Ása Steinars á von á sínu öðru barni

Hjónin eru full tilhlökkunar.
Hjónin eru full tilhlökkunar. Ljósmynd/Ása Steinars

Ása Stein­ars, ferðaljós­mynd­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna, og eig­inmaður henn­ar, Leo Als­ved, eiga von á sínu öðru barni.

Fyr­ir eiga þau son­inn Atlas sem fædd­ist í árs­byrj­un 2022.

Hjón­in greindu frá gleðitíðind­un­um á Face­book rétt í þessu.

„Hólí mólí!

Við erum að verða fjög­urra manna fjöl­skylda. Við get­um ekki beðið eft­ir að hitta litla miðnæt­ur­sól­ar­barnið í sum­ar.

Þetta hef­ur verið ansi villt ferðalag hingað til og erum við spennt að halda áfram og að sjá Atlas verða stóra bróður,” skrifuðu hjón­in við fal­legt mynd­skeið, að sjálf­sögðu tekið upp í fag­urri nátt­úru Íslands. 

Smart­land ósk­ar fjöl­skyld­unni hjart­an­lega til ham­ingju! 

 

Leo Alsved og Ása Steinars eiga von á sínu öðru …
Leo Als­ved og Ása Stein­ars eiga von á sínu öðru barni. Skjá­skot/​Face­book
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda