Skemmtilegast að „Liffa og njóta“

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs hefur prófað ýmislegt um ævina.
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs hefur prófað ýmislegt um ævina.

Andrea Ró­berts­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri kaffi­húsa Kaffitárs er 43 ára tveggja barna móðir. Hún er í sam­búð með Jóni Þór Eyþórs­syni en þau eiga syn­ina Dreka 9 ára og Jaka 6 ára. Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hag­fræðideild í mannauðsstjórn­un, BA gráðu í fé­lags- og kynja­fræði og var að ljúka MA-diplóma í já­kvæðri sál­fræði. „Síðan bara haug­ur af nám­skeiðum og lífið,“ seg­ir Andrea þegar hún var spurð spjör­un­um úr. 

Get­ur þú lýst starf­inu þín sem fram­kvæmda­stjóri?

„Sko þetta er allt að fram­kall­ast þessa dag­ana því ég er að byrja í þessu starfi. Ég er fer­lega kát með að vera far­in að vinna fyr­ir Kaffitár,“ seg­ir Andrea sem hef­ur verið ráðgjafi á sviði stjórn­unn­ar síðustu miss­er­in.

„Ég lauk námi í já­kvæðu sál­fræðinni ný­verið og á meðan ég var í nám­inu byrjaði sím­inn að hringja og ég breytt­ist óvænt í ráðgjafa á sviði stjórn­unn­ar. Það var eft­ir­spurn eft­ir því og að starfa sem ráðgjafi með góðu fólki í fjöl­breytt­um fyr­ir­tækj­um var gam­an og gef­andi en mér finnst enn betra að vera orðin hluti af heild.“

Dreki og Jaki ásamt foreldrum sínum, Jóni Þóri og Andreu.
Dreki og Jaki ásamt for­eldr­um sín­um, Jóni Þóri og Andr­eu.

Hvers vegna sótt­ist þú eft­ir þessu starfi?

„Já, að vera part­ur af heild og spenn­andi að vinna með fólki sem er um­hugað um kaffi­heilsu lands­ins. Það er bara aldrei of mikið af góðu kaffi sjáðu til,“ seg­ir Andrea og bros­ir. „Við erum að tala um vörumerkið Kaffitár sem er samofið kaffi­menn­ingu á Íslandi. Kaffitár hef­ur hlotið um­hverfis­viður­kenn­ing­una Kuðung­inn fyr­ir öfl­ugt um­hverf­is­starf og kaffi­hús Kaffitárs voru fyrst hér á landi til að fá vott­un um­hverf­is­merk­is Svans­ins. Síðan er það Kruðerí Kaffitárs sem sér um fram­leiðslu á öllu meðlæti fyr­ir kaffi­hús­in. Hér eru veit­ing­arn­ar fram­leidd­ar frá grunni, kaffið er sér­valið og handpakkað og já, viðskipta­hætt­ir að mínu skapi frá býli í bolla. Á fimmtu hæð í Perlunni er eitt af kaffi­hús­um Kaffitárs og veit­ingastaður­inn Út í blá­inn sem Kaffitár rek­ur einnig. Bak­sýn­is­speg­ill­inn seg­ir sögu sem er mér að skapi og í lands­lagi morg­undags­ins fel­ast fjöl­mörg tæki­færi hjá Kaffitári.“

Hvernig var þinn starfs­fer­ill?

„Það var blaðaút­gáfa í barna­skóla og unnið í sjoppu frá 12 ára aldri. Síðan fóru pen­ing­arn­ir að streyma inn þegar ég byrjaði í upp­vaski á mat­sölu­stöðum um ferm­ingu,“ seg­ir Andrea og hlær. „Á unglings­ár­un­um fór ég síðan að vinna í Sautján um helg­ar og á bar á nótt­unni. Á sama tíma fékk ég und­anþágu til að taka auka ein­ing­ar í skól­an­um. Ég hef líka starfað víða er­lend­is sem hef­ur aukið menn­inga­læsi og víðsýni. Ég hef alltaf verið virk og mér hef­ur alltaf fund­ist gam­an að vinna. Þannig gat ég líka keypt mér mína fyrstu íbúð sem ung­ling­ur. Ég tók þátt í að gefa út fylgi­blað Morg­un­blaðsins, hef unnið sem verk­efna­stjóri, gefið út bók hjá For­laginu og svo vann ég í nokk­ur ár hjá 365. Þá sem fréttamaður og þátta­stjórn­andi á Stöð 2 en einnig á markaðsdeild­inni og í kynn­ing­ar­mál­um. Það var svo eft­ir há­skóla­gráður, flug­freyju­nám­skeið og hús­mæðraskól­ann sem ég tók að mér að vera for­stöðumaður þjón­ustu- og sölu­sviðs og síðar for­stöðumaður mannauðssviðs hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Nú síðast var ég Mannauðsstjóri RÚV. Þar fór ég fyr­ir nokkr­um verk­efn­um. Og alltaf sama sag­an – gott fólk og gull­mol­ar á hverj­um stað.“

Fannst þér þú upp­lifa á ein­hverj­um tíma­punkti að þú vær­ir búin að ná mark­miðunum þínum?

„Með góðu fólki í gegn­um fé­laga­störf og stjórn­ar­setu hef ég tekið þátt í að haft áhrif á sam­fé­lags­mynd­ina og um­hverfið sem við lif­um í. Við þannig aðstæður og í vinnu nær kona oft krefj­andi mark­miðum. Það hef­ur ann­ars verið lítið um mæl­an­leg mark­mið í einka­líf­inu, þannig lagað, og ég veit ekki hvort orðið „mark­mið“ eigi við þar. Ég fór að klappa mér oft­ar á bakið eft­ir að ég fór að til­einka mér sjálf­vin­semd,“ seg­ir Andrea hugsi. „Það eru svo marg­ir dug­leg­ir í að rífa sig niður. Við erum kannski að gera tíu hluti. Átta ganga glimr­andi vel en tveir ekki eins vel. Þá eru marg­ir að refsa sér fyr­ir þessa tvo í staðinn fyr­ir að gleðjast yfir öllu hinu,“ bæt­ir Andrea við. „Stefið hef­ur breyt­ist hjá mér með aldr­in­um og með sjálfs­vinnu hef ég náð meira flæðið. Síðustu árin hef ég haft nokk­ur „quote“ bak við eyrað eins og Dalai Lama sem sagði eitt­hvað á þá leið að „það sem kem­ur mér mest á óvart í mann­legri til­veru er að maður­inn fórn­ar heilsu sinni til að eign­ast pen­inga. Svo fórn­ar hann pen­ing­un­um til ná heilsu sinni aft­ur. Á sama tíma er hann svo spennt­ur fyr­ir framtíðinni að hann nýt­ur ekki augna­bliks­ins. Og hann lif­ir eins og hann muni aldrei deyja - og svo deyr hann án þess að hafa lifað al­menni­lega.““

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Mér finnst ég ná að upp­götva mig aft­ur og aft­ur. Mér finnst af­skap­lega spenn­andi tím­ar og kjöraðstæður til að halda áfram að vaxa. Nú á tím­um breyt­inga þarf að skora á viðtekn­ar venj­ur og hvernig hlut­irn­ir eru unn­ir. Það kall­ar á ákveðið hug­ar­far, ný viðhorf og lær­dóm. Það er talað um að þegar við lær­um nýja hluti verða til nýj­ar teng­ing­ar milli tauga­fruma. Þannig að í leik og í starfi næ ég að halda tauga­frum­um í formi ef svo má að orði kom­ast,“ seg­ir Andrea og bæt­ir við „sem er svo mik­il­vægt því tauga­frum­ur eru bara eins og vöðvafrum­ur. Við þurf­um að halda þeim í formi. En síðan þurf­um við líka að huga að jafn­vægi milli vinnu og einka­lífs. Jafn­vægi er lyk­il­orðið í öllu. Það þarf að gefa sér reglu­lega tíma til að staldra við og virki­lega spá í hvað hvet­ur okk­ur áfram sem ein­stak­linga. Og ef við hlust­um á lík­amann þá er hann að segja okk­ur svo margt eins og hvenær við erum uppá okk­ar besta.“

Finnst þér kon­ur þurfa að hafa meira fyr­ir því að vera ráðnar stjórn­end­ur í fyr­ir­tækj­um en karl­menn?

„Töl­urn­ar tala.“

Áttu þér ein­hverja kven­fyr­ir­mynd?

„Þær eru fjöl­marg­ar og ég vinn mark­visst í að tengja all­ar þess­ar frá­bæru kon­ur sem ég er svo hepp­in að hafa í mínu lífi. Tengslamynd­un er og hef­ur verið mitt inn­legg í jafn­rétt­is­bar­átt­una.“

Ertu með hug­mynd hvernig hægt er að út­rýma launamun kynj­anna fyr­ir fullt og allt?

„Þú vilt fá að vita hvernig við náum fram „compu­ter says yes“. Já sko ef mis­réttið er mann­anna verk þá er jafn­réttið það líka svo ég vitni í mína kæru Dr. Þor­gerði Ein­ars­dótt­ur.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Eins mikið og ég reyni að verja tím­an­um í nú­inu þá er ég voða mikið að kort­leggja næsta dag í dag­bók.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Þetta er mjög ein­falt. Bara vakna, borða, bursta og klæða sig. Dag­ur­inn geng­ur bet­ur ef stemn­ing­in er góð í upp­hafi dags og ef fjöl­skyld­an fær sinn svefn þá eru leiðind­in ekki að þvæl­ast fyr­ir.“

Nærðu að vinna bara átta stunda vinnu­dag eða teyg­ist vinnu­dag­ur­inn fram á kvöld?

„Já, já all­ur gang­ur á því. Það kann­ast flest­ir við dag­ana sem eru eins og að pakka sam­an svefn­poka. Auðvelt og létt fyrst en loka­hnykk­ur­inn get­ur tekið á.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera utan vinnu­tíma?

„Bara að liffa og njóta.“

Hvernig verður vet­ur­inn hjá þér?

„Eins og fram­sókn­argaur­inn Bjarni Harðar­son seg­ir þá er aðeins ein árstíð á Íslandi og hún heit­ir ekki neitt. En þegar það er kalt þá er ég í ulla­sokk­um. Meira veit ég ekki,“ seg­ir Andrea. 

Andrea á gönguskíðum.
Andrea á göngu­skíðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda