt­stöðu, sem er ógeðslega erfitt líka því mér finnst rosa gott að vera í flæði í mín­um verk­efn­um.“

Salka Sól og Arnar Freyr ásamt börnunum sínum í sumarblíðu.
Salka Sól og Arn­ar Freyr ásamt börn­un­um sín­um í sum­ar­blíðu. Ljós­mynd/​Aðsend

Tekjutap og kvíðavald­andi aðstæður

Tengda­móðir Sölku flutti til þeirra, að norðan, síðastliðinn mánu­dag og býr nú á heim­il­inu til að hlaupa und­ir bagga með þeim. Salka seg­ir for­eldra sína geta verið með börn­in á föstu­dög­um og þá sé verk­efn­un­um raðað niður á föstu­dag­ana sem eru pakkaðir. Verk­efni sem Salka dreifði áður yfir vik­una.

„Það fer eng­inn tími í neitt annað.“

Það þarfn­ast ákveðins skipu­lags að velja úr verk­efn­um og bitn­ar það einnig á heim­ilis­tekj­un­um þegar verk­efn­um er sleppt. „Nú þarf bara að taka einn dag í einu.“

Salka seg­ir þau finna fyr­ir tekjutapi og að helst sé það óviss­an um hvenær verk­fallið taki enda sem sé kvíðavald­andi. Hún bæt­ir við að aðstæður geti vissu­lega verið verri hjá öðrum í sömu stöðu og nefn­ir dæmi um þá for­eldra sem ekki eru með ís­lensku sem fyrsta mál og eiga þar með að erfiðara að átta sig á hlut­un­um og skilja kannski ekki all­an frétta­flutn­ing. Þeir for­eldr­ar hafi jafn­vel ekk­ert bak­land sem hleyp­ur í skarðið.

Enn aðrir fá ekki frí úr vinnu en eiga erfitt með að taka börn­in með í vinn­una, sem get­ur skapað ákveðna tog­streitu og ýmis vanda­mál hjá fólki.

Þau Arn­ar höfðu planað fjöl­skyldu­ferð til út­landa í fe­brú­ar en hafa þurft að hætta við þá ferð þar sem Arn­ar get­ur ekki tekið meira frí með góðri sam­visku sök­um verk­falls­ins.

All­ir láti verk­fallið sig varða

Salka hvet­ur alla for­eldra til að láta sig kjara­bar­áttu kenn­ara varða þótt aðeins lít­ill hluti for­eldra beri hit­ann og þung­ann af verk­fall­inu.

„Ég hef ekk­ert full­an skiln­ing á allri kjara­bar­áttu en það sem ég veit er að fólkið sem hugs­ar um börn­in mín kaus það að fara í verk­fall og ég styð það,” seg­ir Salka, en þrátt fyr­ir að ein­ung­is hluti barna kom­ist ekki í skóla og leik­skóla þá eigi bar­átt­an að snerta alla for­eldra.

Til að halda dampi seg­ist hún að öðru leyti hafa lagt þá hugs­un til hliðar um hve óvana­leg­ar verk­fallsaðgerðirn­ar eru og seg­ist ekki ætla að velta sér meira upp úr því.

„Ég vona bara að það þurfi ekki að grípa til frek­ari verk­fallsaðgerða því þetta er ógeðslega erfitt.“

Salka segir börnunum sínum líða vel í leikskólanum og að …
Salka seg­ir börn­un­um sín­um líða vel í leik­skól­an­um og að í verk­fall­inu biðji þau um leik­skóla­sög­ur á kvöld­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Leik­skóla­sög­ur á kvöld­in

Salka seg­ist finna mik­inn mun á börn­un­um sín­um, sem þykir svo gam­an í leik­skól­an­um. Það sé einnig erfitt að út­skýra fyr­ir þeim af hverju þau fái ekki að fara á leik­skól­ann.

For­eldr­ar barna á Drafnar­steini hafa tekið sig sam­an og skipu­lagt söng­stund­ir á bóka­safn­inu og aðra sam­veru. Þeir fengu sal lánaðan á elli­heim­il­inu við Afla­granda þar sem fólk hitt­ist með börn­in í söng og leik. En þrátt fyr­ir létta stund sé vel hægt að finna fyr­ir að for­eldr­ar séu sorg­mædd­ir yfir stöðunni.

Á kvöld­in seg­ir Salka börn­un­um sín­um sög­ur af leik­skól­an­um því þau óska eft­ir því.

Mest krefj­andi hluti verk­falls­ins í aug­um Sölku er hve tím­inn er lang­ur fyr­ir svo lít­il kríli. Það sé einnig mikið sem börn­in fái í gegn­um skól­ana og leik­skól­ana sem for­eldr­ar geta ekki kennt, eins og tengslamynd­un og vin­skap, ásamt ann­arri fræðslu. Þar læri þau einnig ým­is­legt sem venju­legt for­eldri hef­ur ekki endi­lega kunn­áttu í að kenna þeim.

Þrátt fyr­ir allt seg­ist hún líta á já­kvæðu hliðarn­ar sem eru að fá að verja meiri tíma með börn­un­um og eins að þau fái gæðastund með ömmu Siggu, afa Hjálm­ari og ömmu Lóu.

„Við erum hepp­in að hafa gott fólk í kring­um okk­ur og að við eig­um bæði for­eldra sem hjálpa.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda