Skilaði ofurhetjubúningnum og fann sjálfa sig

Gunna Stella var mjög meðvirk fyrir 15 árum síðan.
Gunna Stella var mjög meðvirk fyrir 15 árum síðan.

„Áður en ég hóf veg­ferð mína í átt að Ein­fald­ara lífi gekk ég harka­lega á vegg. Ég er ekki að tala um í orðsins fyllstu merk­ingu held­ur gekk ég á vegg and­lega. Ég hafði alla mína tíð verið snill­ing­ur í að greina hvernig fólki í kring­um mig leið. Ég tiplaði á tán­um í kring­um fólk sem ég um­gekkst og reynt að halda friðinn. Ég vissi alltaf hvernig aðrir í kring­um mig höfðu það. Hvað það þurfti á að halda, hvað það vildi og svo mætti lengi telja. Í dag er þetta skil­greint sem meðvirkni,“ seg­ir Gunna Stella markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli

Í eft­ir­far­andi texta sem er á heimasíðu Lausn­ar­inn­ar, fjöl­skyldumiðstöðvar er að finna þessa lýs­ingu:

Meðvirkni er sjúk­leiki sem tær­ir upp sál okk­ar. Hann hef­ur áhrif á allt okk­ar líf, fjöl­skyld­ur okk­ar, börn, vini, skyld­menni; fyr­ir­tæki okk­ar og frama; heilsu og and­leg­an þroska. Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hef­ur hann eyðileggj­andi áhrif á okk­ur sjálf og aðra enn frek­ar. Mörg okk­ar enda í þeirri aðstöðu að þurfa að leita til annarra eft­ir hjálp.

Ég var kom­in á þann stað að ég þurfti að leita eft­ir hjálp. Ég man þenn­an dag eins og það hafi gerst í gær. Ég vaknaði upp um miðja nótt af vond­um draumi.  Hjartað sló ört og ég vissi að það var eitt­hvað að. Þenn­an dag vissi ég að ég varð að tak­ast á við meðvirkn­ina í lífi mínu áður en þetta endaði illa. Ég varð að leggja of­ur­konu bún­ing­inn minn til hliðar og vera bara ég, Gunna Stella. Ég varð að fá hjálp.

Í dag horfi ég ekki á þenn­an dag sem versta dag lífs míns held­ur dag sem markaði nýja veg­ferð. Veg­ferð mína í átt að and­legu og lík­am­legu heil­brigði. Þessi tæp 15 ár hef ég verið á magnaðri veg­ferð. Ég hef horfst í augu við ótta, lært að fyr­ir­gefa, tek­ist á við kvíða, fundið gleðina, upp­lifað meira þakk­læti, lært að lifa í nú­inu og orðið ham­ingju­sam­ari en nokkru sinni fyrr. 

Þetta hef­ur ekki alltaf verið auðveld veg­ferð en þetta er veg­ferð sem hef­ur gert mig sterk­ari og hug­arakk­ari. Á þess­um 15 árum hef ég fengið að vinna með fjölda fólks sem var á sama stað og ég. Hjarta mitt fagn­ar og hjarta mitt gleðst í hvert skipti sem þess­ir ein­stak­ling­ar hafa lagt grím­urn­ar til hliðar, farið úr of­ur­hetju bún­ingn­um og fundið sjálf­an sig. 

Á nám­skeiðinu Of­ur­mamma? Sem hefst 27. októ­ber næst­kom­andi ætla ég að fjalla um þau verk­færi sem ég hef nýtt mér á veg­ferð minni í átt að and­legu og lík­am­legu heil­brigði. Þetta net­nám­skeið er átta vik­ur og sam­an­stend­ur af kennsl­um, vinnu­bók, lokuðu stuðnings­sam­fé­lagi á Face­book, „live“ kennsl­um o.fl. 

Ef þú ert á þeim stað að þú vilt finna sjálfa þig aft­ur þá hvet ég þig til að vera með! Taktu þenn­an síðasta hluta árs­ins í þínar hend­ur og vertu á betri stað með líf þitt í lok þessa árs en nokkru sinni fyrr. 

Ef þú vilt byrja strax. Þá hvet ég þig til þess að hlaða niður þessi ókeyp­is skjali sem inni­held­ur sjö ein­föld skref sem þú get­ur tekið til þess að í átt að betra líðan and­lega og lík­am­lega. 

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heil­su­markþjálfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda