Saga og Sturla trúlofuð

Það er bjart fram undan hjá Sögu og Sturlu.
Það er bjart fram undan hjá Sögu og Sturlu. Samsett mynd

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir lögmaður og Sturla B. Johnsen heim­il­is­lækn­ir eru trú­lofuð. Sturla fór á skelj­arn­ar og greina tur­tildúf­urn­ar frá þessu á sam­fé­lags­miðlum. Vís­ir grein­ir frá.

Parið varði hátíðar­dög­un­um í út­lönd­um. „Sem bet­ur fer sagði hún já,“ skrif­ar Sturla á Face­book. 

Keyptu rán­dýrt hús

Árið 2024 var viðburðarríkt hjá þeim en Smart­land greindi frá því er þau festu kaup á 410 millj­óna króna ein­býli í Akra­hverf­inu í Garðabæ. Um er að ræða 535 fm ein­býli sem reist var 2007. Saga Ýrr og Sturla festu kaup á hús­inu 15. fe­brú­ar 2024 og fengu það af­hent 1. apríl sama ár. 

Saga Ýrr var lögmaður Sölva Tryggva­son­ar fjöl­miðlamanns þegar hann var ásakaður um of­beldi gegn tveim­ur kon­um en sagði sig frá mál­inu eft­ir að hafa fengið aðrar upp­lýs­ing­ar.

Smart­land ósk­ar þeim til ham­ingju með trú­lof­un­ina! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda