Skemmtilegast að pæla í fermingarfötunum

Gestirnir í veislunni verða í kringum hundrað og Maddý býður …
Gestirnir í veislunni verða í kringum hundrað og Maddý býður bæði fjölskyldu og vinum úr fimleikunum og skólanum. Hún segir að það verði einhver skemmtiatriði og eins og er þá séu þau að pæla í að vera með Kahoot-spurningakeppni sem snúi að henni. „Í veislunni hjá systur minni var dansatriði en ég ætla ekki að vera með svoleiðis,“ segir hún. mbl.is/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Magda­lena Andra­dótt­ir er 13 ára dug­leg og lif­andi stelpa en hún seg­ist oft­ast vera kölluð Maddý af vin­um og fjöl­skyldu. Hún býr í Laug­ar­nes­inu með for­eldr­um sín­um og tveim­ur systr­um en hún er miðju­barn, auk þess er á heim­il­inu hund­ur­inn Mía. Maddý er í 8. bekk
í Lauga­lækj­ar­skóla og mun ferm­ast í Laug­ar­nes­kirkju 1. júní næst­kom­andi. Hún hef­ur lagt stund á fim­leika frá þriggja ára aldri og æfir nú í þrjár og hálfa klukku­stund fimm sinn­um í viku, auk þess var hún lengi vel í sam­kvæm­is­döns­um sem hún seg­ist ný­lega hafa lagt á hill­una. „Ég æfði þess­ar tvær íþrótt­ir sam­an í u.þ.b. 10 ár og svo kom að því að þetta bara gekk ekki upp sam­an.“

Maddý hef­ur alltaf æft fim­leika með Ármanni. „Ég er að æfa áhaldafim­leika sem eru meira ein­stak­lings­fim­leik­ar. Ég hef tekið þátt í mörg­um mót­um og var ein­mitt að keppa bara um síðustu helgi.“ Maddý hef­ur unnið til fjölda verðlauna og seg­ist hafa verið nokkr­um sinn­um í öll­um sæt­um, fyrsta, öðru og þriðja. Stund­um kepp­ir hún í öll­um grein­um en líka á einu og einu áhaldi. „Mér finnst gólfið og tví­slá­in skemmti­leg­ustu grein­arn­ar,“ bæt­ir hún við og seg­ir að auk íþrótt­anna finn­ist sér skemmti­legt að vera með vin­um og þá helst vin­un­um í fim­leik­un­um.

Lærði Faðir­vorið í ferm­ing­ar­fræðslunni

Hvers vegna ákvað Maddý að ferm­ast? „Bara af því að vin­kon­ur mín­ar voru að ferm­ast og eldri syst­ir mín fermd­ist líka og mig langaði bara til þess.“ Hún er ekki lengi að svara þegar hún er spurð hvort hún hafi velt því fyr­ir sér til­gang­in­um með ferm­ing­unni. „Mig lang­ar bara að sýna hvað ég trúi á. Ég er búin að vera að fara í ferm­ing­ar­fræðslu og þar för­um við fyrst í ein­hverja leiki og svo er bara mis­mun­andi hvað við erum að fræðast um í hverj­um tíma.“ Hún bros­ir og bæt­ir vand­ræðal­ega við að hún þurfi oft að fara fyrr úr fræðslunni til að mæta á fim­leikaæf­ing­ar og missi því svo­lítið af því sem fer fram. „En ég þurfti að læra Faðir­vorið í ferm­ing­ar­fræðslunni, ég kunni það ekki en kann eitt­hvað smá núna. Ég þarf líka að velja mér eitt­hvert svona vers.“

Maddý æfir fimleika af kappi.
Maddý æfir fim­leika af kappi. mbl.is/​Aðsend

Amma sá um ferm­ing­ar­skóna

Helsti ferm­ing­ar­und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur snúið að því að finna þema fyr­ir veisl­una sem hald­in verður í Lauga­lækj­ar­skóla.

„Við mamma erum aðallega bún­ar að vera að skoða hvernig við ætl­um að skreyta og hvaða þema og lit­ir verða í veisl­unni. Við erum líka bún­ar að fara vel yfir hverj­um á að bjóða og svo­leiðis. Mér hef­ur þótt einna skemmti­leg­ast að pæla í hverju ég ætla að vera á ferm­ing­ar­dag­inn.“ Hún seg­ist mikið vera búin að skoða ferm­ing­ar­kjóla en hún sé ekki búin að kaupa hann enn. „Ég er búin að finna skóna og svo er ég búin að skoða kjóla við þá til dæm­is í Yeom­an. Striga­skórn­ir eru hvít­ir með smá svona bleiku á hæln­um frá Al­ex­and­er McQu­een, sem amma mín gef­ur mér.“

Vill hafa litla og nátt­úru­lega förðun

Maddý seg­ist ætla að vera með krull­ur í hár­inu á ferm­ing­ar­dag­inn. „Ég ætla ekki í æf­inga­greiðslu því þetta er hár­greiðslumaður­inn minn hann Stebbi sem þekk­ir mig mjög vel og hann ger­ir alltaf bara ná­kvæm­lega það sem maður vill. Ég er að fara í klipp­ingu til hans fljót­lega og þá ræðum við þetta. Mig lang­ar að hafa svona liði sem gerðir eru með stór­um bursta og blás­ara.“ Hún seg­ist svo og ætla að fara í negl­ur fyr­ir stóra dag­inn. „Ég ætla líka að mála mig sjálf og það verður bara svona nátt­úru­legt, mér finnst ekki fal­legt að vera mikið máluð.“ Hún seg­ist ekki ætla að fara í hefðbundna ferm­ing­ar­mynda­töku í stúd­íói held­ur fari hún í fim­leika­mynda­töku í fim­leika­sal og svo fjöl­skyldu­mynda­töku fyr­ir utan skól­ann þar sem veisl­an er hald­in.

Ætlar að vera með ham­borg­ara frá Búll­unni í veisl­unni

Hún seg­ir að mamma og pabbi hafi hjálpað sér mikið í und­ir­bún­ingn­um og ákvörðun­un­um varðandi ýmis praktísk atriði en allt ferlið hafi verið mjög af­slappað og hjá þeim sé ekk­ert ferm­ing­ar­stress eða verið að gera of mikið eða flókið. „Veit­ing­arn­ar ákváðum við sam­an en það verða ham­borg­ar­ar frá Ham­borg­ara­búll­unni, við fáum bara svona Búllu­bíl sem kem­ur og sér um þetta en syst­ir mín var með þannig líka,“ seg­ir Maddý og fliss­ar. „Við verðum líka með ein­hverj­ar kök­ur, kran­sa­köku og súkkulaðiköku sem við kaup­um lík­lega til­bún­ar.“ Hún bæt­ir við að ákvörðunin um að hafa ferm­ing­una 1. júní hafi verið vegna þess að þá séu meiri lík­ur á góðu veðri.

Gest­irn­ir í veisl­unni verða í kring­um hundrað og Maddý býður bæði fjöl­skyldu og vin­um úr fim­leik­un­um og skól­an­um. Hún seg­ir að það verði ein­hver skemmti­atriði og eins og er þá séu þau að pæla í að vera með Kahoot-spurn­inga­keppni sem snúi að henni. „Í veisl­unni hjá syst­ur minni var dans­atriði en ég ætla ekki að vera með svo­leiðis.“

Maddý er spennt fyrir fermingunni sinni.
Maddý er spennt fyr­ir ferm­ing­unni sinni. mbl.is/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Þemað hvítt, gull og „rose gold“

Hún seg­ist vera búin að skoða ým­is­legt þegar kem­ur að ferm­ing­ar­skreyt­ing­um og þema. „Mig langaði að hafa hvítt og gull en líka „rose gold“ út af því að syst­ir mín var með þann lit í sinni ferm­ingu og mér fannst það svo flott. Við eig­um eitt­hvert skraut til í þess­um lit­um og svo ætl­um við að kaupa hvít­an pappa­dúk á rúllu og svo fáum við ör­ugg­lega blóm frá versl­un­inni Blóm og fiðrildi. Veit­inga­borðið verður skreytt með blóm­um og gullperl­um hugsa ég. Ég er í raun búin að ákveða flest og nú á bara eft­ir að kaupa það sem upp á vant­ar.“

Ferð til New York gjöf­in frá mömmu og pabba

Hvað skyldi vera efst á óskalist­an­um þegar kem­ur að ferm­ing­ar­gjöf­un­um. „Sko mig lang­ar al­veg bara í pen­ing og kannski ein­hverja skart­gripi. Síðan langaði mig mikið í ein­hverja út­landa­ferð frá mömmu og pabba,“ seg­ir hún og bros­ir. „Ég er búin að fá að vita hvað ég fæ frá þeim en það er ferð til New York, ég fer með mömmu og pabba í fjögra daga ferð í lok maí rétt fyr­ir ferm­ing­una mína.“ Maddý seg­ist aldrei hafa komið til New York og hún hlakki mikið til ferðar­inn­ar.

Þegar hún er að lok­um spurð hvað sé mesta til­hlökk­un­ar­efnið á ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an seg­ir Maddý, án þess að hika, að það sé ör­ugg­lega bara að hitta alla gest­ina og spila Kahoot.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda