Build-A-Bear opnar á Íslandi

Hjarta er sett inn í bangsann sem barnið velur sér.
Hjarta er sett inn í bangsann sem barnið velur sér.

Build-A-Bear opn­ar í Hag­kaup í Smáralind í fe­brú­ar á þessu ári. Bangsa­verk­smiðjan er upp­lif­un sem ger­ir fólki á öll­um aldrei kleift að búa til sinn eig­in per­sónu­lega bangsa. Fyrsta Build-A-Bear versl­un­in opnaði í Saint Lou­is árið 1997 og hef­ur fyr­ir­tækið síðan þá opnað búðir á fleiri en 500 stöðum um all­an heim. 

Fjöl­skyld­ur geta valið upp­á­halds­bang­ann sinn og tekið þátt í tákn­rænni at­höfn þar sem hjarta er sett í bangs­ann um leið og þau óska sér. Bangs­inn get­ur síðan verið klædd­ur upp með fjöl­breyttu úr­vali af skóm, fatnaði og fylgi­hlut­um. Að lok­um er bangs­an­um gefið nafn­skírteini til staðfest­ing­ar á „af­mæl­is­degi“ hans.

Vörumerki sem flest­ir þekkja

„Við erum virki­lega spennt og stolt af því að fá þetta frá­bæra vörumerki inn í vöru­úr­valið okk­ar í Hag­kaup. Við höf­um síðustu ár lagt mikla áherslu á það að bæta upp­lif­un viðskipta­vina okk­ar í versl­un­ar­ferðum sín­um til okk­ar og nú er komið að því að bæta þess­ari ein­söku upp­lif­un við flór­una í einni stærstu leik­fanga­deild lands­ins. Það þekkja flest­ir Build-A-Bear og marg­ir sem eiga góðar minn­ing­ar tengd­ar vörumerk­inu, svo það verður sann­ar­lega gam­an að geta opnað dyr Íslend­inga fyr­ir skemmti­leg­um heim Build-A-Bear í Hag­kaup Smáralind,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.
Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við erum him­in­lif­andi yfir því að fá tæki­færi til að kynna Build-A-Bear fyr­ir Íslend­ing­um. Build-A-Bear er meira en bara versl­un, það er staður þar sem fólk á öll­um aldri get­ur skapað ógleym­an­leg­ar minn­ing­ar og notið ein­stakr­ar upp­lif­un­ar. Með því að hefja starf­semi á Íslandi erum við að bæta smá gleði og hlýju í lífið, styrkja tengsl og dreifa bros­um á þann hátt sem sam­ræm­ist menn­ingu og anda þessa fal­lega lands,“ seg­ir Gitte Lykk­ega­ard, vörumerkja­stjóri Build-A-Bear.

Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.
Gitte Lykk­ega­ard, vörumerkja­stjóri Build-A-Bear.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda