Stjörnuspekingurinn Susan Miller er búin að gera ansi hressandi og skemmtilegar spár fyrir Glamour þar sem hún fer yfir árið hjá stjörnumerkjunum. Susan Miller er með stjörnuspekivefinn astrologyzone.com sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur hér í Smartlandi Mörtu Maríu. Susan Miller segir að árið verið fáránlega gott hjá meyjunni og heppnin muni algerlega elta hana á röndum. 26. ágúst 2015 verður stórkostlegur.