Dætur Elínar Maríu komu móður sinni á óvart

Dagurinn byrjaði vel!
Dagurinn byrjaði vel! Samsett mynd

Dæt­ur El­ín­ar Maríu Björns­dótt­ur komu móður sinni skemmti­lega á óvart í til­efni af 48 ára af­mæli henn­ar.

Sig­ríður Ósk, Tinna Mar­grét, Minea Ingrid og Mat­hilda María tóku dag­inn snemma og út­bjuggu góm­sæt­an af­mæl­is­morg­un­verð sem beið móður þeirra á borðstofu­borðinu, ásamt af­mæl­is­gjöf­um og páska­eggi. Syst­urn­ar sungu einnig af­mæl­is­söng­inn fyr­ir móður sína.

Sig­ríður Ósk, bet­ur þekkt sem Sigga Ózk, deildi ein­stak­lega skemmti­legu mynd­skeiði í story á In­sta­gram-síðu sinni fyrr í dag, en í því má sjá El­ínu Maríu undr­andi á svip.

Tinna Mar­grét deildi einnig fal­legri færslu á In­sta­gram-síðu sinni og birti fal­leg­ar fjöl­skyldu­mynd­ir í til­efni dags­ins.

„Fal­lega og besta mamma á af­mæli í dag,“ skrifaði Tinna Mar­grét við færsl­una.

Elín María, sem lands­menn þekkja úr Brúðkaupsþætt­in­um , á eldri dæt­ur sín­ar tvær, þær Sig­ríði Ósk, 25 ára, og Tinnu Mar­gréti, 21 árs, með tón­list­ar­mann­in­um Hrafn­keli Pálm­ars­syni, sem gerði garðinn fræg­an í hljóm­sveit­inni Í svört­um föt­um á sín­um tíma, og yngri, Mineu Ingrid, 14 ára, og Mat­hildi Maríu, 6 ára, með viðskipta­mann­in­um Claes Haak­an Mika­el Nils­son.

Smart­land ósk­ar El­ínu Maríu hjart­an­lega til ham­ingju með af­mælið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda