Einstæð móðir 14 ára drengs leitar ráða vegna tölvufíknar

Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands.
Elínrós Líndal fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Tinna Magg

El­ín­rós Lín­dal fjöl­skylduráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá ein­stæðri móður sem á son á ung­lings­aldri. Hún hef­ur áhyggj­ur því hann er alltaf í tölv­unni. Hvað er til ráða í sam­bandi við það? 

Sæl El­ín­rós.

Ég er ein­stæð móðir með einn son á tán­ings­aldri og hef smá áhyggj­ur af hon­um. Son­ur minn, sem er 14 ára, hang­ir í tölv­unni í marga klukku­tíma á dag þar sem hann spil­ar of­beld­is­fulla tölvu­leiki. Ég hef tekið eft­ir því að skapið í hon­um hef­ur versnað tals­vert síðustu vik­ur og mánuði og hugsa ég að tölvu­leik­irn­ir séu að hafa mik­il áhrif á hegðun hans. Son­ur minn er ljúf­ur og góður dreng­ur en ég er ansi hrædd um að hann sé að ein­angr­ast og vil því grípa í taum­ana áður en eitt­hvað ger­ist.

Hvað get ég gert?

Mbk.
Móðir

Sæl­ar og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Ég held það sé bara mjög gott að setja ramma utan um tölvu­notk­un barna á þess­um aldri. Ég hef meðal ann­ars unnið í For­eldra­húsi sem ráðgjafi fyr­ir ung­linga í vanda og finnst al­gengt að þau börn sem fest­ast í tölv­unni að spila of­beld­is­fulla leiki fái mjög skakka mynd af ver­öld­inni í gegn­um þessa tölvu­notk­un. 

Það reyn­ir á að vera ein­stætt for­eldri með ung­ling í dag. Í raun þori ég að segja og skrifa: Það reyn­ir á að vera for­eldri ung­lings í dag því það er svo margt í gangi sem við ekki vit­um af.

Að fá aðstoð er alltaf fyrsta skrefið. Í For­eldra­húsi fá for­eldr­ar stuðning frá ráðgjafa og svo fá börn­in stuðning frá sín­um ráðgjafa. Sum­ir koma í For­eldra­hús vegna þess að tölvu­leik­ir eru farn­ir að hafa áhrif á það hvernig ung­lingn­um geng­ur í líf­inu.

Ég myndi ekki leyfa ung­lingi að fara í tölv­una nema að hann sé bú­inn að mæta í skóla, vinna heima­vinn­una og fara í íþrótt­ir og leika aðeins við vini sína.

Það get­ur verið gott að sitja með ung­ling­un­um og skoða leik­ina sem þeir eru í og að ræða við þá um hvað er best fyr­ir þá að gera. Mörk barna fær­ast til eins og full­orðinna og hef ég sjálf heyrt frá ung­ling­um að þeir vilji alls ekki að for­eldr­arn­ir horfi á það sem þeir eru að gera í tölv­unni, því það sé ekki næs.

Ég hef unnið með fjöld­ann all­an af ung­ling­um og verð að segja að þeir eru ótrú­lega opn­ir og skemmti­leg­ir og eru til í að segja frá því sem vel geng­ur í líf­inu og hvað er flókið og erfitt.

Það sem mér finnst hins veg­ar ótrú­lega dap­urt að sjá er sam­fé­lagið sem við erum að ala börn­in okk­ar upp í. Það sem er í gangi þegar börn helt­ast aðeins úr lest­inni eða þurfa stuðning. Hark­an, of­beldið, neysl­an og ruglið sem er í gangi er eitt­hvað sem við sem sam­fé­lag verðum að horf­ast í augu við á full­orðins­leg­an hátt í staðinn fyr­ir að sópa hlut­un­um und­ir teppið og skilja svo ekk­ert í því af hverju ung­ling­arn­ir okk­ar eru í of­beld­is­full­um leikj­um, sum eru vopnuð að slást og önn­ur leiðast út í neyslu.

Af öllu því sem barnið þitt get­ur verið að gera - hvað er best fyr­ir það?

Það gef­ur ung­ling­um mjög mikið sjálfs­traust að ganga vel í skóla. Að vera í íþrótt­um og að eiga góð tengsl við for­eldra sína og það skipt­ir máli að eiga skemmti­lega vini. 

Að fara í tölv­una stund­um, er líka bara fínt, en þegar það er orðið að flótta þá þarf að skoða það og setja tölvu­notk­un­inni mörk. Eins mæli ég alltaf með íþrótta­leikj­um frek­ar en of­beld­is­full­um leikj­um.

Að eiga góð tengsl við ung­linga er ekki bara nauðsyn­legt held­ur gef­andi. Al­mennt séð ráðlegg ég for­eldr­um að fylgj­ast mjög vel með því sem ung­ling­ar eru að gera í dag. Vera hluti af líf­inu þeirra og að setj­ast reglu­lega niður með þeim. Finna leiðir til að þeir geti öðlast lífið sem þau lang­ar í.

Svo ekki hika við að stíga inn í mömmu­hlut­verkið og að setj­ast niður með barn­inu þínu og finna leið til að það geti farið að upp­lifa lífið á skemmti­leg­an hátt í gegn­um fleira en tölvu­leiki.

Bestu kveðjur,

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda