Með afmæliskórónu á skurðstofunni

Þorsteinn Elfar greindist með krabbamein í blóð þann 30. október …
Þorsteinn Elfar greindist með krabbamein í blóð þann 30. október síðastliðinn. Samsett mynd

Líf ungra hjóna í Breiðholti, þeirra Guðlaug­ar Ingi­bjarg­ar Þor­steins­dótt­ur kenn­ara, og Hró­bjarts Arn­finns­son­ar lög­reglu­manns, breytt­ist á auga­bragði í lok októ­ber síðastliðnum þegar eldra barn þeirra, hinn sex ára gamli Þor­steinn Elf­ar, greind­ist með krabba­mein í blóði, bet­ur þekkt sem hvít­blæði. Síðan þá hafa hjón­in dvalið lang­dvöl­um á sjúkra­húsi ásamt syni sín­um og seg­ist Guðlaug nú skilja hvað fólk eigi við þegar það tal­ar um spít­al­ann sem annað heim­ili sitt.

Þor­steinn Elf­ar er bjart­ur, fal­leg­ur og glaðlynd­ur dreng­ur sem hef­ur bar­ist eins og hetja í gegn­um þessi veik­indi. Hann vill þó ekki vera kallaður hetja þar sem ill­menn­in fá ávallt mun skemmti­legri og meira krefj­andi verk­efni en góðmenn­in og kýs hann því að berj­ast eins og sann­kallað ill­menni úr teikni­mynda­sög­un­um við þenn­an óvænta en harðskeytta and­stæðing sinn, krabba­meinið.

Lyppaðist niður

Krabba­meins­grein­ing Þor­steins Elfars kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, enda hafði hann á fyrstu árum sín­um ávallt verið heilsu­hraust­ur og hress. Svo sner­ist líf fjöl­skyld­unn­ar allt í einu á hvolf.

„Hann var til­tölu­lega ný­byrjaður í grunn­skóla, 1. bekk í Selja­skóla, þegar hann greind­ist. Hann var mjög spennt­ur að byrja í skól­an­um og gekk glaður ásamt föður sín­um og vin­konu í skól­ann alla morgna, þetta var í byrj­un sept­em­ber síðastliðnum. Örfá­um vik­um seinna fer hann að kvarta und­an því að all­ir væru að labba hraðar en hann og að það væri erfitt að taka þátt í leikj­um þar sem hann ætti í erfiðleik­um með að hlaupa jafn­hratt og jafn­aldr­ar hans. Við hjón­in töld­um að þetta hefði eitt­hvað að gera með kvíða, okk­ur datt ekki í hug að þetta væri eins al­var­legt og það reynd­ist svo vera,“ seg­ir Guðlaug.

Þorsteinn Elfar er glaðlyndur ungur drengur.
Þor­steinn Elf­ar er glaðlynd­ur ung­ur dreng­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Vendipunkt­ur­inn kom ör­fá­um vik­um síðar þegar Þor­steinn Elf­ar ferðaðist með ömmu sinni til Skot­lands að heim­sækja móður­syst­ur sína í vetr­ar­frí­inu.

„Já, þau fóru til Skot­lands í ferð sem átti að verða sann­kölluð drauma­ferð. Syst­ir mín, sem er bú­sett þar, hafði skipu­lagt allt í þaula og var meðal ann­ars búin að skipu­leggja dags­ferð í dýrag­arðinn fyr­ir þau. Þegar þangað kom lyppaðist Þor­steinn Elf­ar hins veg­ar niður og gat ekki staðið í fæt­urna. Svo leigja þurfti kerru und­ir hann, hann gat ekki staðið einn og óstudd­ur.

Móðir mín, eðli­lega mjög áhyggju­full, hringdi í mig þetta kvöld og sagði mér að Þor­steinn Elf­ar væri að kvarta und­an höfuðverk, hann væri orku­lít­ill og vildi bara liggja í sóf­an­um og horfa á sjón­varpið, sem er mjög ólíkt hon­um. Hann er vel virk­ur og for­vit­inn dreng­ur.“

Sagt að bruna á bráðamót­tök­una

Móðir Guðlaug­ar hvatti hana til að panta tíma hjá lækni, sem hún gerði.

„Ég bókaði tíma á Heilsu­veru og fékk tíma, að mig minn­ir 25. nóv­em­ber, en vildi að sjálf­sögðu ekki bíða í heil­an mánuð eft­ir að hitta lækni. Þetta var 30. októ­ber. Eft­ir ít­rekuð sím­töl fékk ég tíma hjá barna­lækni á Domus í Kópa­vogi, heil­um 18 klukku­stund­um eft­ir að Þor­steinn Elf­ar lenti ásamt ömmu sinni á Íslandi. Þetta gerðist allt mjög hratt.

Þorsteinn Elfar byrjaði strax í erfiðri meðferð.
Þor­steinn Elf­ar byrjaði strax í erfiðri meðferð. Ljós­mynd/​Aðsend

Á Domus tek­ur á móti okk­ur lækn­ir sem rétt svo skoðaði Þor­stein Elf­ar og sendi okk­ur í fram­haldi í blóðprufu niður á Hring­braut. Við gerðum það, hann stóð sig eins og hetja og bað um ham­borg­ara í verðlaun. Við stoppuðum því í Skalla og vor­um rétt­bú­in að bíta í borg­ar­ana þegar lækn­ir­inn hringdi og sagði okk­ur að fara beint niður á bráðamót­töku þar sem hemó­glóbín, prótein sem er í rauðum blóðkorn­un­um, mæld­ist mjög lágt í syni mín­um.

Ég fékk bara að heyra að við þyrft­um að fara með hraði niður á spít­ala,“ seg­ir Guðlaug, sem brunaði rak­leitt niður á bráðamót­töku þar sem hún fékk að heyra að son­ur henn­ar væri með hvít­blæði, eða það sem kall­ast bráðaeitilfrumu­hvít­blæði (e. acu­te lymp­hocytic leu­kem­ia).

Beint í blóðgjöf

Þor­steinn Elf­ar byrjaði strax í erfiðri meðferð. Hann þurfti taf­ar­laust á blóðgjöf að halda þar sem hann vantaði 2/​3 af blóðmagni í lík­amann og gekkst svo und­ir aðgerð þar sem bein­merg­sýni var tekið, lyfja­brunn­ur grædd­ur í hann og lyf gef­in upp í mænu­göng, allt gerðist þetta á mettíma.

Skil­ur hann allt það sem er í gangi?

„Já, hann ger­ir það. En þetta er allt mjög skrýtið. Ein af fyrstu spurn­ing­um mín­um eft­ir að við feng­um niður­stöðurn­ar var hvort það væri ein­hver sem myndi til­kynna hon­um þetta og út­skýra frek­ar hvað amaði að. Við feng­um þau svör að það væri okk­ar verk­efni. Það var erfitt að heyra en við tækluðum þetta og rædd­um mál­in. Við hjón­in erum sam­mála um að halda engu leyndu fyr­ir hon­um, þetta er bar­átt­an hans og hann á því skilið að vita allt um það sem er í gangi.“

Hvað eruð þið kom­in langt inn í meðferðatíma­bilið og hvernig hef­ur gengið?

„Sko, það er búið að ganga á ýmsu. Krabba­meins­lega séð er búið að ganga mjög vel, við höf­um verið mjög hepp­in með svör­un á lyfj­un­um, en á sama tíma fær hann nær all­ar auka­verk­an­ir sem geta fylgt þeim. Ég myndi ekki óska versta óvini mín­um að ganga í gegn­um það sem á hann er lagt. Þetta er eng­an veg­inn létt og eng­an veg­inn búið. Við tök­um þetta dag frá degi.“

Öruggur í mömmufangi.
Örugg­ur í mömmufangi. Ljós­mynd/​Aðsend

Í aðgerð á af­mæl­is­dag­inn

Þor­steinn Elf­ar varð sex ára gam­all þann 23. des­em­ber. Hann gekkst und­ir aðgerð á af­mæl­is­dag­inn sinn og fékk óvænt­an glaðning þegar hann vaknaði eft­ir svæf­ing­una.

„Já, af­mæl­is­dag­ur­inn var ólík­ur öll­um hinum.

Dag­ur­inn hófst á aðgerð. Hann mætti gal­vask­ur á barna­spítal­ann og var sko meira en klár í slag­inn, var með af­mæliskór­ónu á höfði sér og kom líka með af­mæl­is­hatta handa öll­um inni á skurðstof­unni. Það átti sko að fagna þess­um degi! Hann spilaði IceGuys-lög þar til hann sofnaði, en stráka­sveit­in er í miklu upp­á­haldi hjá mín­um manni.

Dag­ur­inn var svo toppaður þegar hann vaknaði eft­ir svæf­ing­una, en þá komst hann að því að IceGuys voru með tón­leika á leik­stof­unni á spít­al­an­um. Hon­um var því rúllað beint þangað og þar tóku strák­arn­ir á móti hon­um, eins og um heims­meist­ara væri að ræða, sungu fyr­ir hann af­mæl­is­söng­inn og fluttu upp­á­halds­lagið hans.“

Liðsmenn IceGuys sungu afmælissönginn fyrir Þorstein Elfar.
Liðsmenn IceGuys sungu af­mæl­is­söng­inn fyr­ir Þor­stein Elf­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Litla syst­ir bíður heima

Þor­steinn Elf­ar er stóri bróðir. Hann á tveggja ára gamla syst­ur, hana Iðunni Hrefnu. Veik­indi hans hafa tekið á stúlk­una sem hef­ur mikið þurft að reiða sig á aðra fjöl­skyldumeðlimi í fjar­veru for­eldra henn­ar og bróður.

„Sko, þetta hef­ur vissu­lega verið erfitt fyr­ir Iðunni Hrefnu. Við höf­um oft verið fjar­ver­andi frá henni og til dæm­is vor­um við hjón­in nán­ast sam­fleytt í tvær vik­ur á barna­spítal­an­um með syni okk­ar í byrj­un. Á þeim tíma var hún í pöss­un hjá fjöl­skyldumeðlim­um.“

Þorsteinn Elfar eyddi jólunum heima.
Þor­steinn Elf­ar eyddi jól­un­um heima. Ljós­mynd/​Aðsend

Hafa veik­indi Þor­steins Elfars haft ein­hver áhrif á syst­ur hans?

„Hún er auðvitað of ung til að skilja hvað er í gangi. Í byrj­un sýndi hún af sér mikið óör­uggi, það fór til að mynda að bera á pissu­slys­um, sex mánuðum eft­ir að hún hafði hætt með bleyju. Þetta skrif­ast vænt­an­lega á breyt­ing­arn­ar og óviss­una sem við höf­um verið að upp­lifa í gegn­um þetta tíma­bil.

Við reyn­um að út­skýra fyr­ir henni, eins og hægt er miðað við ald­ur henn­ar, það sem er að ger­ast, skoðum með henni bæk­ur, sýn­um henni mynd­ir, ræðum um lífið og til­ver­una og leyf­um henni að heim­sækja bróður sinn þegar tæki­færi gefst. Það eru alltaf mikl­ir fagnaðar­fund­ir, enda eru þau afar sam­rýnd systkini.“

Þakk­lát fyr­ir sterkt bak­land

Eins og gef­ur að skilja hafa veik­indi Þor­steins Elfars sett strik í reikn­ing­inn fjár­hags­lega, en Guðlaug og Hró­bjart­ur hafa bæði verið í leyfi frá störf­um frá því að hann greind­ist.

„Við von­umst að sjálf­sögðu til að geta mætt til vinnu sem fyrst, en eins og er vit­um við ekk­ert hvenær það verður. Við erum bæði hálf­gerðir vinnualk­ar og sökn­um vinnustaðanna okk­ar, stemn­ing­ar­inn­ar og sam­starfs­fé­lag­anna, sem all­ir hafa sýnt okk­ur ómæld­an stuðning.

Við höf­um verið ein­stak­lega hepp­in með baklandið okk­ar; fjöl­skyldu, vini og sam­starfs­fólk, all­ir hafa staðið þétt við bakið á okk­ur í gegn­um þessa bar­áttu og reynst okk­ur ákaf­lega vel.“

Þorsteinn Elfar og Iðunn Hrefna eru miklir vinir.
Þor­steinn Elf­ar og Iðunn Hrefna eru mikl­ir vin­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Sungið fyr­ir Þor­stein Elf­ar

Frænd­ur Þor­steins Elfars, feðgarn­ir Ragn­ar Ingi Aðal­steins­son og Davíð Ingi Ragn­ars­son, ætla að standa fyr­ir styrkt­ar­tón­leik­um í Borg­um í Spöng í Grafar­vogi sunnu­dag­inn 19. janú­ar kl. 16:00. Aðgang­ur að tón­leik­un­um er ókeyp­is en tekið verður við frjáls­um fram­lög­um við inn­gang­inn og renna þau óskipt til Þor­steins Elfars og for­eldra hans.

Hvernig kom þetta til?

„Ragn­ar Ingi, ömmu­bróðir minn, hafði sam­band við móður mína ný­verið og spurði hvort þetta væri í lagi. Eins erfitt og okk­ur finnst að segja já við aðstoð þá höf­um við lagt okk­ur fram þess­ar síðustu vik­ur við að segja já og þiggja alla þá aðstoð sem okk­ur býðst. Ég er mjög þakk­lát og hálforðlaus yfir þessu ör­læti frænda minna.

Davíð Ingi er magnaður bassa­söngv­ari og hef­ur und­an­far­in ár sungið í óperu­hús­um í Aust­ur­ríki og Þýskalandi. Það er draum­ur okk­ar að geta mætt á tón­leik­ana og þakkað fyr­ir í eig­in per­sónu en við vit­um aldrei hvað morg­undag­ur­inn fær­ir okk­ur. Það er von­andi að sem flest­ir mæti og fái ríf­andi bassa­söng beint í hjartað, það verður eng­inn von­svik­inn sem þangað kem­ur,” seg­ir Guðlaug í lok­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda