Sonur Katrínar Eddu og Markusar kominn með nafn

Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech greindu frá nafni sonar …
Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus Wasserbaech greindu frá nafni sonar síns í gærdag. Skjáskot/Instagram

Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eig­inmaður henn­ar, Markus Wass­er­baech, eignuðust sitt annað barn sam­an um miðjan nóv­em­ber. Nú hafa hjón­in op­in­berað nafn barns­ins, sem er dreng­ur. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem fagn­ar tveggja ára af­mæli sínu þann 17. des­em­ber.

Son­ur­inn sem er tæp­lega tveggja vikna gam­all hlaut nafnið Aron Atli.

Hjón­in greindu frá nafn­gift­inni í story á In­sta­gram í gær­dag og end­ur­sköpuðu þekkt atriði úr teikni­mynd­inni Kon­ungi ljón­anna til að deila gleðitíðind­un­um.

Katrín Edda hef­ur hrein­lega slegið í gegn á In­sta­gram að und­an­förnu og sankað að sér fylgj­end­um á miðlin­um í þúsunda­vís. Hún er iðin við að deila lífi sínu á sam­fé­lags­miðlasíðunni og kem­ur til dyr­anna eins og hún er klædd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda