Hrafnhildur Helga Össurardóttir, upplýsingafulltrúi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og dóttir Ingu Lindar Karlsdóttur, eiganda Skot Productions, og sambýlismaður hennar, Árni Hjaltason, eru orðin foreldrar.
Frumburður þeirra kom í heiminn á laugardaginn, 12. júlí, og tilkynnti Hrafnhildur gleðifregnirnar á Instagram-síðu sinni í gærdag.
„Lítill fullkominn gullmoli – 12.07.2025,“ skrifaði nýbakaða móðirin við fallega myndaröð.
Heillaóskum hefur rignt yfir parið eftir að það greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra sem hafa sent fjölskyldunni kveðju eru íþrótta- og athafnakonan Katrín Tanja Davíðsdóttir og Saga Sig ljósmyndari.
Smartland sendir fjölskyldunni kærar hamingjuóskir!