Kristján Ragnar Kristjánsson, eða Kristján Ra eins og hann er kallaður, á von á barni með kærustu sinni, Sigrúnu Helgu Ásgeirsdóttur. Hann er einn af eigendum Svens á Íslandi sem er nikótínverslun og Volcano Express. Hún er markaðsfræðingur og starfar í markaðsdeild BL.
Parið hnaut um hvort annað fyrir nokkrum árum og er von á barninu þeirra í október.
Kristján Ra hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi eftir að hann flutti til Íslands en hann bjó í Svíþjóð í um áratug. Hann sagði frá því í viðtali við Dagmál Morgunblaðsins í fyrra að eigendur Svens gættu þess vel að selja börnum undir 18 ára aldri ekki vörur en fyrirtækið malar gull eins og sagt er.
Smartland óskar Kristjáni Ra og Sigrúnu Helgu til hamingju með óléttuna!