Unnur opnaði sig um fæðingu dóttur sinnar

Unnur Eggertsdóttir eignaðist stúlkubarn þann 21. mars síðastliðinn.
Unnur Eggertsdóttir eignaðist stúlkubarn þann 21. mars síðastliðinn. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an, söng­kon­an og sam­fé­lags­miðlaráðgjaf­inn Unn­ur Eggerts­dótt­ir og sam­býl­ismaður henn­ar, tón­list­armaður­inn Tra­vis Raab, eignuðust sitt annað barn, dótt­ur, sam­an þann 21. mars síðastliðinn.

Unn­ur opnaði sig um fæðing­una í ein­lægri færslu á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um.

„Tra­vis er ekki á sam­fé­lags­miðlum til að segja frá því að ég var dug­leg stelpa í fæðing­unni svo ég neyðist til að gera það sjálf. 

Þar sem Emma mín var sitj­andi enduðum við í keis­ara fyr­ir 3 árum og ég upp­lifði mik­il von­brigði að þurfa að fara í aðgerð og fannst bata­ferlið glatað. Ég vissi að það væru auðvitað ein­hverj­ar lík­ur á að það gæti endað aft­ur þannig í þetta sinn en með pepp frá dá­sam­legu ljósu minni og öll­um in­sta­gram-mömmu­vin­kon­um mín­um (sum­ar hef ég aldrei hitt í per­sónu en ég myndi deyja fyr­ir ykk­ur) var ég mjög bjart­sýn á allt.

Alla­vega. Vegna háþrýst­ings var ég bókuð í gang­setn­ingu á föstu­dags­morgni. Ekki al­veg eft­ir plani en samt bjart­sýn. En svo á fimmtu­deg­in­um í há­deg­inu byrja ég að fá væga sam­drætti sem urðu svo harðari seinni part­inn. Um kvöldið urðu sam­drætt­irn­ir tölu­vert harðari, svona þurfti að anda vel í gegn­um þá og T að nudda bakið fast á meðan.

Kl. 23 voru 4-5 mín milli sam­drátta svo við fór­um upp á spít­ala (4 sam­drætt­ir í bíln­um á leið úr HFJ, ég hélt ég myndi deyja).

Ég var til allr­ar ham­ingju kom­in með 5 í út­víkk­un svo við fór­um beint inn á fæðing­ar­stofu þar sem mér var kennt á glaðloftið og hooooly moly hvað það var næs. Ég var kom­in með mar­bletti á bakið því ég var búin að láta T nudda svo sjúk­lega fast í gegn­um sam­drætt­ina svo það var gott að leyfa glaðloft­inu að taka aðeins við.

Birta ljós­móðir sem ber nafn sitt svo sann­ar­lega með rentu hélt vel utan um okk­ur og ég fór í baðið kl. 2 og leið vel þar. Fljót­lega var út­víkk­un kom­in í 8 og svo kom þessi svaka­lega remb­ingsþörf (hversu helluð til­finn­ing).

Mér leið eins og ég væri eitt­hvað dýr bara og þá var ég allt í einu kom­in með 10 í út­víkk­un og mátti loks­ins rembast. Birta stakk upp á ýms­um stell­ing­um til að prófa í baðinu og benti mér á að finna fyr­ir koll­in­um. Hálf­tíma seinna, kl. 3:01, skaust skvís­an svo út öll í ein­um rykk. Eitt magnaðasta og til­finn­ingaþrungn­asta augna­blik lífs míns.

Ég er svo þakk­lát fyr­ir að hafa fengið að upp­lifa þetta (versta í þessu var sauma­vesenið (2 stigs, ekki gam­an, auka aðgerð),” skrifaði Unn­ur við færsl­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda