Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir …
Olgu Helenu og Eyrúnu Önnu fannst vanta almennilega minningabók fyrir syni sína. ljósmynd/Antonía Lárusdóttir

Olga Helena Ólafs­dótt­ir eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. Ásamt því að vera markaðsstjóri hjá 24Ice­land, meist­ara­nemi og hóp­tíma­kenn­ari og einkaþjálf­ari hjá World Class stofnaði hún ný­verið net­versl­un­ina Von með vin­konu sinni, Eyrúnu Önnu. Fyrsta var­an er kom­in út en það er minn­inga­bók fyr­ir fyrsta ár barns­ins. Smart­land spurði Olgu Helenu út í bók­ina og móður­hlut­verkið. 

Hvaðan kom hug­mynd­in að bók­inni? 

Hug­mynd­in kom þegar ég og vin­kona mín Eyrún Anna vor­um báðar ólétt­ar í versl­un­ar­leiðangri í leit af fal­legri bók fyr­ir strák­ana okk­ar til að skrá niður ýms­ar minn­ing­ar. Eft­ir að hafa skoðað úr­valið fannst okk­ur vanta bók sem upp­fyllti okk­ar vænt­ing­ar. Því ákváðum við að hanna fal­lega minn­inga­bók sem varðveit­ir all­ar ynd­is­legu minn­ing­arn­ar frá fyrsta ári barns­ins. Við tók lang­ur en skemmti­leg­ur tími sem fór í hönn­un og hug­mynda­vinnu. Að hanna sína eig­in vöru með ung­barn krafðist skipu­lags og þraut­seigju. Við hönn­un á bók­inni skoðuðum við marg­ar bæk­ur bæði á ís­lensku og ensku ásamt því að spyrja bæði for­eldra og verðandi for­eldra hvað þeim þætti mik­il­vægt að kæmi fram. Fólk sýndi mik­inn áhuga á bók­inni og gaf það okk­ur aukið sjálfs­traust í að láta hana verða að veru­leika.

Af hverju er mik­il­vægt að varðveita minn­ing­ar á bók fyrstu árin?

Á fyrsta ári barns­ins ger­ast ótrú­lega mörg krafta­verk sem þú vilt varðveita og gam­an er að halda utan um. Þú vilt muna eft­ir fyrsta bros­inu, fyrsta skref­inu, fyrsta orðinu og fleiri merk­um at­b­urðum. Í bók­inni eru kafl­ar sem hægt er að fylla inn í eins og meðganga, fæðing, fyrsta nótt­in heima, nafn­gift, steypi­boð (e. ba­bys­hower), ætt­ar­tré, merk­ir viðburðir, hver mánuður fyr­ir sig, eins árs af­mæli og nóg pláss fyr­ir mynd­ir.

Hvernig var til­finn­ing­in að fram­leiða sína eig­in vöru?

Allt ferlið hef­ur verið lær­dóms­ríkt en mjög erfitt á köfl­um með tvo litla skæru­liða á arm­in­um. Þegar við feng­um vör­una til­búna í hend­urn­ar og komið var að því að opna síðuna fund­um við stress­hnút í mag­an­um en á sama tíma til­hlökk­un og spenn­ing fyr­ir kom­andi tím­um.

Hvernig móðir vilt þú vera?

Ég vil vera móðir sem alltaf er til staðar fyr­ir börn­in mín. Vil hvetja þau til að elta mark­mið sín og láta drauma sína ræt­ast.

Hvernig breytt­ist lífið eft­ir að þú eignaðist barn? 

Lífið breytt­ist held­ur bet­ur. Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lær­ir á lífið. Það er ynd­is­leg til­finn­ing að fá svona litla mann­veru í hend­urn­ar og tak­ast á við þau verk­efni sem fylgja því. Ég trúði ekki að hægt væri að elska ein­hvern svona heitt og skil­yrðis­laust. Þú horf­ir á litla mann­eskju sem þú í al­vör­unni bjóst til.

Hvernig hafa viðtök­urn­ar við bók­inni verið?

Viðtök­ur við bók­inni hafa farið langt fram úr okk­ar vænt­ing­um og erum við ótrú­lega þakk­lát­ar fyr­ir öll já­kvæðu viðbrögðin sem hún hef­ur fengið. Fyrsta upp­lag er langt á veg komið og nú þegar höf­um við pantað fleiri ein­tök.

Eru þið byrjaðar á næsta verk­efni?

Já, það eru nokk­ur verk­efni sem við erum nú þegar byrjaðar að vinna að og ger­um við ráð fyr­ir að næsta vara komi á markaðinn á næstu mánuðum.

Hægt er að panta bók­ina inn á Face­book-síðu Von Versl­un.

Olga Helana og Eyrún Anna.
Olga Hel­ana og Eyrún Anna. ljós­mynd/​Ant­on­ía Lár­us­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda