Leynitrixin á bak við ódýrari ferðir

Gunna Stella hefur gaman af ferðalögum og er mjög góð …
Gunna Stella hefur gaman af ferðalögum og er mjög góð í því að finna ódýrar ferðir.

„Eitt af mín­um aðaláhuga­mál­um er að ferðast. Ég elska að fara til nýrra landa og kynna mér staðhætti, njóta mann­lífs­ins og veðurfars­ins,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Við hjón­in höf­um ferðast mikið með börn­in okk­ar og hafa þau komið til margra landa. Það er sann­ar­lega ekki „ókeyp­is“ að ferðast með stóra fjöl­skyldu en það er hægt ef vel er haldið á spöðunum. Okk­ur finnst best að ferðast á eig­in veg­um og bóka flug, hót­el og þess hátt­ar sjálf. Oft­ar en ekki þarf ég að verja tals­verðum tíma í leit að hag­stæðum flug­miðum, hót­el­um og bíla­leigu­bíl en það hefst yf­ir­leitt alltaf að lok­um.

Nú síðar í mánuðinum erum við fjöl­skyld­an á leið til Ástr­al­íu í brúðkaup vin­ar okk­ar. Þar sem við erum að fara að ferðast hinum meg­in á hnött­inn ákváðum við að gera aðeins meira úr ferðinni. Við velt­um ýms­um mögu­leik­um fyr­ir okk­ur. Um tíma vor­um við að spá í að fara til Taí­lands, aðra stund­ina Nýja-Sjá­lands en eft­ir tölu­verða leit sáum við að það var hag­stæðast fyr­ir okk­ur að fljúga bara frá Evr­ópu til Singa­pore, þaðan til Ástr­al­íu og svo til Balí þar sem við ætl­um að dvelja um tíma og þaðan aft­ur áleiðis heim.

Til þess að finna út hvaða flug­fé­lög voru í boði notaði ég leit­ar­vél­ar á borð við Dohop og edreams. Yf­ir­leitt er hag­stæðast að bóka í gegn­um flug­fé­lagið sjálft en ég nota þess­ar leit­ar­vél­ar til þess að hjálpa mér að finna sniðugar flug­leiðir.

Í þess­ari ferð ætl­um við að fljúga til nokk­urra landa og þá er best að fara inn á heimasíðu flug­fé­lags­ins og velja multi city/​stopo­ver-hnapp­inn. Þá kem­ur upp sá mögu­leiki að velja fleiri borg­ir til að fljúga til. Það get­ur munað miklu í verði á því hvaða viku­dag þú vel­ur og einnig get­ur verð hækkað eft­ir því sem skoðað er oft­ar. Ég hef það fyr­ir reglu að finna ákveðnar dag­setn­ing­ar sem henta okk­ur vel og ef ég sé að flugið hef­ur hækkað þá bíð ég yf­ir­leitt í nokkra daga og þá lækk­ar það yf­ir­leitt aft­ur. Það get­ur einnig munað miklu í verði á því hvaða dag­setn­ingu þú vel­ur og því er best ef maður get­ur haft sveigj­an­leika í dag­setn­ing­um.

Þar sem við erum sex manna fjöl­skylda á ferðalagi skipt­ir gist­ing miklu máli. Best er fyr­ir okk­ur að vera í íbúð með aðgangi að eld­húsi til þess að minnka mat­ar­kostnað. Við bók­um yf­ir­leitt gist­ing­ar í gegn­um book­ing.com, Airbnb og Agoda. Það er mis­jafnt eft­ir dag­setn­ing­um hvaða síða er hag­stæðust og hvað er í boði. Þetta krefst líka þol­in­mæði en yf­ir­leitt lend­um við á ein­hverju sniðugu að lok­um. Í sum­um til­fell­um borg­ar sig að borga gist­ingu strax, þar sem boðið er upp á góðan staðgreiðslu­afslátt en í öðrum til­fell­um er hag­stæðara að borga gist­ing­una þegar mætt er á staðinn.

Ferðalagið okk­ar hefst eft­ir nokkra daga og þú get­ur fylgst með því á In­sta­gram og Face­book.

Í næsta pistli ætla ég að velta fram þeirri spurn­ingu hvort það sé ger­legt að ferðast ein­falt og létt hinum meg­in á hnött­inn með fjög­ur börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda