Yngra fólk gefur miðaldra afslátt

„Við þessi gömlu bjóðum kannski í mat­ar­boð með tjákn­um af ein­hverju sem merk­ir kynsvall, án þess að hafa hug­mynd um það,“ seg­ir Anna Stein­sen um mis­skiln­ing sem get­ur orðið vegna ólíkr­ar merk­ing­ar tjákna milli kyn­slóða.

„Lang­vin­sæl­asta umræðuefnið á fyr­ir­lestr­um mín­um um sam­skipti milli ólíkra kyn­slóða er tjákn­in, eða það sem á ensku heit­ir emoji. Þess­ar litlu mynd­ir sem fólk send­ir sín á milli með texta­skila­boðum og merkja ekki það sama í huga fólks, eft­ir aldri,“ seg­ir Anna Stein­sen hjá mennta- og þjálf­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Kvan, sem býður fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og ein­stak­ling­um m.a. upp á skemmti­lega og upp­lýs­andi fyr­ir­lestra.

„Fólk sem til­heyr­ir miðaldra­kyn­slóðinni miss­ir hök­una niður í gólf þegar það átt­ar sig á hvað tjákn­in standa fyr­ir hjá yngri kyn­slóðinni, en þau sem til­heyra yngri kyn­slóðinni eru aft­ur á móti mjög feg­in að ég tali um þetta á vinnu­stöðum, af því að þau eru ekk­ert endi­lega að nefna þetta sjálf. Þau gefa reynd­ar miðaldra af­slátt, þeim gömlu sem ekki vita hvað þau gjöra,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að þeim sem eru tví­tug finn­ist fimm­tugt fólk frek­ar gam­alt.

„Einna mest­um usla í sam­skipt­um veld­ur tjáknið þum­all upp, því hjá ungu fólki stend­ur slík­ur fing­ur fyr­ir nán­ast „farðu til fjand­ans“. Það er al­veg glatað að senda slík­an fing­ur á yngra fólk, en þegar ég tala um ungt fólk þá á ég við fólk á aldr­in­um frá um það bil fimmtán ára til þrjá­tíu og fimm ára, þau sem kennd eru við Z-kyn­slóð og alda­móta­kyn­slóð. Ef ég til­heyrði þess­ari yngri kyn­slóð og myndi senda kær­asta mín­um á sama reki svona þumal í skila­boðasam­skipt­um og líka skamm­stöf­un­ina ok, þá myndi sá kær­asti vita upp á hár að hann væri ekki í góðum mál­um. Slík skila­boð eru nán­ast á við löðrung. Yf­ir­leitt nota miðaldra karl­menn og eldri karl­menn mest þumal­inn, en við miðaldra kon­ur erum farn­ar að nota hjarta-tjákn og annað slíkt meira en þumal. Af­kvæmi af yngri kyn­slóð taka nán­ast út fyr­ir að fá þumal frá pöbb­um sín­um, en samt vita þau að þeir meina vel, og gefa því miðaldra­afslátt. Ég tek samt fram að miðaldra­afslátt­ur­inn er ekki vin­sæll, hann veld­ur miklu óþoli.“

Gleymd­ist að láta okk­ur vita

Tjáknið venju­leg­an broskarl seg­ir Anna að sé al­ger­lega búið að gjald­fella.

„Hann er eig­in­lega verri en eng­inn í huga fólks af yngri kyn­slóð. Hjá þeim er broskarl­inn al­ger­lega öm­ur­leg­ur, hann stend­ur fyr­ir „passi­ve-aggressi­ve“, eins og þegar ein­hver bros­ir en þú sérð samt að viðkom­andi er alls ekki ánægður. Broskarl­inn stend­ur því fyr­ir gervi­bros ein­hvers sem er draug­fúll, ein­hvers kon­ar „takk fyr­ir ekk­ert“, seg­ir Anna og tek­ur fram að það sem geri þetta allt enn flókn­ara sé að yngri kyn­slóðin noti tjákn líka í kald­hæðni, sem þau eldri viti ekki af.

„Blikk-karl­inn er til dæm­is stund­um notaður í kald­hæðni og þykir auk þess perra­leg­ur, al­veg glataður. Ef ég fimm­tug mann­eskj­an sendi 25 ára manni blikk-karl þá get­ur sá blikk-karl verið túlkaður sem kald­hæðinn perri, mót­tak­andi fær hroll og seg­ir oj, hon­um líður jafn­vel eins og ég hafi talað niður til hans, sé að segja: „takk elsku litli karl­inn minn“. Þegar við sem erum miðaldra send­um öðrum miðaldra tjákn eins og broskarla, ok, eða blikk-karla, þá er það ekk­ert vanda­mál, en hjá yngra fólki hafa leik­regl­urn­ar held­ur bet­ur breyst og það gleymd­ist að láta okk­ur sem erum eldri vita,“ seg­ir Anna og hlær.

„Til dæm­is er strang­lega bannað að skammstafa ókei og skrifa ok, en það er í lagi að skrifa ókei eða ókey, og þá jafn­vel með broskarli. Verst af öllu finnst þeim sem eru af þús­ald­arkyn­slóðinni ef ein­hver send­ir ein­ung­is K, slepp­ir O, í merk­ing­unni ókei, í því felst mik­il höfn­un og áhuga­leysi. Viðkom­andi er að segja að hann eða hún nenni ekki að tala við þann sem fékk skila­boðin. Við sem erum eldri kunn­um þetta ekk­ert, við skrif­um aldrei K í merk­ing­unni ókei.“

Punkt­ur stend­ur fyr­ir hörku

Punkt­ar seg­ir Anna að séu líka orðnir mjög merk­ing­arþrungn­ir í skila­boðaheim­in­um.

„Ef þú skrif­ar takk og punkt á eft­ir, þá upp­lif­ir fólk eins og þú sért nán­ast að öskra á það. Ef fólk skrif­ar skila­boð sem inni­halda nokkr­ar setn­ing­ar og hafa punkt á eft­ir hverri setn­ingu, þá upp­lifa þau yngri að sá sem skrif­ar sé brjálaður, virki­lega reiður og sé að lesa yfir hausa­mót­un­um á þeim. Ungt fólk not­ar ekki punkta þegar það skrif­ar á sam­fé­lags­miðlum, það not­ar frek­ar greina­skil, skrif­ar eina setn­ingu og eng­an punkt á eft­ir henni, svo næstu setn­ingu fyr­ir neðan í næstu línu. Þeim finnst punkt­ar standa fyr­ir ein­hverja hörku og nota þá þess vegna ekki,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að þrír punkt­ar á eft­ir setn­ingu, til merk­is um að hún sé opin, sé arf­leifð frá því við lærðum á rit­vél í gamla daga.

„Z-kyn­slóðin lærði þetta ekki og þau vita ekki hvað þetta þýðir, þau verða bara óör­ugg ef þau fá setn­ing­ar í skila­boðum með þrem­ur eða fleiri punkt­um fyr­ir aft­an, túlka það gjarn­an sem kald­hæðni. Að mati okk­ar eldri er ein­hver viðkvæmni í túlk­un allra þess­ara tjákna hjá þeim yngri, en þetta er raun­veru­leik­inn fyr­ir þeim.“

Þetta er mjög kó­mískt

Anna seg­ir skondið að tjákn sem eru mynd­ir af græn­meti og eða ávöxt­um standi fyr­ir ým­is­legt kyn­ferðis­legt hjá yngri kyn­slóðinni.

„Eggald­in er typpi, fer­skja er rass, kirsu­ber eru brjóst, an­an­as er sving, takkó er píka, líka kisa, og hugs­an­lega líka kökusneið. Við þessi gömlu erum kannski ný­bú­in að bjóða í mat­ar­boð með tjákn­um af ein­hverju sem merk­ir kynsvall án þess að hafa hug­mynd um það. Þegar kyn­slóðir mæt­ast á spjall­rás­um þá get­ur yngri mót­tak­andi túlkað það með allt öðrum hætti en við vild­um eða höf­um hug­mynd um. Tjákn er í raun tungu­mál sem hef­ur breyst mjög mikið frá því við byrjuðum að nota það. Auðvitað er þetta mjög kó­mískt og fyr­ir­lestr­ar mín­ir ganga út á að gera grín að þessu, því mis­skiln­ing­ur­inn í kring­um þetta get­ur verið skond­inn. Sex­tug­ur karl er kannski að gera sitt allra besta og held­ur að hann sé að senda frá­bær­an póst eða skila­boð með þumalputta­tjákn­um á sér yngri menn í vinn­unni, en þeim finnst það kannski mjög óþægi­legt. Sex­tug­ir karl­ar eru ekki til í að til­einka sér að senda þrítug­um karl­mönn­um hjarta á vinnu­stöðum í stað þumals, þeir deyja innra með sér. Stund­um segja eldri karl­menn sem sækja mína fyr­ir­lestra: hvaða djöf­uls vit­leysa er þetta, af hverju þurf­um við alltaf að koma til móts við þá sem eru yngri? Og þá svara ég að við þurf­um ekk­ert að breyt­ast, held­ur taka umræðuna. Segja til dæm­is: ég er sex­tug­ur maður, ég mun senda ykk­ur þumla, en það merk­ir að ég er ánægður með ykk­ur, það er mín miðaldra leið til að segja að ég sé sátt­ur. Um leið og við út­skýr­um þá vita all­ir bet­ur hvað merk­ir hvað fyr­ir hverj­um. Við verðum líka að taka til­lit til þess að yngri kyn­slóðin of­hugs­ar margt og of­grein­ir, og það er ekk­ert rangt við það, þannig eru þau bara. Við þurf­um að segja upp­hátt milli kyn­slóða ef okk­ar skila­boð með tjákn­um merkja annað í okk­ar huga en þeirra, því ekki vilj­um við óvart vera meiðandi. Best er að all­ir viti hvað er í gangi í stað þess að vera að senda óvart óviðeig­andi skila­boð með eggald­ini og blikk-karli,“ seg­ir Anna og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda