Dætur Elínar Maríu Björnsdóttur komu móður sinni skemmtilega á óvart í tilefni af 48 ára afmæli hennar.
Sigríður Ósk, Tinna Margrét, Minea Ingrid og Mathilda María tóku daginn snemma og útbjuggu gómsætan afmælismorgunverð sem beið móður þeirra á borðstofuborðinu, ásamt afmælisgjöfum og páskaeggi. Systurnar sungu einnig afmælissönginn fyrir móður sína.
Sigríður Ósk, betur þekkt sem Sigga Ózk, deildi einstaklega skemmtilegu myndskeiði í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag, en í því má sjá Elínu Maríu undrandi á svip.
Tinna Margrét deildi einnig fallegri færslu á Instagram-síðu sinni og birti fallegar fjölskyldumyndir í tilefni dagsins.
„Fallega og besta mamma á afmæli í dag,“ skrifaði Tinna Margrét við færsluna.
Elín María, sem landsmenn þekkja úr Brúðkaupsþættinum Já, á eldri dætur sínar tvær, þær Sigríði Ósk, 25 ára, og Tinnu Margréti, 21 árs, með tónlistarmanninum Hrafnkeli Pálmarssyni, sem gerði garðinn frægan í hljómsveitinni Í svörtum fötum á sínum tíma, og yngri, Mineu Ingrid, 14 ára, og Mathildi Maríu, 6 ára, með viðskiptamanninum Claes Haakan Mikael Nilsson.
Smartland óskar Elínu Maríu hjartanlega til hamingju með afmælið!