Hvernig á að lesa í falin skilaboð unglingsins?

Unglings­ár­in geta reynst mörg­um erfið þótt þau séu ansi spenn­andi …
Unglings­ár­in geta reynst mörg­um erfið þótt þau séu ansi spenn­andi og skemmti­leg. Ernest Brillo/Unsplash

Unglings­ár­in geta verið afar flók­in og til­finn­ingaskal­inn svo breiður að hann nái hring­inn í kring­um jörðina. Jef­frey Bern­stein, doktor í heim­speki, skrif­ar um ungt fólk sem oft er mis­skilið vegna van­getu til að koma til­finn­ing­um sín­um í orð.

„Ég hef séð aft­ur og aft­ur hvernig ung­ling­ar eiga í erfiðleik­um með að tjá þarf­ir sín­ar og eru þess vegna mis­skild­ir eða ekki hlustað á þá. Þótt þeir segi kannski ekki strax: „Ég þarf hjálp“ þá geta verið fal­in skila­boð í orðum þeirra.“ Þetta skrif­ar Bern­stein á vef­miðil­inn Psychology Today.

Hér er að finna fjóra frasa sem ungt fólk not­ar gjarn­an:

For­eldr­ar þurfa að sýna ákveðna nær­gætni þegar ung­ling­ur­inn tal­ar í …
For­eldr­ar þurfa að sýna ákveðna nær­gætni þegar ung­ling­ur­inn tal­ar í kring­um hlut­ina. Kateryna Hliznit­sova/​Unsplash

1. „Ég er bara svo þreytt­ur á öllu“

Setn­ing­in kann að hljóma eins og út­rás en und­ir niðri get­ur hún gefið til kynna kuln­un, þung­lyndi eða yfirþyrm­andi streitu. Bern­stein mæl­ir með að for­eldri svari af for­vitni: „Hvað angr­ar þig mest?“ og bjóði fram stuðning án þess að taka al­farið stjórn­ina.

2. „Þú skil­ur ekki hvernig þetta er fyr­ir mig“

Þessi setn­ing kem­ur oft út í reiðisk­asti og get­ur virkað eins og kinn­hest­ur fyr­ir for­eldra sem telja sig gera allt til að hjálpa. Þá ráðlegg­ur Ben­stein for­eldr­um að fara ekki í vörn held­ur að segja: „Það er rétt hjá þér, ég skil þetta ef­laust ekki full­kom­lega. Hjálpaðu mér að horfa á þetta frá þínu sjón­ar­horni.“

Unglingar eru æðislegir.
Ung­ling­ar eru æðis­leg­ir. Jan­ko Ferl­ič/​Unsplash

3. „Ég þarf bara smá næði“

Þegar ung­ling­ur­inn á heim­il­inu dreg­ur sig í hlé er það gjarn­an mistúlkað sem höfn­un. Það gæti verið leið fyr­ir ung­ling­inn að fást við til­finn­ing­ar sín­ar í ein­rúmi. Bern­stein bend­ir á að mik­il­vægt sé að for­eldr­ar virði mörk ung­lings­ins en sýni um leið skiln­ing og láti vita að þeir séu til staðar.

4. „Ég vil ekki trufla þig með mín­um vanda­mál­um“

Skila­boð um skömm eða ótti við von­brigði geta legið að baki þess­ari setn­ingu. Bern­stein seg­ir mik­il­vægt að láta ung­ling­inn vita af skil­yrðis­laus­um stuðningi og að hann trufli ekki með vanda­mál­um sín­um. Hægt er að hvetja ung­ling­inn án þess að ýta of mikið á hann.

Stund­um þarf að kafa aðeins dýpra í sam­skipt­in ef aðstoða á ung­ling­inn við dag­leg verk­efni og vanda­mál sem hann fæst við. Með því að sýna nær­gætni og gefa þau skila­boð að ung­ling­ur­inn geti leitað með ýmis vanda­mál á borð for­eldr­is­ins verður sam­bandið milli þeirra styrkt.

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda