Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, leikaranum Hilmi Snæ Guðnasyni, á komandi vikum
Parið er komið á fullt í að undirbúa komu barnsins og hefur hafið hreiðurgerð.
Vala Kristín deildi þó nokkrum myndum í story á Instagram-síðu sinni fyrr í dag sem sýnir þau dytta að húsinu, enda mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni til að auðvelda biðina.
Leikaraparið greindi frá óléttutíðindunum um miðjan desember.
Vala Kristín, sem hefur heldur betur slegið í gegn í leiksýningunni Þetta er Laddi í Borgarleikhúsinu, lék síðustu sýninguna sína, allavega í bili, nú á dögunum.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir mun taka við hlutverki hennar, en hún stígur á svið annað kvöld.