Fanney og Teitur eiga von á þriðja barninu

Það er bjart fram undan hjá Fanneyju og Teiti!
Það er bjart fram undan hjá Fanneyju og Teiti! Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi BI­OEF­FECT og áhrifa­vald­ur, og eig­inmaður henn­ar Teit­ur Páll Reyn­is­son, viðskipta­fræðing­ur í fjár­mála­deild Lands­bank­ans, eiga von á þriðja barn­inu á ár­inu. Fyr­ir eiga þau sjö ára dótt­ur og fjög­urra ára son. Hjón­in deildu gleðifrétt­un­um á In­sta­gram.

„Þriðji gull­mol­inn okk­ar á leiðinni,“ skrif­ar hún und­ir færsl­una og sýn­ir mynd­skeið þar sem for­eldr­arn­ir til­kynna börn­un­um tveim­ur að það þriðja sé á leiðinni. 

Allt í gangi!

Fann­ey og Teit­ur giftu sig á síðasta ári. Það er einnig stutt síðan Fann­ey til­kynnti á In­sta­gram að hjón­in hefðu fest kaup á eign svo það er ým­is­legt á döf­inni hjá fjöl­skyld­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda