Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er nú trúlofuð unnusta sínum Brooks Laich, fyrrum íshokkíleikmanni.
Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram þar sem Katrín skrifar „Eilífðin hljómar betur með þér“. Þar kemur jafnframt fram að þau hafi trúlofast skömmu fyrir jól eða þann 16. desember.
Katrín og Brooks opinberuðu sambandið sitt árið 2021. Brooks var áður giftur leikkonunni Julianne Hough en þau skildu vorið 2020.
Katrín hefur nýlega gefið út að hún sé hætt keppni í Crossfit en hún var atvinnumaður í íþróttinni í 13 ár og vann tvo heimsmeistaratitla í greininni, annan árið 2016 og hinn árið 2016.