Nýtt íslenskt barnafatamerki á Laugaveginum

Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir við opnunina.
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir við opnunina.

Um helg­ina mættu Emil & Lína á nýj­an leik á Lauga­veg 53b til að gefa börn­um á öll­um aldri tæki­færi til að upp­lifa ís­lensku sveit­ina um leið og ný fatalína var kynnt.

Lín­an sæk­ir inn­blást­ur úr sagna­hefð Íslend­inga um vík­inga sem lögðu út á heims­ins höf, hrafna sem tóku sér fót­festu hér á landi þrátt fyr­ir áskor­an­ir ís­lensks veðurfars og tröll sem búa í steina­mynd­um allt í kring­um landið. Flík­urn­ar eru inn­blásn­ar af ís­lensku lopa­peysu­mynstri sem kall­ast á við sög­ur og æv­in­týri sem end­ur­spegl­ast í skemmti­legu prenti. 

Albert, Vésteinn Hafsteinsson, Oddur Sig og Lóa.
Al­bert, Vé­steinn Haf­steins­son, Odd­ur Sig og Lóa.
Lóa og Kristján Þór.
Lóa og Kristján Þór.

End­ur­vöktu barnafata­merki frá 2009

Emil & Lína komu fram í fyrsta sinn árið 2009 í formi Face­book-síðu sem stofnuð var af Lóu D. Kristjáns­dótt­ur sem seldi þar barnafatnað úr ólík­um átt­um. Þau ganga nú í end­ur­nýj­un lífdaga og hafa sína eig­in sögu að segja, sög­una af vík­ing­um, dýr­um og nátt­úrumynd­um sem lifðu í sagna­hefð baðstof­unn­ar langt aft­ur í ald­ir.

„Sveita­stelpu­hjartað glóði af gleði þegar nostal­g­íu­draum­ur­inn varð að veru­leika. Vörumerki sem við stofnuðum fyr­ir 15 árum, Emil&Lina, er end­ur­vakið og nú með breyttu sniði. Íslenska sveitaróm­an­tík­in, æv­in­týr­in og þjóðsög­urn­ar sem fá okk­ur öll til að kom­ast í snert­ingu við barnið í okk­ur sjálf­um. Við get­um ekki beðið eft­ir að sýna ykk­ur meira,“ seg­ir Lóa Dag­björt Kristjáns­dótt­ir, stofn­andi og helsti prakk­ara­smiður hjá Emil&Línu í frétta­til­kynn­ingu.

Í lín­unni má finna ullarpeys­ur sem stinga ekki, tröll, hrafna og vík­inga. Versl­un­in sem áður hafði hýst versl­un­ina Dimm­alimm um ára­tuga­bil hýs­ir nú Emil&Línu.

Ullarpeys­urn­ar eru meðal ann­ars fram­leidd­ar úr ull frá Ístex/Á​lafossi sem stinga ekki og leyfa því minnstu börn­un­um að njóta þess að bera merki ís­lenskra prjóna­hefða. Hver flík tákn­ar sögu Íslands, hefðir, nátt­úru og æv­in­týri.

Net­versl­un er í bíg­erð og opn­ar á næstu vik­um. Einnig mun versl­un á Sel­fossi opna í vor.

Albert og Helga Margrét Agnarsdóttir.
Al­bert og Helga Mar­grét Agn­ars­dótt­ir.
Barnafatnaður undir íslenskum áhrifum.
Barnafatnaður und­ir ís­lensk­um áhrif­um.
Heimferðasett í sérflokki.
Heim­ferðasett í sér­flokki.
Glatt á hjalla við opnun.
Glatt á hjalla við opn­un.
Emil & Lína er mætt á Laugaveg 53b.
Emil & Lína er mætt á Lauga­veg 53b.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda