Build-A-Bear opnar á Íslandi

Hjarta er sett inn í bangsann sem barnið velur sér.
Hjarta er sett inn í bangsann sem barnið velur sér.

Build-A-Bear opnar í Hagkaup í Smáralind í febrúar á þessu ári. Bangsaverksmiðjan er upplifun sem gerir fólki á öllum aldrei kleift að búa til sinn eigin persónulega bangsa. Fyrsta Build-A-Bear verslunin opnaði í Saint Louis árið 1997 og hefur fyrirtækið síðan þá opnað búðir á fleiri en 500 stöðum um allan heim. 

Fjölskyldur geta valið uppáhaldsbangann sinn og tekið þátt í táknrænni athöfn þar sem hjarta er sett í bangsann um leið og þau óska sér. Bangsinn getur síðan verið klæddur upp með fjölbreyttu úrvali af skóm, fatnaði og fylgihlutum. Að lokum er bangsanum gefið nafnskírteini til staðfestingar á „afmælisdegi“ hans.

Vörumerki sem flestir þekkja

„Við erum virkilega spennt og stolt af því að fá þetta frábæra vörumerki inn í vöruúrvalið okkar í Hagkaup. Við höfum síðustu ár lagt mikla áherslu á það að bæta upplifun viðskiptavina okkar í verslunarferðum sínum til okkar og nú er komið að því að bæta þessari einsöku upplifun við flóruna í einni stærstu leikfangadeild landsins. Það þekkja flestir Build-A-Bear og margir sem eiga góðar minningar tengdar vörumerkinu, svo það verður sannarlega gaman að geta opnað dyr Íslendinga fyrir skemmtilegum heim Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.
Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum himinlifandi yfir því að fá tækifæri til að kynna Build-A-Bear fyrir Íslendingum. Build-A-Bear er meira en bara verslun, það er staður þar sem fólk á öllum aldri getur skapað ógleymanlegar minningar og notið einstakrar upplifunar. Með því að hefja starfsemi á Íslandi erum við að bæta smá gleði og hlýju í lífið, styrkja tengsl og dreifa brosum á þann hátt sem samræmist menningu og anda þessa fallega lands,“ segir Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.

Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.
Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda