Varð einstæð og óð í verkefnið

Hrafnkatla lærði fatahönnun og gerir við barnafötin áður en hún …
Hrafnkatla lærði fatahönnun og gerir við barnafötin áður en hún selur þau. Morgunblaðið/Karítas

Hrafn­katla ger­ir við og sel­ur vinta­ge-barna­föt í lít­illi versl­un sem hún kall­ar Pons Vinta­ge.
Hún seg­ir þetta hafa haf­ist sem ástríðuverk­efni en nú er ætl­un­in að þróa það áfram.

Hrafn­katla Unn­ars­dótt­ir hef­ur gríðarleg­an áhuga á tísku og list­um en tel­ur hann hafa upp­haf­lega sprottið út frá óör­yggi. Hrafn­katla ólst upp á Ak­ur­eyri en býr núna í Reykja­vík með tveggja og hálfs árs syni sín­um. 19 ára göm­ul flutti hún frá Ak­ur­eyri og hóf fata­tækni­nám við Tækni­skól­ann en færði sig síðan yfir í Lista­há­skól­ann í fata­hönn­un. Hún kláraði hálft námið áður en lífið tók sína eig­in stefnu og hún átti von á barni.

„Mér tókst þó sem bet­ur fer að sam­tengja lífið og áhuga­mál­in,“ seg­ir hún.

Hrafn­katla er stofn­andi Pons Vinta­ge, en það er lít­il barnafata­versl­un sem sel­ur notuð barna­föt. Hún safn­ar, ger­ir við og sel­ur föt­in og ætl­ar sér að þróa verk­efnið áfram á næst­unni. Versl­un­inni hef­ur verið vel tekið.

En hvaðan kem­ur tísku­áhug­inn?

„Upp­haf­lega held ég að hann hafi fæðst út frá óör­yggi. En með ár­un­um hef­ur tíska orðið að mínu stærsta sjálfs­ör­yggi. Það er kald­hæðnis­legt, en allt er gott sem end­ar vel,“ seg­ir Hrafn­katla.

Hún seg­ist vera lít­il merkja­vöru­kona en hef­ur alltaf hrif­ist af ein­fald­leika og pönk­inu hjá hol­lenska fata­hönnuðinum Ann Demeu­lemeester. Hún fell­ur fyrst og fremst fyr­ir fal­leg­um efn­um þegar kem­ur að fata­vali.

„Ef sniðin eru ekki eft­ir mín­um smekk sauma ég bara eitt­hvað annað fal­legt upp úr þeim. Svo eru góð leður­stíg­vél ómót­stæðileg.“

Hver eru bestu fata­kaup­in?

„Brún, síð ull­ar­kápa í yf­ir­stærð úr Hertex. Hún er fal­leg, vönduð og „chic“ yfir allt. Þetta voru auðveld­ustu 800 krón­ur sem ég hef eytt.“

En þau verstu?

„Bleik­ur Penny Lane-jakki sem ég keypti í til­vist­ar­kreppu fyr­ir nokkr­um árum og fór ekki einu sinni í. Ég fór með hann í fatagám um dag­inn og óska jakk­an­um alls hins besta í fram­hald­inu.“

Hrafnkatla segir mikinn þroska hafa fylgt móðurhlutverkinu.
Hrafn­katla seg­ir mik­inn þroska hafa fylgt móður­hlut­verk­inu. mbl.is/​Karítas
Pons Vintage hófst sem ástríðuverkefni en er nú orðið stærra.
Pons Vinta­ge hófst sem ástríðuverk­efni en er nú orðið stærra. Morg­un­blaðið/​Karítas

Þroski fylgdi móður­hlut­verk­inu

Hrafn­katla seg­ir meðgöng­una og barneign­ir hafa haft mik­il áhrif á fata­stíl­inn fyrst um sinn.

„Fyrstu mánuðina eft­ir að ég eignaðist strák­inn minn var ég gjör­sam­lega týnd varðandi fata­stíl­inn minn og var eðli­lega í kósígall­an­um mest­allt or­lofið. En svo ein­hvern veg­inn kom stíll­inn hægt og ró­lega til baka. Það fylgdi móður­hlut­verk­inu ein­hver þroski, ró og sjálfs­ör­yggi sem mér finnst hafa bætt stíl­inn minn marg­falt.“

Hvað er á óskalist­an­um núna?

„Box­ing-boots! Helst notuð, helst brún og helst úr rúskinni.“

Hver er þín tísku­fyr­ir­mynd?

„All­ar fal­legu kon­urn­ar í kring­um mig. En svo er ég alltaf svo­lítið skot­in í Sharon Tate.“

Það vantaði meiri litagleði, nostalgíu og fjör á barnafatamarkaðinn hér …
Það vantaði meiri litagleði, nostal­g­íu og fjör á barnafata­markaðinn hér á landi að mati Hrafn­kötlu. Morg­un­blaðið/​Karítas
Pons Vintage fékk mjög góðar viðtökur og á hún fullt …
Pons Vinta­ge fékk mjög góðar viðtök­ur og á hún fullt í fangi með að safna í nýj­an lag­er. Morg­un­blaðið/​Karítas

Safn­ar í nýj­an lag­er

Hvað er Pons Vinta­ge?

„Ég hafði mikið verið að braska í vinta­ge-föt­um fyr­ir strák­inn minn mér til skemmt­un­ar og fann held­ur óvænt ástríðuverk­efni í því. Ég ákvað svo, þegar ég varð ein­stæð, að láta vaða í þetta verk­efni eft­ir hvatn­ingu frá vin­kon­um mín­um. Ég byrjaði að dunda mér við að safna fal­leg­um föt­um yfir sum­arið og gera við það sem þurfti. Ég setti svo upp markaði fyr­ir jól­in og fékk svo góðar viðtök­ur að ég á fullt í fangi við að safna í nýj­an lag­er. Svo er margt annað spenn­andi á leiðinni sem ég mæli með að fylgj­ast með,“ svar­ar Hrafn­katla.

Fannst þér vanta ákveðna teg­und barnafata hingað til lands?

„Mér fannst klár­lega vanta greiðari aðgang að fal­leg­um vinta­ge-barna­föt­um hér­lend­is og al­mennt meiri litagleði, end­ur­nýt­ingu, nostal­g­íu og fjör.“

Hugs­arðu mikið út í klæðaburð barns­ins þíns?

„Það er mikið áhuga­mál hjá mér að klæða hann í skemmti­leg föt og þá sér­stak­lega um helg­ar eða fyr­ir stærri til­efni. En við tök­um okk­ur ekk­ert sér­stak­lega hátíðlega í dag­legu lífi og þæg­indi vega alltaf þyngra en töffara­skap­ur þegar maður er í leik­skóla.“

Hvað finnst þér mik­il­vægt að eiga í fata­skáp barns­ins?

„Fyr­ir utan þetta allra helsta finnst mér fal­leg­ar prjónapeys­ur staðal­búnaður fyr­ir börn á Íslandi.“

Hún seg­ir son sinn þó alltaf vera spennt­an fyr­ir Spi­derm­an-boln­um.

„Það er auðveld­ara að klæða hann í þann bol en flesta aðra boli. Það er þó heppi­lega meira sport hjá hon­um að velja sér sjálf­ur nátt­föt á kvöld­in. Hann mun þó að sjálf­sögðu fá fullt frelsi til að velja sér sín föt og tjá sig á þann hátt þegar að því kem­ur. Ég hlakka helst til að fá að fylgj­ast með.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda