„Ég fer með bænirnar á hverjum einasta degi“

Þorgerður fermist 6. apríl en ætlar að halda veislu þann …
Þorgerður fermist 6. apríl en ætlar að halda veislu þann 21. svo að veislan stangist ekki á við aðra veislu í fjölskyldunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hin 14 ára Þor­gerður Freyja Helga­dótt­ir seg­ir það aldrei hafa vaf­ist fyr­ir sér að ferm­ast í kirkju. Henni finnst mik­il­vægt að staðfesta trúna og iðkar hana m.a. með því að fara með bæn­irn­ar á hverju kvöldi. Und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir ferm­ing­ar­dag­inn og veisl­una hef­ur gengið vel og er til­hlökk­un­in mik­il en verk­efn­in eru næg fram und­an þar sem ömm­ur Þor­gerðar, frænk­ur og móðir ætla að sjá um veit­ing­ar fyr­ir um hundrað gesti.

Það er smá stund milli stríða hjá Þor­gerði Freyju Helga­dótt­ur þegar und­ir­rituð nær í hana, skól­inn bú­inn þenn­an dag­inn og smá pása þar til hún fer á sundæf­ingu en hún æfir sund með Breiðabliki sjö daga vik­unn­ar.

„Mér finnst mjög gam­an að synda. Ég var í fim­leik­um þegar ég var lít­il en mér finnst sundið miklu skemmti­legra, þar er meiri fé­lags­skap­ur og svona.“

Þor­gerður er 14 ára nem­andi í Kárs­nesskóla í Kópa­vogi og auk þess að æfa sund lær­ir hún á pí­anó í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs.

Nú stytt­ist óðum í ferm­ing­ar­dag­inn henn­ar sem er 6. apríl, þótt veisl­an verði síðar í mánuðinum, eða þann 21.

„Frændi minn er akkúrat að ferm­ast líka 6. apríl og verður með veisl­una þá, svo að við ákváðum að færa veisl­una mína til 21. apríl til að þær myndu ekki stang­ast á.“

Und­ir­bún­ing­ur­inn góður

Spurð hvernig skipu­lagið sé á dög­un­um tveim­ur svar­ar Þor­gerður að ferm­ing­ar­mynda­tak­an fari fram á ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an svo að 21. apríl þurfi ekk­ert annað en að hafa gam­an með gest­um sem mæti til veisl­unn­ar, sem verður hald­in í Fóst­bræðraheim­il­inu.

Ferm­ing­ar­föt­in eru til­bú­in inni í skáp en Þor­gerður valdi sér hvít­an kjól skreytt­an blúnd­um og op­inn í bakið og striga­skó í stíl.

„Svo ætla ég að fá syst­ur mína til að mála mig því ég vil ekki vera með of mik­inn farða.“

Hug­mynd­ir að ferm­ing­ar­greiðslu fékk Þor­gerður á sam­fé­lags­miðlum og frá vin­kon­um sín­um en hún er hepp­in að vin­kona eldri syst­ur henn­ar er hár­greiðslu­kona og ætl­ar að sjá um hár­greiðsluna fyr­ir báða dag­ana. Þor­gerður hef­ur nú þegar nokkra mynd af hár­greiðslunni í hug­an­um og lýs­ir henni sem tveim­ur föst­um flétt­um í efri helm­ingi hárs­ins sem tekn­ar verði sam­an að aft­an og úr því gerð ein stór flétta. Rest­in af hár­inu fær að leika laus niður í krull­um.

„Mér finnst und­ir­bún­ing­ur­inn hafa verið mjög góður.“

Í veisl­unni verður rósagyllt og hvítt litaþema. Spurð um fjölda seg­ir Þor­gerður að þau bú­ist við allt að hundrað manns í veisl­una. Ömmur Þor­gerðar, frænk­ur og móðir henn­ar sjá um veit­ing­arn­ar, með kjúk­lingasúpu að hætti móður henn­ar og fleiri veit­ing­um, kransa- og ferm­ing­ar­köku, sem þær sjá sjálf­ar um að baka. Það er því nóg fram und­an hjá kven­pen­ingn­um í fjöl­skyld­unni.

Ferm­ing­ar­fræðslan og trú­in

Þor­gerður læt­ur ekki ein­ung­is vel af und­ir­bún­ingi veisl­unn­ar og fata­vali held­ur seg­ir hún ferm­ing­ar­fræðsluna einnig hafa verið einkar skemmti­lega.

„Ferm­ing­ar­fræðslan byrjaði í end­ann á sumr­inu í fyrra, áður en skól­inn byrjaði, og svo höf­um við verið að mæta í nokk­ur skipti í vet­ur.“

Hvernig finnst þér ferm­ing­ar­fræðslan?

„Mér finnst ferm­ing­ar­fræðslan mjög skemmti­leg og ég hef fengið að fræðast hell­ing um Jesú og Guð og svo­leiðis. Mér fannst ótrú­lega gam­an og fræðandi að fara í ferm­ing­ar­ferð í Skál­holt.“ Þar fengu Þor­gerður og skóla­systkini henn­ar að skoða þenn­an sögu­fræga stað Íslend­inga þar sem Skál­holts­dóm­kirkj­an stend­ur tign­ar­leg. Þar sem einnig gef­ur að líta leg­steina ým­issa bisk­upa, forn­leif­a­svæði og versl­un sem er eft­ir­mynd skál­ans á Keld­um.

„Svo fór­um við í leiki og svona.“

Þor­gerður seg­ir það aldri hafa verið vafa­mál að ferm­ast í krist­inni trú.

„Eldri syst­ur mín­ar fermd­ust í kirkju og mig hef­ur alltaf langað til að ferm­ast í kirkju. Ég fer með bæn­irn­ar á hverj­um ein­asta degi.“ Þor­gerður bæt­ir því við að sér finn­ist það gegn­um­gang­andi að börn í henn­ar ár­gangi fermist í kirkju. Þó eru alltaf ein­hver börn sem kjósa t.d. borg­ara­lega ferm­ingu eða hafa þegar verið fermd af menn­ing­ar­leg­um ástæðum.

Hún er með ritn­ing­ar­versið á hreinu, enda ansi fal­legt: „Drott­inn er vörður þinn, Drott­inn skýl­ir þér, hann er þér til hægri hand­ar.“ (Sálm. 121.5)

Hver er drauma­ferm­ing­ar­gjöf­in?

„Háls­men eða eitt­hvað svo­leiðis, eða ferð til út­landa.“

Hvað er mik­il­væg­ast fyr­ir þig á ferm­ing­ar­dag­inn?

„Bara að hafa gam­an og það að ég sé að staðfesta trúna.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda