„Höldum hreinu megrunartali í lágmarki í kringum börn“

Mæðgurnar á góðri stund.
Mæðgurnar á góðri stund.

Fjöll­ista­dís­in Mar­grét Erla Maack á Ragn­heiði Nínu, fimm ára. Ragn­heiður er aðra hvora
viku hjá móður sinni og hina hjá föður sín­um. Sam­an finnst þeim skemmti­leg­ast að dansa og
syngja, fara í leik­hús­leik, dunda sér og panta pizzu. Mar­grét vinn­ur gjarn­an um kvöld og helg­ar og á fullt í fangi með að díla með risa­stórt sam­visku­bit, en seg­ist vera að vinna í því. Henni finnst dótt­ir sín vera heims­ins sniðug­asta barn.

Mar­grét Erla viður­kenn­ir að hafa farið í kleinu þegar hún var beðin um upp­eld­is­ráð, því hún er með stöðugt sam­visku­bit þessa dag­ana vegna sýn­inga á Þetta er Laddi í Borg­ar­leik­hús­inu.

Hér eru upp­eld­is­ráð Mar­grét­ar Erlu Maack:

Brjósta­gjöf

„All­ar ákv­arðanir sem móðirin með brjóst­in tek­ur um brjósta­gjöf eru rétt­ar. Finnst þér þetta erfitt og bind­andi og vilt hætta sem fyrst? Það er al­veg rétt. Finnst þér þetta geggjað og ert með barnið á brjósti til fjög­urra og hálfs? Líka al­veg rétt.“

Góð sam­skipti

„Sam­skipti við maka eru kennslu­stund barns­ins þegar kem­ur að þeirri virðingu sem við ber­um fyr­ir maka og sjálf­um okk­ur. Ver­um sann­gjörn, stönd­um með okk­ur og ekki kenna barn­inu þínu að sætta sig við eitt­hvert kjaftæði.“

Mik­il­vægt að hjálp­ast að

„Þegar það koma þannig tarn­ir að það þurfi að leita á náðir fjöl­skyldu og barnapíu reyni ég að gera það spenn­andi. Ég leyfi minni konu að vera með að gera plan fyr­ir helg­ina – svona upp að skyn­sam­legu marki – þannig að hún upp­lifi að hún stjórni með. Ég hlusta eft­ir því af hverju hún fíl­ar að vera með þess­um. Þetta er líka skemmti­legt upp á að kenna barn­inu á tíma, skipu­lag, viku­dag­ana og svo fram­veg­is.“

Ekk­ert megr­un­ar­tal

„Höld­um hreinu megr­un­ar­tali í lág­marki í kring­um börn. Töl­um ekki illa um holdafar fólks, sama hvort börn eru ná­lægt því eða ekki. Að tala um að borða hollt og hreyfa sig er ekki það sama og að ræða megr­un við börn. Dótt­ir mín sagði við mig áðan: „Þegar ég verð stór vil ég vera feit og mjúk eins og þú.“ Bingó í sal!“

Talaðu við aðra for­eldra

„Það er ógeðslega erfitt að ala upp börn og setja þeim mörk. Talaðu um það og speglaðu þig í öðrum for­eldr­um. Börn, eins og allt fólk, eru nefni­lega mis­skemmti­leg og viðráðan­leg. Þér finnst þitt barn kannski snilld, en öðrum ekki.

Ekk­ert sem heit­ir úlfa­tími

„Nart, nart, nart. Dótt­ir mín er á sí­felldri beit og það er í góðu lagi því hún verður al­gjör skap­dreki ef hún er svöng. Hér er ekk­ert sem heit­ir úlfa­tími, því hún byrj­ar bara strax að narta þegar hún kem­ur heim. Og borðar samt al­veg á við mig í kvöld­matn­um.

Gott að hvetja börn­in til að tjá sig

„Við orðum til­finn­ing­ar okk­ar þannig að börn skilji og hvetj­um þau til að út­skýra hvernig þeim líður. Upp úr þess­um umræðum kem­ur oft alls kon­ar krútt­legt en líka mik­il dýpt, eins og þegar Ragn­heiður sagði mér að hún væri feim­in við myrkrið – og út­skýrði þannig myrk­fælni full­kom­lega.

Há­marks­nýtni

„Nátt­föt eru sum­ar­föt og sum­ar­föt eru nátt­föt. Há­marks­nýtni, mjúkt og gott.“

Stefnu­móta­for­rit

„EKKI SETJA MYND­IR AF BÖRN­UN­UM ÞÍNUM Á STEFN­UMÓTAFOR­RIT.“

Það er alltaf gaman hjá Margréti Erlu og Ragnheiði Nínu.
Það er alltaf gam­an hjá Mar­gréti Erlu og Ragn­heiði Nínu.
Ragnheiður Nína er lík móður sinni. w
Ragn­heiður Nína er lík móður sinni. w
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda