„Gestir munu ganga niður rauða dregilinn“

Harpa Guðrún bíður spennt eftir fermingardeginum.
Harpa Guðrún bíður spennt eftir fermingardeginum. Ljósmynd/Aðsend

Harpa Guðrún Bald­vins­dótt­ir, 14 ára nem­andi í Vík­ur­skóla, tel­ur niður dag­ana þar til hún fermist. Hún valdi að ferm­ast borg­ara­lega hjá Siðmennt, sú eina í bekkn­um sín­um, og er á fullu, eins og önn­ur ferm­ing­ar­börn, að und­ir­búa stóra dag­inn ásamt for­eldr­um sín­um, en ferm­ing­ar­dag­ur­inn henn­ar er 13. apríl næst­kom­andi og nálg­ast óðfluga.

Af hverju vald­irðu borg­ara­lega ferm­ingu?

„Ég trúi ekki á guð en mig lang­ar að ferm­ast og upp­lifa þenn­an fal­lega dag eins og jafn­aldr­ar mín­ir.“

Þú fórst á und­ir­bún­ings­nám­skeið hjá Siðmennt, hvernig var það og hvað lærðir þú?

„Und­ir­bún­ings­nám­skeiðið var mjög lær­dóms­ríkt og skemmti­legt. Ég lærði um húm­an­isma, hvað það er að vera húm­an­isti. Við rædd­um einnig mikið um til­finn­ing­ar og lærðum lof­orðin tíu sem eru tíu gildi húm­an­ista og lof­orð um að leggja okk­ar af mörk­um til þess að byggja upp gott og fal­legt sam­fé­lag. Það skipt­ir mig mjög miklu máli.“

Hvað finnst þér það mik­il­væg­asta við að ferm­ast?

„Úff, ég er ekki al­veg viss og get ekki gefið þér full­komið svar. Það eru auðvitað marg­ir sem kjósa að ferm­ast bara fyr­ir gjaf­irn­ar en mig lang­ar bara að upp­lifa þetta, það er eig­in­lega eng­in önn­ur ástæða, nema þá kannski að gleðjast með mínu allra besta fólki.“

Þemað er Broadway

Harpa Guðrún hef­ur lagt sig fram við und­ir­bún­ing­inn og fengið góða hjálp frá móður sinni og stór­fjöl­skyldu.

„Ég og mamma byrjuðum að skipu­leggja ferm­ing­ar­veisl­una í nóv­em­ber, vor­um snemma á ferðinni, en und­ir­bún­ings­ferlið hef­ur líka allt gengið mjög vel. Við ætl­um að vera með heima­gerðar veit­ing­ar, ég ætla að baka með mömmu og ömmu og mun einnig fá frænku mína, sem er lærður bak­ari, til að hjálpa okk­ur að töfra fram eitt­hvert góm­sæti. Það verður gam­an að skapa þess­ar minn­ing­ar með þeim í eld­hús­inu.“

Ertu með þema?

„Heyrðu já, þemað er Broadway. Ég er búin að vera í leik­list í átta ár, byrjaði hjá Sönglist og er í dag að læra hjá Dýna­mík Sviðslista­skól­an­um. Ég elska að leika og syngja og vildi endi­lega tengja þetta mikla áhuga­mál mitt við ferm­ing­ar­dag­inn.
Það verður mik­il stemn­ing í saln­um, gest­ir munu ganga niður rauða dreg­il­inn eins og Hollywood-stjörn­urn­ar og það verður bara ein­blínt á gleði og gam­an.“

Ætlarðu að vera með atriði?

„Sko, í saln­um er svið og ég ætla að halda stóra ræðu og segja frá sjálfri mér og veg­ferð minni í líf­inu. Við ætl­um einnig vera með Kahoot-spurn­inga­leik þar sem gest­ir kepp­ast við að svara spurn­ing­um um mig, það verður gam­an að sjá hversu vel gest­irn­ir þekkja mig.“

Hvaða vænt­ing­ar hef­urðu til dags­ins?

„Ég vil bara eiga eft­ir­minni­leg­an dag með mín­um nán­ustu, bara fjör.“

Harpa Guðrún ásamt foreldrum sínum, Baldvini Má Baldvinssyni og Fríðu …
Harpa Guðrún ásamt for­eldr­um sín­um, Bald­vini Má Bald­vins­syni og Fríðu Krist­björgu Stein­ars­dótt­ur, og yngri bróður, Jó­hanni Kára Bald­vins­syni.

Lang­ar að vera í hæla­skóm

Harpa Guðrún valdi sér fal­leg­an lit­rík­an kjól sem lýs­ir karakt­er henn­ar vel, enda glaðlynd og björt ung stúlka.

Get­urðu sagt mér aðeins frá kjóln­um?

„Ég er búin að finna kjól­inn en á að vísu eft­ir að fara í búðina með mömmu og kaupa hann. Ég valdi mér lit­rík­an kjól sem fæst í Flash í Skeif­unni. Kjóll­inn er þægi­leg­ur, ein­fald­ur og fal­leg­ur.“

Er kjóll­inn inn­blás­inn af Broadway-sýn­ingu?

„Nei, ég get nú ekki sagt það.“

Ertu búin að ákveða ferm­ing­ar­hár­greiðslu?

„Frænka mín er hár­greiðslu­kona og hún ætl­ar að hjálpa mér með hárið á ferm­ing­ar­dag­inn. Ég ætla að fá krull­ur í end­ana og blóm.“

Ætlarðu að klæðast hæla­skóm eða striga­skóm?

„Sko, mig lang­ar ótrú­lega mikið að klæðast flott­um hæla­skóm en ég hugsa að for­eldr­ar mín­ir vilji að ég verði bara í striga­skóm.“

„Ég vil fá upp­lif­un­ar­gjaf­ir“

Harpa Guðrún elsk­ar að ferðast og von­ast til þess að fá ut­an­lands­ferðir í ferm­ing­ar­gjöf.

„Ég fékk snemm­búna ferm­ing­ar­gjöf, ég og mamma fór­um í mæðgna­ferð til Ed­in­borg­ar sem var rosa­lega skemmti­leg. Það væri al­gjör draum­ur að fá aðra ferð út.“

Hvað er á óskalist­an­um?

„Ég vil fá upp­lif­un­ar­gjaf­ir. Mig lang­ar að fá skauta­ferð, ut­an­lands­ferðir, spjald­tölvu og pen­inga. Ég vil fá gjaf­ir sem skapa minn­ing­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda