Ása Steinars, ferðaljósmyndari og samfélagsmiðlastjarna, og eiginmaður hennar, Leo Alsved, eiga von á sínu öðru barni.
Fyrir eiga þau soninn Atlas sem fæddist í ársbyrjun 2022.
Hjónin greindu frá gleðitíðindunum á Facebook rétt í þessu.
„Hólí mólí!
Við erum að verða fjögurra manna fjölskylda. Við getum ekki beðið eftir að hitta litla miðnætursólarbarnið í sumar.
Þetta hefur verið ansi villt ferðalag hingað til og erum við spennt að halda áfram og að sjá Atlas verða stóra bróður,” skrifuðu hjónin við fallegt myndskeið, að sjálfsögðu tekið upp í fagurri náttúru Íslands.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!