Barn Ryan og Tönju Ýrar komið í heiminn

Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir.
Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Ljósmynd/Instagram

Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir, at­hafna­kona og sam­fé­lags­miðlastjarna, og kær­asti henn­ar, Ryan Amor, hermaður í breska hern­um, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an á dög­un­um. Barnið, sem er dreng­ur, kom í heim­inn þann 23. janú­ar síðastliðinn.

Parið greindi frá ólétt­unni síðla júlí­mánaðar í fyrra, ör­fá­um mánuðum áður en það fagnaði þriggja ára sam­bandsaf­mæli sínu.

Tanja Ýr deildi færslu á In­sta­gram-síðu sinni þann 19. janú­ar þar sem hún sagði meðgöng­una eina mögnuðustu til­finn­ingu sem hún hafi upp­lifað.

„Hafa fengið að ganga með hann og átt bestu mögu­legu meðgöngu sem ég hefði getað óskað mér hef­ur verið ein magnaðasta til­finn­ing sem ég hef upp­lifað.

Lík­am­inn er magnaður og ég er ekk­ert smá þakk­lát fyr­ir síðustu 9 mánuði sam­an. Við erum svo spennt að hitta þig,“ skrifaði hún við fal­legt mynd­band af Ryan að strjúka óléttu­kúl­una.

Smart­land ósk­ar par­inu hjart­an­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda