Stökk á tækifærið og flutti til Emils og Ásu

Steinunn Ýr og Andrea Alexa fylgjast með landsliðinu á Íslandi.
Steinunn Ýr og Andrea Alexa fylgjast með landsliðinu á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Stein­unn Ýr Hilm­ars­dótt­ir hef­ur verið au-pair á Ítal­íu hjá Emil Hall­freðssyni og eig­in­konu hans Ásu Reg­ins­dótt­ur í tvö ár. Stein­unn Ýr fylg­ist með HM með yngri barni þeirra á Íslandi og seg­ir að mótið hafi verið í und­irmeðvit­und­inni síðustu mánuði. 

Hvernig kom það til að þú byrjaðir að starfa sem au-pair hjá Emil og Ásu?

„Ég rakst á aug­lýs­ing­una hjá Ásu á Face­book þar sem hún óskaði eft­ir au-pair til að koma og vera með þeim þegar þau fluttu frá Verona til Udine á Ítal­íu. Ég var ekki lengi að hugsa mig um og sendi Ásu strax skila­boð,“ seg­ir Stein­unn Ýr. 

Hvernig mynd­ir þú lýsa hefðbundn­um degi þínum sem au-pair?

„Það er eng­in dag­ur eins en dag­arn­ir hjá mér byrja oft­ast mjög ró­lega á virk­um dög­um þar sem Emil fer með krakk­ana í skóla og leik­skóla. Við Ása nýt­um oft morg­ana til að fara á æf­ingu eða klára vinna til dæm­is í Pom Poms & co og und­ir­búa næsta Pop up-markað. Seinni part­inn sæki ég krakk­ana og fer með Em­anu­el á æf­ing­ar eða við reyn­um að gera eitt­hvað skemmti­legt sam­an fram að kvöld­mat. Ég og Ása sjá­um um að elda kvöld­mat­inn sam­an. Þess á milli að sinni ég létt­um heim­ilistöfr­um.“

Hvað er það besta við að vera au-pair?

„Það er fyrst og fremst að fá að eyða tím­an­um með börn­un­um, tæki­færi til að ferðast og upp­lifa aðra menn­ingu.“

Steinunn Ýr ásamt börnum Emil og Ásu þeim Emanuel og …
Stein­unn Ýr ásamt börn­um Emil og Ásu þeim Em­anu­el og Andr­eu Al­exu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað hef­ur þú lært á dvöl þinni hjá fjöl­skyld­unni á Ítal­íu? 

„Ég hef lært heil­an hell­ing af Ásu og Emil sem ég er mjög þakk­lát fyr­ir. Fyrst og fremst lærði ég á það hvernig fót­bolta­lífið virk­ar og get­ur verið jafn skemmti­legt eins og það er erfitt. Ása hef­ur kennt mér að elda heil­an hell­ing af góðum mat og lært að lifa heil­brigðum líf­a­stíl. Einnig hef ég lært fullt í viðskipt­um enda fullt fengið að taka þátt í þeirra viðskipt­um. Síðast ekki síst eru það krakk­arn­ir sem eru alltaf að kenna mér eitt­hvað skemmti­legt alla daga, Em­anu­el hef­ur kennt mér það litla sem ég kann í Ítölsku.“

Smitaðist þú af HM und­ir­bún­ingn­um og spenn­ingn­um í gegn­um starfið?

„Já al­gjör­lega, HM var alltaf í und­irmeðvit­und­inni síðustu mánuði enda mik­il­vægt að Emil gæti verið að æfa vel og þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur af Ásu einni heima með krakk­ana.“

Ferð þú til Rúss­land?

„Nei, ég fer ekki til Rúss­land held­ur er ég heima með Andr­eu Al­exu á meðan Ása og Em­anu­el fara út á fyrstu tvo leik­ina.“

Fylg­ist þið með leikj­um Íslands?

„Já við fylgj­umst alltaf spennt með leikj­um, hvort sem það er á vell­in­um eða í sjón­varp­inu heima. Stemm­ing­in er mik­ill í kring­um lands­leik­ina enda oft­ast sem allt Ísland tek­ur þátt í að styðja strák­ana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda