„Ég braut loforðið og kyssti hann“

Sesselja og Arnar ásamt Hrafntinnu Rán.
Sesselja og Arnar ásamt Hrafntinnu Rán. Samsett mynd

Sesselja Borg Snæv­arr Þórðardótt­ir var 24 ára göm­ul þegar hún varð ófrísk að sínu fyrsta barni. Ólétt­an kom henni al­gjör­lega á óvart en gladdi hana meira en allt annað. Sesselja seg­ir meðgöng­una hafa gengið vel þrátt fyr­ir að hafa upp­lifað hræðslu til að byrja með. 

Sesselja unir sér vel í móður­hlut­verk­inu og hef­ur búið sér til fal­legt heim­ili í Hafnar­f­irði ásamt Arn­ari Snæ Þórs­syni kær­asta sín­um og dótt­ur pars­ins, henni Hrafntinnu Rán, sem fagn­ar eins árs af­mæli sínu þann 29. nóv­em­ber. 

Hvernig kynnt­ist þú maka þínum?

„Við kynnt­umst í mennta­skóla, vor­um að vísu ekki í sama skól­an­um, en hitt­umst reglu­lega í par­tí­um og á böll­um. Mér fannst Arn­ar frek­ar pirr­andi í fyrstu en í einu par­tíi breytt­ist allt og það var þá sem vin­skap­ur­inn breytt­ist í eitt­hvað meira. Við byrjuðum sam­an í byrj­un heims­far­ald­urs­ins. Í fyrsta sam­komu­bann­inu bauð hann mér á stefnu­mót en móðir mín leyfi mér ekki að fara, kannski ekk­ert skrýtið. Mér tókst þó ein­hvern veg­inn að sann­færa hana og fékk því á end­an­um leyfi til að hitta hann. Ég mátti þó und­ir eng­um kring­um­stæðum kyssa hann. Ég braut lof­orðið og kyssti hann. Eft­ir það varð ekki aft­ur snúið.“

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú vær­ir ófrísk?

Mér brá! Við vor­um ekki beint að reyna að eign­ast barn á þess­um tíma, enda bæði í há­skóla­námi, og ég var á getnaðar­vörn. Ég var kom­in tæp­ar sjö vik­ur á leið þegar ég komst að því að ég væri ófrísk að dótt­ur okk­ar.

Ég var á næt­ur­vakt með sam­starfs­konu minni þegar það kviknaði á ljósa­per­unni. Hún var að segja mér að hún og sam­býl­ismaður henn­ar væru á fullu að reyna. Í miðjum sam­ræðum fattaði ég að það voru liðnir tólf dag­ar frá því að ég átti að byrja á blæðing­um. Ég ákvað því að taka óléttu­próf og sá strax tvær mjög áber­andi lín­ur. 

Þetta var auðvitað mikið sjokk fyr­ir okk­ur bæði en Arn­ar var svo glaður og já­kvæður strax frá byrj­un. Við fór­um í snemm­són­ar til að full­vissa okk­ur um að ég væri ófrísk. Við hlýdd­um á hjart­slátt­inn og sáum dótt­ur okk­ur á skján­um, það var ógleym­an­legt augna­blik. Ég og Arn­ar gáf­um henni gælu­nafnið „Trít­ill“ og kölluðum hana því í gegn­um allt meðgöngu­tíma­bilið af því að hún leit út eins og lít­ill hlauptrít­ill.“

Parið var í skýjunum með tíðindin.
Parið var í skýj­un­um með tíðind­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig var að deila gleðitíðind­un­um? 

„Það var stress­andi en ótrú­lega gam­an. Dótt­ir okk­ar er fyrsta barna­barnið í fjöl­skyldu Arn­ars og annað í minni fjöl­skyldu. Það vissu all­ir í kring­um mig að ég yrði ung mamma en fjöl­skyld­ur okk­ar voru ekki endi­lega að bú­ast við þess­um tíðind­um akkúrat á þess­um tíma­punkti. Móðir mín brást mjög skemmti­lega við tíðind­un­um. Ég sýndi henni són­ar­mynd og hún fattaði í fyrsta ekk­ert hvað hún var að horfa á. Ég sagði því: „Þetta er barna­barnið þitt“. Hún hoppaði upp af ein­skærri gleði og sagði: „Ertu ófrísk?“.

Hvernig gekk meðgang­an?

„Hún var svo­lítið upp og niður. Á blaði var hún full­kom­lega eðli­leg. Ég var hraust og barnið dafnaði vel. Það skorðaði sig snemma og ég fann því fyr­ir mikl­um þrýst­ingi. Ég upp­lifði svefnörðug­leika á síðari hluta meðgöng­unn­ar og á 36. viku fékk ég klemmda taug í hægri mjöðm sem hrjáði mig al­veg þar til ég fæddi. Þarna und­ir lok­in var þetta orðið ansi erfitt, ég var illa stödd and­lega sök­um svefn­leys­is, fékk aðsvif og var bara kom­in í hálf­gert þrot. Ég var með dá­sam­lega ljós­móður í mæðravernd­inni sem hjálpaði mér mikið.“

Með blómstrandi bumbu.
Með blómstrandi bumbu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað gerðu fjöl­skylda og vin­ir til að hressa þig við?

„Fjöl­skylda og vin­ir voru til staðar al­veg frá byrj­un en ég kaus að halda mig svo­lítið út af fyr­ir mig yfir meðgöngu­tíma­bilið. Ég nennti ómögu­lega að hlýða á reynslu­sög­ur og ráð. Arn­ar var stoð mín og stytta í gegn­um meðgöng­una og var alltaf reiðubú­inn að gefa mér knús og hug­hreysta mig. Mín allra besta vin­kona sýndi mér einnig mik­inn skiln­ing. Hún fékk heilu hlaðvarpsþætt­ina af, ég vil ekki segja væli, en orðræðum frá mér og hlustaði á hvert orð.

Ef ég verð svo hepp­in að verða ólétt aft­ur ætla ég að vera dug­legri að heyra í móður minni, hitta vini og vanda­menn og biðja fólk um aðstoð. Arn­ar gantaðist reglu­lega með það að áður en hann hélt af stað í vinn­una kom hann mér í sóf­ann, þar sem ég gat ómögu­lega gengið óstudd, og þegar hann kom heim eft­ir heil­an vinnu­dag var ég á sama stað. Ég var búin að gera mér hreiður í sóf­an­um. Mér fannst erfitt að njóta þess að vera ófrísk, þetta var byrði. Barnið var stórt og of­virkt, ég hélt stund­um að það myndi brjóta í mér rif­bein­in. Það hjálpaði ekki að vera með box­ara í bumb­unni.“

Óléttuljóm­inn - fannstu fyr­ir hon­um?

„Já, svona aðeins. Mér fannst ég voðal­ega sæt og fín svona fram að 30. viku en eft­ir það þá fór mér að líða eins og hval. Ég var með stór­ar var­ir, and­lit eins og tungl í fyll­ingu og fleira skemmti­legt.“

Sesseelja var með ansi myndarlega kúlu undir lokin.
Sesseelja var með ansi mynd­ar­lega kúlu und­ir lok­in. Sam­sett mynd

Varstu hrædd við að fæða?

„Nei, ég var ekki stressuð né hrædd við neitt. Við Arn­ar fór­um á fæðing­ar­nám­skeið til að und­ir­búa okk­ur og ég var alltaf með það hug­ar­far að treysta sér­fræðing­un­um. Við enduðum á að fara í gang­setn­ingu. Í fæðing­unni var ég ekki hrædd, það var vel hugsað um okk­ur. Meðgöngu­tíma­bilið og fæðing­in er já­kvæðasta upp­lif­un mín af ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu.“

Hvernig gekk fæðing­in?

„Dótt­ir okk­ar lét al­veg bíða eft­ir sér. Ég var sett 21. nóv­em­ber en hún lét ekki sjá sig fyrr en átta dög­um síðar. Ég var skráð í gang­setn­ingu 29. nóv­em­ber en fékk að heyra að henni yrði seinkað um einn til tvo daga, mér fannst þau skila­boð al­gjör heimsend­ir. Ljós­móðirin spurði mig hvernig mér lit­ist á þetta og ég svaraði hrein­skiln­ings­lega og sagði ein­fald­lega að mér þætti þetta öm­ur­legt. Síðan spurði hún hvort það væri ekki allt í góðu lagi með barnið og ég sagði að það færi minna fyr­ir hreyf­ing­um hjá barn­inu. Tón­inn í henni breytt­ist snögg­lega. Hjartað mitt stoppaði. Hún ráðlagði mér að fara í hjart­slátta­r­it upp á kvenna­deild, sem ég gerði.

Hjart­slátt­ur­inn var fínn en það mæld­ust eng­ar hreyf­ing­ar hjá barn­inu. Ég var í rit­inu í tæp­an hálf­tíma. Ljós­móðirin reyndi að hreyfa við barn­inu og kalla fram hreyf­ing­ar en ekk­ert gerðist. Nokkr­um mín­út­um síðar kom fæðing­ar­lækn­ir og setti mig í són­ar. Á þess­um tíma­punkti var ég orðin vel stressuð og áhyggju­full. Fæðing­ar­lækn­ir­inn skoðaði okk­ur í bak og fyr­ir og sá að barnið andaði. Barnið var að drekka legvatn en það sáust eng­ar hreyf­ing­ar á út­lim­um. Það átti að senda okk­ur heim og fá okk­ur aft­ur í rit um kvöldið. Ég var ekki með neina út­víkk­un, en reglu­lega sam­drætti. Á þess­um tíma­punkti voru vakta­skipti á spít­al­an­um og það var þá sem ég rakst á ljós­móður sem ég hafði hitt áður á meðgöng­unni og hún las það á okk­ur hvað við vor­um áhyggju­full, ég var með bauga niður fyr­ir höku, enda al­veg ósof­in. Ég var há­grát­andi á meðan ljós­móðirin ræddi við vakt­lækni. Síðan kom deild­ar­lækn­ir og til­kynnti mér að ég væri á leið í gang­setn­ingu. Létt­ir­inn sem ég upp­lifði var ólýs­an­leg­ur, þrumu­skýið hvarf.“

Sesselja komst að kyninu þegar barnið kom í heiminn.
Sesselja komst að kyn­inu þegar barnið kom í heim­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað tók lang­an tíma frá gang­setn­ingu og þar til þú byrjaði að rembast?

„Það tók 21 klukku­stund. Ég fékk töfl­ur til að koma af stað fæðingu og var búin að taka þrjár þegar legvatnið fór að renna. Á þess­um tíma­punkti var ég kom­in með reglu­lega verki. Þegar ljós­mæðurn­ar könnuðu með út­víkk­un var ég bara með 1 cm í út­víkk­un. Það var ekk­ert að ger­ast. Við vor­um flutt inn á fæðing­ar­stofu. Þar var ég sett í rit, ennþá með 1 cm í út­víkk­un. Þá var ákveðið að gefa mér morfín svo ég gæti sofnað. Ég fékk morfín og svefn­töfl­ur og náði að sofa í fjóra til fimm tíma, sem bjargaði fæðing­unni. Síðan vaknaði ég í kring­um 17:30 með mikla verki og fékk að prófa glaðloft, sem gladdi mig veru­lega mikið, en ég fékk aft­ur að heyra að ég væri með aðeins 1 cm í út­víkk­un og þannig var það þar til ein­um klukku­tíma áður en barnið kom í heim­inn. Ég fékk dreypi, sem var ekk­ert sér­stak­lega þægi­legt, og eft­ir það fóru hríðirn­ar að verða harðari. Þá fékk ég mænu­deyf­ingu. Það gekk mjög illa að setja hana upp. Hríðirn­ar voru mjög erfiðar en að þurfa að sitja kyrr á meðan legg­ur­inn var þrædd­ur var einn erfiðasti part­ur­inn af fæðing­unni. Eft­ir þetta fékk ég að hvíla mig en stuttu síðar var ég skoðuð og þá sást í koll­inn. Ég var loks­ins kom­in með 10 cm í út­víkk­un. Ég rembd­ist í kortér áður en barnið kom í heim­inn.“

Hvernig var að fá barnið í fangið?

„Þetta er, eins og all­ir for­eldr­ar segja, ólýs­an­leg til­finn­ing. Al­gjör­lega það besta sem ég hef upp­lifað. Ég fékk hana á bring­una og hún fór strax að gráta. Þetta var svo mik­ill til­finn­inga­rúss­íbani, hlæj­andi, bros­andi og grát­andi til skipt­is. Fæðing­in gekk vel, Arn­ar hjálpaði mér mikið. Þetta var ís­kald­ur nóv­em­ber­dag­ur. Þetta var draumi lík­ast eft­ir erfiði dag­anna á und­an. Við vor­um bara þrjú í remb­ingn­um; ég, Arn­ar og dá­sam­lega ljós­móðirin okk­ar. Allt var þetta ótrú­lega yf­ir­vegað og fal­leg stund. Hrafnt­inna Rán fædd­ist kl 14:05, alls ekki lít­il, hún var 17 merk­ur og 53 cm. Ég man að ég leit á hana og sagði: „Loks­ins ertu kom­in“. Við viss­um ekki kynið og ég fékk því að heyra frá Arn­ari að við hefðum eign­ast stúlku. Það var dýr­mæt stund.“

Litla fjölskyldan.
Litla fjöl­skyld­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig stóð mak­inn þinn sig á hliðarlín­unni?

„Hann var ótrú­lega dug­leg­ur. Hann er svo­lítið klígju­gjarn og ég var búin að und­ir­búa mig und­ir að það myndi líða yfir hann í fæðing­unni, en svo fór ekki. Ég var mikið búin að skjóta á hann en hann stóð sig svo vel. Yfir meðgöngu­tíma­bilið sagðist hann alltaf ekki ætla að horfa á barnið koma út en á deg­in­um gerði hann það og kúgaðist ekki einu sinni. Arn­ar hjálpaði mikið í remb­ingn­um og það var mjög gott að hafa hann sem „pepp­ara" á hliðarlín­unni. Ég hefði ekki getað gert þetta án hans.“

Af hverju vilduð þið ekki vitað kynið fyr­ir fram?

„Okk­ur fannst bara spenn­andi að vita ekki kynið. Það héldu all­ir að barnið væri strák­ur, nema ég. Arn­ar var staðfast­ur alla meðgöng­una um að þetta væri strák­ur, allt þar til hann fékk stúlk­una okk­ar í fangið. Í gegn­um meðgöng­una voru uppi get­gát­ur um kynið og það voru marg­ir sem pældu í stærð og staðsetn­ingu kúl­unn­ar. Það er líka gam­an að segja frá því að ljós­mæðurn­ar voru flest­ar hissa þegar við sögðum þeim að við viss­um ekki kyn barns­ins, enda eru flest­ir með þær upp­lýs­ing­ar og kjósa að greina frá kyn­inu með ýms­um æv­in­týra­leg­um leiðum.“

Hrafntinna Rán er glaðlynd ung stúlka.
Hrafnt­inna Rán er glaðlynd ung stúlka. Ljós­mynd/​Dag­björt Krist­ín

Hvernig voru fyrstu vik­urn­ar?

„Þær voru dá­sam­leg­ar. Hún fædd­ist í lok nóv­em­ber, það var að detta í aðventu. Þetta var rosa­leg breyt­ing en dá­sam­leg breyt­ing. Hún var mjög þægi­leg, svaf vel fyrstu vik­urn­ar, en það erfiðasta var að ég missti mikið blóð í fæðing­unni, í kring­um tvo til þrjá lítra og var í dágóðan tíma að jafna mig eft­ir það. Við skreytt­um fyr­ir jól­in þegar hún var nokk­urra daga göm­ul og vor­um bara í jóla-”búbblu”.“

Hvað kom þér einna helst á óvart við móður­hlut­verkið?

„Ég veit að það segja þetta all­ir, en ég vissi ekki að það væri hægt að elska aðra mann­eskju svona mikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda