Leikkonan Urður Bergsdóttir, dóttir Bergs Þórs Ingólfssonar og Evu Völu Guðjónsdóttur, og unnusti hennar, Hilmir Smári Finsen, eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Barnið, sem er stúlka, kom í heiminn þann 17. febrúar síðastliðinn, á afmælisdegi ömmu sinnar.
Parið greindi frá komu barnsins á Facebook í gærdag.
„Litla baun Urðardóttir Finsen kom óvænt og á ofsahraða í heiminn klukkan 14:56 þann 17.02.25, þremur vikum fyrir settan dag.
Öllum heilsast vel og við foreldrarnir erum yfir okkur ástfangin,” skrifuðu Urður og Hilmir Smári í sameiginlegri færslu.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju með frumburðinn.