Edda Sif og Vilhjálmur gáfu syni sínum nafn

Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson.
Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson. Skjáskot/Instagram

Fjöl­miðlakon­an Edda Sif Páls­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar, Vil­hjálm­ur Sig­ur­geirs­son verk­efna­stjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, gáfu syni sín­um nafn nú á dög­un­um.

Dreng­ur­inn kom í heim­inn þann 2. októ­ber síðastliðinn og er annað barn pars­ins. Hann hlaut nafnið Vil­hjálm­ur Bessi.

Vil­hjálm­ur greindi frá fæðingu drengs­ins á Face­book-síðu sinni í októ­ber.

„Fyr­ir viku síðan kom þessi fal­legi dreng­ur til okk­ar. Eft­ir erfiðan bráðakeis­ara­sk­urð og enn erfiðari klukku­tíma þar sem við feðgar vor­um aðskild­ir Eddu hef­ur þessi vika verið draum­ur. Frá­bært teymi kom henni sam­an aft­ur og öll erum við hress í dag. Stóri bróðir er fædd­ur í hlut­verkið og kall­ar bróður sinn „Litló“,“ seg­ir Vil­hjálm­ur á Face­book-síðu sinni.

Smart­land ósk­ar fjöl­skyld­unni hjart­an­lega til ham­ingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda