Eiginmaðurinn henti brúðarkjólnum

Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla Bragadóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ásdís Halla Braga­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sinn­um heimaþjón­ustu, reyn­ir að láta það ekki trufla sig þótt eig­inmaður henn­ar hafi „óvart“ hent brúðar­kjóln­um henn­ar þegar hann tók til í geymsl­unni.

Ertu byrjuð að skipu­leggja vor­verk­in?

„Miðju­barnið, Bragi Aðal­steins­son, fermist laug­ar­dag­inn 16. mars og þar sem hann er for­fall­inn golfari ætl­um við að vera með létt og skemmti­legt Ferm­ing­ar-Par-Tee um há­deg­is­bilið. Það kall­ar á að vor­verk­un­um hef­ur verið flýtt um nokkra mánuði og nú er t.d. að bresta á gluggaþvott­ur í frosti! Ég ef­ast um skyn­semi þess að drífa í vor­verk­un­um í þessu frosti en mér hef­ur verið sagt að mæður ferm­ing­ar­barna missi alla heil­brigða skyn­semi og ég er að reyna að lifa mig inn í það. Við ætl­um samt ekk­ert að týna okk­ur í vor­verk­un­um held­ur aðallega ein­beita okk­ur að því að gefa gest­un­um ljúf­feng­an fal­leg­an mat með golfþema sem við erum að skipu­leggja með Lukku í Happi sem er al­gjör snill­ing­ur.“

Er geymsl­an full af drasli? 

„Neibb – ekk­ert drasl í geymsl­unni en fullt af ým­iss kon­ar ger­sem­um.“

Áttu erfitt með að losa þig við gam­alt dót?

„Ég á ekki erfitt með að losa mig við gam­alt dót en ég á mjög erfitt með að henda. Þess vegna reyni ég alltaf að finna ein­hvern sem vant­ar ein­mitt það sem ég er að losa mig við og yf­ir­leitt tekst það.“

Hef­urðu hent ein­hverju sem þú sérð rosa­lega eft­ir?

„Eig­inmaður­inn var einu sinni svo dug­leg­ur að taka til í bíl­skúrn­um að hann setti brúðar­kjól­inn í poka sem fór í fatagám Sorpu. Ég hef látið eins og ég sjái ekk­ert eft­ir kjóln­um til að draga ekki úr dugnaði eig­in­manns­ins í bíl­skúrstil­tekt­um en ein­hvern veg­inn kem­ur þessi kjóll upp í hug­ann þegar ég svara þess­ari spurn­ingu … hmmm skrýtið þar sem eng­ar lík­ur eru á því að ég muni nota hann aft­ur.“

Hvað lang­ar þig mest í fyr­ir sum­arið (föt/​fylgi­hlut­ir)?

„Mig lang­ar í föt og fylgi­hluti í björt­um fal­leg­um lit­um fyr­ir sum­arið. Fata­skáp­ur­inn minn er alltof svart­ur og skyndi­lega er kom­in upp löng­un til að breyta því. Mig lang­ar í meiri birtu, meiri gleði og meiri stemn­ingu í lita­valið. Lífið er of stutt til að vera svart. Svo lang­ar mig líka í nýj­an sófa í stof­una en ég hef verið að leita að hinum full­komna sófa í mörg ár og ekki getað fundið hann. Von­andi fer hann að birt­ast mér.“

Hvernig eru plön­in í sum­ar­frí­inu?

„Við skipu­leggj­um sum­ar­fríið aðallega í kring­um golf-ferðalög ung­lings­ins og verðum því inn­an­lands meira og minna í allt sum­ar. Verðum í viku á Ak­ur­eyri og víðar með fullt af frá­bæru fólki. Svo för­um líka alltaf á Þing­velli með tengda­fjöl­skyld­unni sem er eig­in­lega hápunkt­ur sum­ars­ins fyr­ir krakk­ana. Svo hafa vin­ir okk­ar boðið okk­ur að dvelja með sér á Snæ­fellsnesi í nokkra daga og ég hlakka mikið til þess. Mér finnst alltaf þægi­leg­ast að hafa ekki of stíft plan og geta svo­lítið spilað sum­arið eft­ir eyr­anu.“

Hvað er ómiss­andi í sum­ar­fríið? „Fjöl­skyld­an!“

Ertu dug­leg að láta drauma þína ræt­ast?

„Já, og sum­ir segja að ég sé jafn­vel of dug­leg við það.“

Ertu a-mann­eskja eða b?

„Hvor­ugt – meira svona æ eða ö …Ég fer alltaf snemma á fæt­ur en ég á mjög erfitt með að fara að sofa – ég elska að vaka fram eft­ir og þarf bein­lín­is að reka sjálfa mig í rúmið.“

Borðarðu morg­un­mat?

„Lengi vel borðaði ég aldrei morg­un­mat en fyr­ir nokkr­um árum áttaði ég mig á því að holl­ur morg­un­mat­ur væri eitt mik­il­væg­asta skrefið inn í heil­brigðan lífs­stíl. Eft­ir að ég las fína grein í Smartland­inu þá byrja ég dag­inn alltaf á því að fá mér sítr­ónusafa í heitu vatni og svo borða ég morg­un­mat­inn sem er yf­ir­leitt full skál af fersk­um ávöxt­um með ab-mjólk og svo strái ég yfir All-Bran og fræj­um, t.d. hör­fræj­um. Eft­ir það tek ég fjór­ar teg­und­ir af víta­mín­um og fæðubót­ar­efn­um og svo kem­ur hinn full­komni cappucc­ino sem Aðal­steinn töfr­ar fram eins og þau­læfður Baristi. Ég veit að þetta hljóm­ar væmið eða jafn­vel yf­ir­læt­is­fullt fyr­ir suma en ein­hvern tím­ann átt­um við okk­ur þann draum að byrja dag­inn alltaf í ró­leg­heit­um yfir holl­um morg­un­verði og full­komn­um kaffi­bolla og við ákváðum að láta hann ræt­ast.“

Ertu dug­leg að elda?

„Ég myndi eig­in­lega frek­ar segja að ég væri dug­leg að föndra. Ég elda og baka nokkuð reglu­lega þegar mig lang­ar að gera eitt­hvað skemmti­legt og skap­andi. Ég er ekki mikið fyr­ir það að elda mat bara til að hafa mat en mér finnst mjög gam­an að elda fram­andi og helst dá­lítið krefj­andi mat eft­ir góðum upp­skrift­um. Ég get verið mjög ná­kvæm og jafn­vel með full­komn­un­ar­áráttu í eld­hús­inu. Á bollu­dag­inn gerði ég t.d. þrjár til­raun­ir til að baka hinar full­komnu vatns­deigs­boll­ur, all­ar voru þær góðar en eng­in full­kom­in og nú bíð ég eft­ir næsta bollu­degi til að halda þró­un­ar­starf­inu áfram.“

Linsu­bauna­buff eða steik? „Oft­ar linsu­bauna­buff en kannski steik einu sinni í mánuði.“

Áttu lík­ams­rækt­ar­kort? „Já, í Heilsu­borg og ég nota það tvisvar í viku.“

Not­arðu hjól?

„Hjólið er ein af ger­sem­un­um í geymsl­unni sem er of lítið notað en ég ætla mér alltaf að nota meira.“

Hvernig mynd­irðu lýsa fata­stíln­um?

„Fata­stíll­inn stjórn­ast af því hvað ég er að bralla frá degi til dags. Í vinn­unni hjá okk­ur í Sinn­um er stíl­inn al­mennt frek­ar af­slappaður og dá­lítið marg­breyti­leg­ur en stund­um finnst mér gam­an að vera extra fín og á föstu­dög­um er alltaf kjóla­dag­ur. Ég er þó al­mennt í þægi­leg­um og hlýj­um föt­um. Ég kaupi mér ekki mikið af föt­um en ég kaupi frek­ar vönduð föt. Ég á það til að of­nota föt, jafn­vel mörg­um árum eft­ir að þau eru úr sér geng­in og þá sér­stak­lega skó sem ég tek ást­fóstri við.“

Tek­urðu áhættu þegar út­litið er ann­ars veg­ar?

„Já, ég hef ít­rekað tekið alls kon­ar áhættu og stund­um hef­ur hún alls ekki borgað sig en þá hugga ég sjálfa mig með upp­á­halds­mottó­inu: Það besta við að vera ófull­kom­in er gleðin sem það veit­ir öðrum.“

Ertu með eða á móti fegr­un­araðgerðum?

„Mér hef­ur aldrei tek­ist að hafa sterka skoðun á fegr­un­araðgerðum. Ef fólk vill nota þær þá er það fínt en ef fólk vill ekki nota þær þá er það bara ljóm­andi gott líka. Aðal­málið að þær séu uppi á yf­ir­borðinu og að það séu hæf­ir og góðir lækn­ar eða fagaðilar sem ann­ast þær því það felst alltaf ákveðin áhætta í hvers kyns inn­gripi í lík­amann og ým­iss kon­ar hugs­an­leg­ar auka­verk­an­ir. Til lengri tíma hef ég meiri trú á því að holl­ur mat­ur, hreyf­ing, víta­mín og vandaðar snyrti­vör­ur, sér­stak­lega húðkrem og ser­um með öldrun­ar­vörn, geri meira fyr­ir vellíðan og út­lit en fegr­un­araðferðir.“

Finnst þér út­lits­dýrk­un ganga út í öfg­ar?

„Útlits­dýrk­un er eins og allt annað í líf­inu. Sum­ir ráða við hana en aðrir ekki. Sum­ir eru svo upp­tekn­ir af út­lit­inu af það dreg­ur úr lífs­ham­ingju þeirra en aðrir van­rækja svo eigið út­lit, heilsu og jafn­vel hrein­læti að það skaðar sjálfs­mynd­ina. Ég held að aðal­málið sé það að sjálfs­mynd barna og ung­linga má ekki um of stjórn­ast af út­liti þeirra og þar höf­um við öll verk að vinna en þá sér­stak­lega for­eldr­ar, skól­inn og fjöl­miðlar.“

Rækt­arðu vini þína?

„Ég er al­mennt mjög dug­leg að hitta vini mína og skemmti­leg­ast finnst mér að borða góðan mat með góðum vin­um. En þó koma tíma­bil þar sem ég vildi að ég hefði enn meiri tíma til að sinna vin­um mín­um.“

Ertu háð fjöl­skyldu þinni?

„Ég er hrika­lega háð fjöl­skyld­unni og svo háð að ég á stund­um mjög bágt, t.d. þegar ég þarf að fara ein til út­landa í vinnu­ferðir.“

Áttu gælu­dýr?

„Við eig­um ynd­is­leg­an hund sem heit­ir Tinni og hann er elskaður og dáður af öll­um í fjöl­skyld­unni.“

Upp­á­halds­hlut­ur?

„Upp­á­halds­hlut­irn­ir mín­ir eru þeir sem hafa til­finn­inga­lega skír­skot­un eins og t.d. lista­verk sem úr má lesa ein­hver skemmti­leg skila­boð eða lífs­gildi. Upp­á­halds verkið mitt núna er Hjartarfi eft­ir tvo merka nú­tíma­list­menn þá Birgi Andrés­son heit­inn og Eggert Pét­urs­son. Í verk­inu sem þeir unnu sam­an eru þeir báðir að túlka hjartarfa, hvor með sín­um hætti, og mér finnst þetta verk und­ir­strika með svo dá­sam­leg­um hætti hvað tveir frá­bær­ir ein­stak­ling­ar geta séð sama hlut­inn með ger­ólík­um hætti.“

Besta bók­in og eft­ir­minni­leg­asta mynd­in?

„Ég elska bæk­ur og finnst fátt skemmti­legra en að lesa bók eða horfa á góða mynd í faðmi fjöl­skyld­unn­ar en mér er al­gjör­lega lífs­ins ómögu­legt að nefna eina bók eða eina mynd.“

Helsta fyr­ir­mynd þín í líf­inu?

„Ég hef átt marg­ar fyr­ir­mynd­ir en sem bet­ur fer er eng­inn ein­stak­ling­ur svo full­kom­inn að manni langi að vera ná­kvæm­lega eins og hann eða hún.“

Hverju mynd­irðu breyta í lífi þínu ef þú gæt­ir?

„Dag­lega minni ég mig á mik­il­vægi þess að lifa í nú­inu og gleðjast yfir öllu því góða og já­kvæða sem um­lyk­ur okk­ur. Það að eign­ast þriðja barnið þegar maður er kom­in nokkuð yfir fer­tugt hjálpaði mér að skerpa enn frek­ar á öllu því sem mestu máli skipt­ir en ef það er eitt­hvað sem ég myndi vilja breyta þá er það að finna enn bet­ur takt­inn í nú­inu.“

Hef­urðu gert eitt­hvað sem þú sérð eft­ir?

„Ég reyni að lifa eft­ir prinsipp­inu: „Ekki gera það sem þú sérð eft­ir. Ef þú ger­ir það ekki sjá eft­ir því.“ Ég er ekki að segja að það tak­ist alltaf en viðleitn­in er til staðar.“

Gæt­irðu hugsað þér að búa ann­ars staðar í heim­in­um?

„Eng­in spurn­ing og ég hef notið þess að búa er­lend­is en þó gæti ég ekki hugsað mér annað en eiga alltaf heim­ili á Íslandi líka.“

Það besta við Ísland? „Ætt­ingj­ar og vin­ir.“

Það versta við Ísland? „Kuld­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda