Vala Kristín og Hilmir Snær á fullu í hreiðurgerð

Já, það er nóg að gera hjá parinu.
Já, það er nóg að gera hjá parinu. Samsett mynd

Leik­kon­an og hand­rits­höf­und­ur­inn Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir á von á sínu fyrsta barni með sam­býl­is­manni sín­um, leik­ar­an­um Hilmi Snæ Guðna­syni, á kom­andi vik­um

Parið er komið á fullt í að und­ir­búa komu barns­ins og hef­ur hafið hreiður­gerð.

Vala Krist­ín deildi þó nokkr­um mynd­um í story á In­sta­gram-síðu sinni fyrr í dag sem sýn­ir þau dytta að hús­inu, enda mik­il­vægt að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni til að auðvelda biðina.

Leik­arap­arið greindi frá óléttutíðind­un­um um miðjan des­em­ber.

Vala Krist­ín, sem hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn í leik­sýn­ing­unni Þetta er Laddi í Borg­ar­leik­hús­inu, lék síðustu sýn­ing­una sína, alla­vega í bili, nú á dög­un­um.

Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir mun taka við hlut­verki henn­ar, en hún stíg­ur á svið annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda