Mayoral opnar á Íslandi

Mayoral er þekkt spænskt barnafatamerki.
Mayoral er þekkt spænskt barnafatamerki.

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Mayoral býður upp á tískufatnað, skó og fylgihluti fyrir börn á aldrinum 0-12 ára. Mayoral er ein af stærstu barnafatakeðjum heims með um 10.000 útsölustaði í yfir 100 löndum ásamt netverslun sem nær til 21 markaðs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Malaga á Spáni.

Ný verslun í Smáralind ásamt netverslun Mayoral.is opna samtímis þann 1. mars. 2025 kl. 12:00.

100 ára reynsla

Mayoral er virt spænskt barnafatamerki með næstum 100 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á fatnaði fyrir börn. Fyrirtækið var stofnað árið 1941 í Malaga á Spáni og er nú rekið af 4. ættlið sömu fjölskyldu. Áhersla er á að bjóða upp á hágæða, þægilegan tískufatnað og skó á hagkvæmu verði fyrir börn á aldrinum 0-12 ára. Einnig eru unglingastærðir upp í 16 ára. Með öflugri viðveru í yfir 100 löndum og 10 þúsund útsölustöðum hefur Mayoral fest sig í sessi sem eitt af leiðandi barnafatamerkjum í heiminum og eitt það stærsta í Evrópu. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á nýsköpun, gæði og umhverfisvæna framleiðslu sem endurspeglast í fjölbreyttu vöruúrvali.

Merkið býður upp á allt frá ungbarnafatnaði til unglingsstærða.
Merkið býður upp á allt frá ungbarnafatnaði til unglingsstærða.

Undirbúningur hafinn

„Undirbúningur fyrir opnun fyrstu verslana Mayoral á Íslandi hefur sannarlega verið okkur ánægjulegur og spennandi. Við höfum unnið með Dimmalimm til fjölda ára og tökum nú skrefið alla leið þegar við kynnum okkur fyrir íslenskum fjölskyldum að fullu. Það er skemmtilegt skref fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess að geta boðið upp á vöruúrvalið í einni helstu verslunarmiðstöð landsins og á netinu, samtímis!“, segir Juan Carlos Jimenez, yfirmaður alþjóðasviðs Mayoral.

Verslun Mayoral í Smáralind, þar sem áður var Vodafone, er um 100 m2 að stærð mun bjóða upp á nýjustu hugmyndafræði við hönnun verslana sem kynnt var fyrir um tveimur árum síðan þar sem notalegt verslunarrými er undirstrikað með náttúrulega ljósum efnivið með áherslu á sjálfbærni, fjölhæfni og tækni. Þetta nýja umhverfi stendur upp úr fyrir hlýju, ferskleika andrúmsloftsins og bjartri lýsingu. Uppbygging rýmisins byggist á forsendum vistvænnar hönnunar og hringrásarhagkerfisins og inniheldur þætti og húsgögn m.a. úr endurunnum efnum.

Mayoral hefur verið Íslendingum að góðu kunn en verslunin Dimmalimm hefur selt hluta vöruúrvals Mayoral í versluninni á Laugaveginum til fjölda ára og mun selja hluta vörulínu Mayoral áfram. Í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem hafa rekið Lindex vörumerkið hér á landi í yfir áratug á farsælan hátt ásamt Gina Tricot, opnast nú tækifæri til að gera vörum Mayoral mun betri skil.

Tvær verslanir opna samtímis, önnur í Smáralind og hin á …
Tvær verslanir opna samtímis, önnur í Smáralind og hin á vefnum.

Ungbarnafatnaður til unglingsstærða

Vöruúrval Mayoral samanstendur af ungbarnalínu á 0-18 mánaða börn ásamt gjöfum og aukahlutum þar sem leitast er við að ná jafnvægi á milli nýjustu tískustrauma og þæginda, mýktar og gæða sem eru nauðsynleg fyrir barn á fyrstu mánuðum þess. Barnalína Mayoral samanstendur af fatnaði og aukahlutum fyrir 6 til 36 mánaða gömul börn og einkennist af fjölbreytilegum og þægilegum fatnaði án þess að missa sjónar á nýjustu tískustraumum og litum. Í krakkalínunni fyrir börn á aldrinum 2 til 9 ára er viðkvæðið „Verum vinir“ í aðalhlutverki þar sem lífskraftur og ferskleiki bernskunnar eru í brennidepli.

„Við höfum fylgst með vörumerki Mayoral til margra ára og þegar tækifæri bauðst til að koma með alvöru Mayoral-verslun hingað til Íslands ásamt netverslun urðum við strax spennt. Við erum full tilhlökkunar og erum sannfærð um að Mayoral verði vel tekið af fjölskyldum landsins“, segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Mayoral á Íslandi, í fréttatilkynningu.

Margir Íslendingar ættu að þekkja Mayoral.
Margir Íslendingar ættu að þekkja Mayoral.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda