Fasteignasalinn Gunnar Patrik Sigurðsson og hlaðvarpsstjarnan Birta Líf Ólafsdóttir eignuðust sitt annað barn saman í gær, sunnudag.
Fyrir eiga þau dótturina Emblu Líf Gunnarsdóttur sem kom í heiminn í apríl 2021.
Parið tilkynnti um fæðinguna á samfélagsmiðlasíðunni Instagram í dag.
„09.03.25 - litla hjartað okkar er komið,“ skrifaði parið við fallega mynd af nýja fjölskyldumeðlimnum.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!