Jóndís og Hallgrímur eignuðust stúlku

Stúlkan er annað barn Jóndísar og Hallgríms.
Stúlkan er annað barn Jóndísar og Hallgríms. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan og ljósmyndarinn Jóndís Inga Hinriksdóttir og knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Már Bergmann eignuðust sitt annað barn á dögunum. Jóndís fæddi stúlku en fyrir eiga þau einn tveggja ára dreng.

„Litla systir, eða „dúkka“ eins og Theodór stóri bróðir kallar hana, mætti á ógnarhraða til okkar í nótt, 08.02.25. Hún fæddist klukkan 02:01 sem er sama tala og fæðingardagur Theodórs, 02.01. Full tilhlökkunar og þakklætis göngum við inn í nýjan kafla í þessu lífi og ætlum fyrst og fremst að njóta þess að fá að rölta það saman. Ekkert er sjálfgefið og að elska er öllu æðra,“ skrifar Jóndís á Instagram.

Fjölskylduvefurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda