Orri Einarsson, hönnuður og viðskiptastjóri, og Soffía Lena Arnardóttir húðflúrari hafa eignast sitt fyrsta barn.
„Fullkominn lítill karl kom í heiminn rétt eftir miðnætti 18.06,“ skrifar Orri á Instagram. Kveðjum hefur rignt yfir hjónin sem fögnuðu tveggja ára brúðkaupsafmæli á dögunum.
Hjónin hafa verið opinská og sýnt frá ferlinu að jákvæðu óléttuprófi á samfélagsmiðlum og segja þrautagönguna hafa verið langa og stranga.
Orri og Soffía giftu sig á Spáni árið 2023. Ástin kviknaði á stefnumótaforritini Tinder. „Við höfum verið límd saman síðan á fyrsta deiti,“ sagði Soffía í viðtali við mbl.is í fyrra.
Fjölskylduvefurinn óskar hjónunum innilega til hamingju með lífið!