900 þúsund króna barnavagn frá Lamborghini

Barnavagninn er auðvitað hinn glæsilegasti.
Barnavagninn er auðvitað hinn glæsilegasti.

Ítalski bíla­fram­leiðand­inn Lam­borg­hini og enski barna­vagna­fram­leiðand­inn Sil­ver Cross hafa fram­leitt einn dýr­asta barna­vagn dags­ins í dag. Vagn­inn kem­ur í tak­mörkuðu upp­lagi en aðeins fimm hundruð ein­tök verða fram­leidd. Hann mun kosta í kring­um 900 þúsund krón­ur.

Vagn­inn, sem heit­ir Reef Al Arancio, er fram­leidd­ur úr hágæðaefn­um eins og rúskinni og ít­ölsku leðri. Hann er svart­ur að lit með app­el­sínu­gul­um smá­atriðum sem gera vagn­inn ein­stak­an. Vagn­in­um fylgja alls kon­ar auka­hlut­ir sem sjá ný­bökuðum for­eldr­um fyr­ir öllu því helsta.

Það ætti að vera þægi­legt að keyra lúxuskerr­una, enda er það einn helsti bíla­fram­leiðandi heims sem kem­ur að hönn­un­inni. Einnig er mikið lagt í út­litið eins og við var að bú­ast. Barna­vagn­ar frá Sil­ver Cross hafa verið gríðarlega vin­sæl­ir alla tíð, en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1877. Sil­ver Cross-vagn­ar fást hér á landi en það er þó ólík­legt að Reef Al Arancio komi hingað til lands. Áhuga­sam­ir geta hins veg­ar skráð sig á lista á heimasíðu Sil­ver Cross.

Ítalskt leður og rúskinn prýðir barnavagninn, sem er svartur með …
Ítalskt leður og rúskinn prýðir barna­vagn­inn, sem er svart­ur með app­el­sínu­gul­um smá­atriðum.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda