Gypsy Rose orðin móðir

Ken Urker og Gypsy Rose Blanchard.
Ken Urker og Gypsy Rose Blanchard. Skjáskot/Instagram

Gyp­sy Rose Blanch­ard, sem hlaut tíu ára fang­els­is­dóm fyr­ir að myrða móður sína árið 2015, tók ný­verið á móti sínu fyrsta barni með kær­asta sín­um Ken Ur­ker. Barnið, sem er stúlka, kom í heim­inn akkúrat einu ári eft­ir að Blanch­ard losnaði úr fang­elsi. 

Ur­ker til­kynnti um fæðingu barns­ins á In­sta­gram-síðu sinni í gær, miðviku­dag­inn 1. janú­ar.

„Við göng­um inn í nýtt ár með bestu gjöf allra tíma,” skrifaði hann við fal­lega fjöl­skyldu­mynd.

Blanch­ard, sem losnaði úr fang­elsi eft­ir átta ár á bak við lás og slá síðla des­em­ber 2023, skildi við eig­in­mann sinn til tveggja ára, Ryan S. And­er­son, í apríl í fyrra og ekki leið á löngu þar til hún sást með Ur­ker.

Blanch­ard til­kynnti um ólétt­una á Youtu­be-síðu sinni aðeins ör­fá­um mánuðum seinna.

Morðmálið vakti mikla undr­un og at­hygli vest­an­hafs á sín­um tíma og ekki síst fyr­ir þær sak­ir að móðir Blanch­ard var sögð hafa logið upp á dótt­ur sína og sagt hana þjást af fjölda kvilla, þá meðal ann­ars floga­veiki og hvít­blæði.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ken Ur­ker (@ken­ur­ker)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda