Kristján Ra á von á barni

Kristján Ragnar Kristjánsson, eða Kristján Ra. eins og hann er …
Kristján Ragnar Kristjánsson, eða Kristján Ra. eins og hann er kallaður, á von á barni. mbl.is/María

Kristján Ragn­ar Kristjáns­son, eða Kristján Ra eins og hann er kallaður, á von á barni með kær­ustu sinni, Sigrúnu Helgu Ásgeirs­dótt­ur. Hann er einn af eig­end­um Svens á Íslandi sem er nikó­tín­versl­un og Volcano Express. Hún er markaðsfræðing­ur og starfar í markaðsdeild BL. 

Parið hnaut um hvort annað fyr­ir nokkr­um árum og er von á barn­inu þeirra í októ­ber. 

Kristján Ra hef­ur verið áber­andi í ís­lensku viðskipta­lífi eft­ir að hann flutti til Íslands en hann bjó í Svíþjóð í um ára­tug. Hann sagði frá því í viðtali við Dag­mál Morg­un­blaðsins í fyrra að eig­end­ur Svens gættu þess vel að selja börn­um und­ir 18 ára aldri ekki vör­ur en fyr­ir­tækið mal­ar gull eins og sagt er. 

Smart­land ósk­ar Kristjáni Ra og Sigrúnu Helgu til ham­ingju með ólétt­una! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda