Dóttir Örnu Petru Sverrisdóttur áhrifavalds og kærasta hennar, Tómasar Inga Gunnarssonar, er komin í heiminn.
Parið greinir frá þessum gleðitíðindum í sameiginlegri færslu á Instagram. „Fæðingin gekk svo vel og við erum alveg í skýjunum yfir þessari litlu dúllu viðbót í fjölskylduna okkar,“ segir í færslunni.
Fyrir á parið aðra dóttur.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!