Heilt ár af fermingarundirbúningi

Hér er Dagný stórglæsileg í fermingarkjólnum sem hún valdi sér.
Hér er Dagný stórglæsileg í fermingarkjólnum sem hún valdi sér. Ljósmynd/Aðsend

Dagný Jó­hanns­dótt­ir fermist 17. apríl. Hún hef­ur sterk­ar skoðanir á öllu sem viðkem­ur
ferm­ing­unni og er búin að velja kjól, litaþema og ákveða hár­greiðslu. Það eina sem ligg­ur ekki ljóst fyr­ir er hvert hún fer í ferm­ing­ar­ferð með bróður sín­um sem fermist á næsta ári.

Eitt af ferm­ing­ar­börn­um árs­ins er Dagný Jó­hanns­dótt­ir, nem­andi í Lang­holts­skóla. Hún ætl­ar að ferm­ast þann 17. apríl næst­kom­andi, á skír­dag. Dagný á einn bróður sem heit­ir Gunn­ar Vilji og er hann einu ári yngri en syst­ir hans og fermist því á næsta ári. Móðir þeirra, kenn­ar­inn Inga Rut Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir dótt­ur sína svo sann­ar­lega vera með putt­ann á púls­in­um þegar kem­ur að því að und­ir­búa fal­lega veislu og skapa skemmti­legt and­rúms­loft, en það fer ekki á milli mála að Dagný er afar klár og veit hvað hún vill.

„Dagný er nem­andi í 8. bekk og æfir bras­il­ískt jiu-jiutsu í Mjölni. Dagný og Gunn­ar Vilji hafa æft þar sam­an í nokk­ur ár. Hún hef­ur mik­inn áhuga á tísku en hún legg­ur einnig mikið upp úr því að standa sig vel í námi. Hún er strax far­in að huga að því hvernig hún kemst inn í Mennta­skól­ann í Reykja­vík þar sem hana lang­ar þangað og í fram­haldi af því að fara í lækn­is­fræði. Henni finnst jafn­framt gam­an að ferðast, hvort sem það er inn­an­lands eða til út­landa en líkt og við ferm­ing­ar­und­ir­bún­ing­inn er það skipu­lagn­ing­in sem heill­ar mest,“ seg­ir Inga Rut.

Hér eru Dagný og Gunnar Vilji ásamt foreldrum sínum, Ingu …
Hér eru Dagný og Gunn­ar Vilji ásamt for­eldr­um sín­um, Ingu Rut og Jó­hanni, stödd á Ítal­íu í fjöl­skyldu­fríi síðastliðið sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Systkin­in fá sam­eig­in­lega ferm­ing­ar­gjöf

Dagný var strax staðráðin í því að halda stóra veislu og verður hún því hald­in í sal.

„Ég held að það sé óhætt að segja að und­ir­bún­ing­ur­inn sé sá hluti sem hún er hvað spennt­ust fyr­ir. Það er ör­ugg­lega ár síðan hún byrjaði að skoða kjóla, hár­greiðslur og skreyt­ing­ar. Hana lang­ar mest í nýtt rúm í ferm­ing­ar­gjöf og að gera breyt­ing­ar á her­berg­inu sínu. Þar sem bróðir henn­ar fermist svo strax á næsta ári náðum við for­eldr­arn­ir að gera samn­ing við systkin­in um að þau fengju sam­eig­in­lega ferð í ferm­ing­ar­gjöf, þ.e.a.s. ef þau ná að koma sér sam­an um áfangastað. Þrátt fyr­ir að vera sam­rýmd geta þau einnig rif­ist um alla skapaða hluti,“ seg­ir Inga Rut.

Dagný fermist í Lang­holts­kirkju. Ferm­ing­ar­fræðslan hef­ur verið ótrú­lega öfl­ug og skemmti­leg að henn­ar mati.

„Ég fór í Vatna­skóg ásamt krökk­um úr Lang­holts­kirkju, Laug­ar­nes­kirkju og Áskirkju í vet­ur. Auk þess að fræðast um kristna trú hafa ferm­ing­ar­börn­in svo fræðst og rætt um sjálfs­mynd­ina og sam­skipti, hvernig það er að upp­lifa sorg og áföll og tekið þátt í fjár­öfl­un­ar­átaki sem snýst um aðgang að hreinu vatni í Eþíóp­íu, ásamt mörgu öðru upp­byggi­legu,“ seg­ir Dagný.

Mæðgurnar fóru í leiðangur og keyptu þetta látlausa og fallega …
Mæðgurn­ar fóru í leiðang­ur og keyptu þetta lát­lausa og fal­lega skraut, sem verður á borðinu í veisl­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Lit­ríkt þema

Veisl­an byrj­ar klukk­an eitt og verður boðið upp á lamb og kalk­ún þar sem Dagný hef­ur alltaf kunnað að meta gott kjöt.

„Hún var líka spennt fyr­ir því að velja eft­ir­rétti, sem þó verða með hefðbundn­ari hætti, þar má nefna bæði marsip­an- og súkkulaðikök­ur ásamt kran­sa­köku,“ seg­ir Inga Rut.

Þeim mæðgum þykir það ekki verra að hægt sé að fá kök­urn­ar með skrauti í þemalit­un­um frá Bak­ara­meist­ar­an­um.

„Skreyt­ing­arn­ar eru án efa sá hluti und­ir­bún­ings­ins sem Dagný hef­ur verið spennt­ust fyr­ir. Hún er strax far­in að huga að því hvernig skreyt­ing­arn­ar eigi að vera hjá bróður sín­um á næsta ári. Hún var búin að velja þemaliti strax fyr­ir ára­mót og urðu bleik­ur, rósagyllt­ur, grænn og hvít­ur fyr­ir val­inu. Hún mun ekki fara í mynda­töku en við ætl­um að hafa mynda­kassa með fal­leg­um bak­grunni í ferm­ing­unni í staðinn,“ seg­ir Inga Rut og bæt­ir við:

„Ferm­ing­ar­barnið er einnig búið að huga að förðun, en hún ætl­ar að vera með létta og nátt­úru­lega förðun þar sem hún not­ar ekki farða dags­dag­lega. Hárið verður sett í tvær fast­ar flétt­ur sem mynda svo stór­an snúð og verður hann með brúðarslöri. Við erum svo hepp­in að hár­greiðslu­kon­an okk­ar ætl­ar að koma heim til okk­ar um morg­un­inn svo það mun von­andi skapa nota­lega morg­un­stund í upp­hafi ferm­ing­ar­dags­ins,“ seg­ir Inga Rut.

„Dagný var með sterka skoðun á því hvernig kjóll­inn ætti að líta út og fund­um við hann í Cos­mo fyr­ir nokkr­um vik­um. Hún ætl­ar svo að vera í flott­um striga­skóm en okk­ur fannst það mun sniðugra en að vera í hæl­um þar sem hún mun nota skóna áfram í sum­ar,“ seg­ir móðir ferm­ing­ar­barns­ins.

Hér eru systkinin á ferðalagi.
Hér eru systkin­in á ferðalagi. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda