Nýtt íslenskt barnafatamerki á Laugaveginum

Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir við opnunina.
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir við opnunina.

Um helgina mættu Emil & Lína á nýjan leik á Laugaveg 53b til að gefa börnum á öllum aldri tækifæri til að upplifa íslensku sveitina um leið og ný fatalína var kynnt.

Línan sækir innblástur úr sagnahefð Íslendinga um víkinga sem lögðu út á heimsins höf, hrafna sem tóku sér fótfestu hér á landi þrátt fyrir áskoranir íslensks veðurfars og tröll sem búa í steinamyndum allt í kringum landið. Flíkurnar eru innblásnar af íslensku lopapeysumynstri sem kallast á við sögur og ævintýri sem endurspeglast í skemmtilegu prenti. 

Albert, Vésteinn Hafsteinsson, Oddur Sig og Lóa.
Albert, Vésteinn Hafsteinsson, Oddur Sig og Lóa.
Lóa og Kristján Þór.
Lóa og Kristján Þór.

Endurvöktu barnafatamerki frá 2009

Emil & Lína komu fram í fyrsta sinn árið 2009 í formi Facebook-síðu sem stofnuð var af Lóu D. Kristjánsdóttur sem seldi þar barnafatnað úr ólíkum áttum. Þau ganga nú í endurnýjun lífdaga og hafa sína eigin sögu að segja, söguna af víkingum, dýrum og náttúrumyndum sem lifðu í sagnahefð baðstofunnar langt aftur í aldir.

„Sveitastelpuhjartað glóði af gleði þegar nostalgíudraumurinn varð að veruleika. Vörumerki sem við stofnuðum fyrir 15 árum, Emil&Lina, er endurvakið og nú með breyttu sniði. Íslenska sveitarómantíkin, ævintýrin og þjóðsögurnar sem fá okkur öll til að komast í snertingu við barnið í okkur sjálfum. Við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur meira,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, stofnandi og helsti prakkarasmiður hjá Emil&Línu í fréttatilkynningu.

Í línunni má finna ullarpeysur sem stinga ekki, tröll, hrafna og víkinga. Verslunin sem áður hafði hýst verslunina Dimmalimm um áratugabil hýsir nú Emil&Línu.

Ullarpeysurnar eru meðal annars framleiddar úr ull frá Ístex/Álafossi sem stinga ekki og leyfa því minnstu börnunum að njóta þess að bera merki íslenskra prjónahefða. Hver flík táknar sögu Íslands, hefðir, náttúru og ævintýri.

Netverslun er í bígerð og opnar á næstu vikum. Einnig mun verslun á Selfossi opna í vor.

Albert og Helga Margrét Agnarsdóttir.
Albert og Helga Margrét Agnarsdóttir.
Barnafatnaður undir íslenskum áhrifum.
Barnafatnaður undir íslenskum áhrifum.
Heimferðasett í sérflokki.
Heimferðasett í sérflokki.
Glatt á hjalla við opnun.
Glatt á hjalla við opnun.
Emil & Lína er mætt á Laugaveg 53b.
Emil & Lína er mætt á Laugaveg 53b.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda